Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Kraftaverk

Já þarna er svo sannarlega kraftaverk á ferð.

Þetta er önnur frétt á stuttum tíma um kraftaverk Guðs.

 


mbl.is Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik, ofbeldi og kúgun.

Þetta eru einkunnarorð ríkisstjórnar Íslands sem nú í þessu hefur náð með kúgun og valdníðslu að samþykkja einn hræðilegasta samning Íslandsögunnar.

Vissulega er orsök þessa máls komin frá auðvaldinu og fyrri ríkisstjórnum.

Hvers vegna eiga börn þessa lands og ófædd börn að gjalda fyrir skuldir og sukk óreiðumanna og einkafyrirtækja.

Hefði Icesave grætt á tá og fingri til frambúðar, hefði hagnaðurinn verið lagður inn á reikning hjá almenningi? Nei það er ég sannfærð um að svo hefði ekki farið.

Ég er verulega svekkt yfir því að þeir þingmenn Vg sem ég hafði trú á að myndu segja nei við þessum samningi, hafi samþykkt hann.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tillaga sem ég trúi ekki öðru en að Vg samþykki

þeir tveir flokkar sem mynda ríkisstjórn hafa haft það að markmiði að stór og veigamikil mál skulu fara fyrir  þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef þetta mál er ekki eitt af því stærsta sem Alþingi hefur þurft að fást við þá veit ég ekki hvað.

VG liðar ég trúi ekki öðru en að þið styðjið þetta, Vg hefur barist fyrir því að fá mál í þjóðaratkvæði. Nú er ykkar tími kominn- STANDIÐ ykkur núna.

Þjóðin á rétt á að fá að kjósa um þetta STÓRA mál.


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega magnað

Maður fær gæsahúð við að lesa þetta, magnaður vitnisburður.

Vegir Guðs eru órannsakanlegir.

Guð blessi þessa fjölskyldu.


mbl.is „Þá skaltu líka lifa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega jólahátíð:)

Megi Guð gefa ykkur öllum gleði og gæfurík jól.

 Minnumst fæðingu frelsarans og hvers vegna hann var sendur okkur.

Verið góð hvort við annað

 


Hvað með þær ljósmæður sem starfa á þessum stöðum?

Og hvað um þá frábæru aðstöðu sem þarna er til staðar?

Hvernig væri frekar að færa frekari starfsemi út á landsbyggðina?

Hvernig væri að skera niður á öðrum sviðum en í heilbrigðisgeiranum, félagslegum og menntamálum?

 


mbl.is Spara má með lokun fæðingardeilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metnaður hjá fimleikadeild UMFS

Dóttir mín er í 3.skiptið að taka þátt í jólasýningu fimleikadeildarinnar. Ég hef því orðið þeirrar ánægju njótandi að fylgjast með þessum sýningum í nokkur skipti.

Það er mikil vinna lögð í þessar sýningar hjá krökkunum og svo sannarlega þess virði að mæta og horfa á  þau.

Ég hlakka til að sjá strumpana á morgun, ég veit ég verð ekki fyrir vonbrigðum þar sem ávallt er um stórkostlegar sýningar um að ræða.

Hvet fólk til að mæta á morgun í íþróttahúsið við Vallaskóla, sýningarnar eru tvær, önnur kl.10.00 og hin kl. 12.30


mbl.is Strumpar æfa fyrir jólasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband