Tuð og puð

tilttektHvað er það með okkur konur og tuð.  Reyndar geta kallar líka alveg verið voða miklir tuðaðar.  Það er að mínu mati eitthvað í röddinni, túð hjá okkur konum verður oft eins og svona hálfgert suð.  Ég held að hjá köllunum sé það frekar að þeir hljómi reiðir en við verðum svona ssssssss.  Síðan er það þetta með túlkunaratriði á hugtakinu DRASL. Ég á tvo syni sem eru að komast og eru unglingar. Og þá koma þessi hugtök mín upp í huga minn, tuð og drasl..... Ég kíki inn til þeirra, sé föt á gólfinu, tölvuleiki út um allt og alls ekki í hulstrinu, glös og diska á gólfi og borði, bréf, sælgætisbréf og bara name it.  Þá byrja ég, raddstyrkurinn á einhverju furðulegu róli, svona tíðnihljóð sem á það til að smjúga inn um eyrun á strákum á þessum aldri og upp úr öllum aldri og út um hitt eyrað.  Þeir nema eitt og eitt orð og koma strax með mótleik:  Það er ekkert drasl, þetta er bara föt og svona. Skák og mát.  Föt eru ekki drasl. Shocking Ég fór einu sinni á námskeiði hjá Húgó og félaga hans um samskipti foreldra og barna, ég er kennari, ég er uppeldismenntuð.... en samt fæ ég ekki syni mína til að viðurkenna að þetta sé drasl  Minn þröskuldur og þeirra þröskuldur er ekki á sama leveliCrying Og mín byrjar að tuða og tuða og tuða og það skilar engu alls ekki neinu.  Og þar sem þetta eru nú synir mínir finnst mér ég nú verða að koma þeim til manns  og sjá til þess að þeir kunni að taka til og hætti ekkert að tuða fyrr en þeir hafa sig í verkið, ótrúlegalangur tími oft í að koma sér í gang.   Fór einmitt að hugsa að ef ég ætti mann þá gæti ég tuðað yfir þvi að hann gerði ekki neitt og ég yrði að gera ALLT og oft er það þannig hjá hjónum hef ég tekið eftir því mér finnst voða gaman að fylgjast með samksiptum kynja í þessum málum að þau geta verið að eyða löngum tíma í að rökræða hver á að gera hitt og þetta í stað þess að ganga bar beint í verkin og þá gengur það miklu betur og hraðar fyrir sig.

En tuð skilar litlu því hef ég komist að undanfarin misseri, samt dettur maður í þetta aftur og aftur.  En það er frekar þetta með þennan þröskuld, þ.e að þeim finnist vera drasl þegar okkur finnst þaðShocking kannski er þetta ekkert skárra með unglingsstelpur, þekki það ekki enn þá

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Veistu Særún, það er allstaðar svona ástand. Herbergin hjá unglingunum eru orðin svo full af allskonar græjum og snúrum. Það virkaði ágætlega með strákinn minn að útbúa tiltektarblað sem ég hengdi á innanverða skáphurðina og á því stendur hvernig herbergið á að líta út og hvernig á að þrífa það og forstofuna 1x í viku. Ef hann fer ekki eftir þessu fær hann ekki að fara í bíó eða út á kvöldin.  Þótt stelpan mín sé orðin 19 ára þá er hún svo sem ekkert skárri, sama gildir með hana, ef hún sinnir ekki sínum verkefnum á heimilinu+ að hafa herbergið í lagi þá fær hún ekki bílinn lánaðann

Það er einsog krakkar þurfi alltaf að hafa einhverja gulrót. Tuðið skilar engu en allskonar straff og umbun virkar ágætlega. Gangi þér vel og Guð blessi heimilið þitt

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband