Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Undir svefninn...

Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög góður dagur þrátt fyrir ekki fullkomið líkamlegt ástand og snjó.... ég var á svo frábærri samkomu í kvöld upp í Kirkjulækjarkoti þar sem sömu predikarar voru með kennslu í kvöld og sl. helgi.  Hjartað var þemað í kvöld og hvað það sé mikilvægt að hafa heilt hjarta og biðja þá um lækningu sé það brotið.  Það skiptir svo miklu máli í öllum samskiptum, hvort sem það er við börnin okkar, foreldra, ættingja, vini og ástvini að vera heil í því sem við segjum og gerum.  Ef við erum brotin að einhverju leiti þá er svo auðvelt að detta ofan í ákveðið munstur og bresti.  Það á það enginn skilið að við komum leiðinlega fram við aðra alveg eins og við eigum ekki skilið slæma framkomu frá öðrum.

Annars fékk ég svo fallegt orð sent áðan í sms frá yndislegri mannesku sem er úr ljóðaljóðunum 4.9 og 4.10 bræddi mig nú frekar mikiðCool

Á morgun er síðasti dagurinn minn í kennslu og í næstu viku verð ég komin í fullt starf sem forstöðumaður á sambýlinu.  Hef verið í smá aðlögun í þessari viku eftir kennslu og sé þetta er mjög skemmtilegt og spennandi starf.

Annars var ég að hugsa um að fara að huga að fermingarundirbúning um helginaSmile kannski að fara að huga að skreytingum og sliku og einnig hvað ég á að gefa stráknum í gjöfSmile

jæja best að fara að skríða í háttinn

Guð blessi ykkur

knús Sædís


Þörf ábending

Það er nauðsynlegt að vekja athygli á þessum málum reglulega.  Ástandið  er mjög slæmt á þessum svæðum.  Það þarf einu sinni ekki að fara út fyrir landssteinana til að finna ofbeldi gegn konum.  Hér á Íslandi er allt of mikið um ofbeldi gagnvart konum hvort sem um er að ræða andlegt, kynbundið eða líkamlegt.  Dómar í ofbeldismálum eru oft á tíðum til þess fallnir að draga úr manni alla von um að eitthvað sé að breytast í þessum efnum hér á landi.  Fjöldi kvenna sem kærir er ekki í nálægt við þann fjölda sem fá dóm og svo allur sá fjöldi sem ekki leggur fram kæru.

Ástandð þarf að lagast, hvort sem um er að ræða hér á okkar Íslandi eða á stríðshrjáðum svæðum og í þróunarlöndunum þar sem að hræðilegt ofbeldi gegn konum viðgengst.


mbl.is Fiðrildaganga í þágu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til barn... varð að setja þennan inn

Að búa til barn. !!!

Það er ekki eitt einasta dónaorð í þessu og þetta er mjög fyndið.

Jónas og frú gátu ekki eignast barn svo þau ákváðu að fá sæðisgjafa til að koma af starta fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átit að koma í heimsókn, kyssti Jónas konuna sína  bless og sagði "jæja, elskan, ég er þá farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."

Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndar, staddur í hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni.  Góðan daginn frú, sagði hann, ég er komin til að....... "Ó, þú þarft ekkert að útskýra sagði Jóna feimnislega, ég átti von á þér.  Í alvöru, sagði ljósmyndarinn. Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru mín sérgrein??    Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að vonast eftir.  Gjörðu svo vel og komdu inn á fáðu þér sæti.  Eftir smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?"   "Láttu mig bara sjá um allt.  Ég byrja yfirleitt  í baðkarinu, svo á sófanum og loks nokkrar á rúminu.  Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast, það er hægt að teygja svo vel úr sér það "

"Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna,  Engin undra að þetta gekk ekkert hjá okkur hjónum -   "Já, frú mín góð, ég get ekki lofað fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður ánægð með útkomuna."  Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með andköfum.  "Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna. "Ætli maður kannist ekki við svoleiðis, tautað Jóna lágt". Ljósmyndarinn dró upp nokkur sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn.

"Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura sagði ljósmyndarinn, eins og mamma þeirra var þó erfið".  -  "Var hún erfið, spurði Jóna ?" "´Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel.  Fólk safnaðist að og fylgdist með. "Fylgdist með? sagði Jóna og gapti af undrun" - og þetta tók í allt 3 tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það var ekki fyrr en  íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð ég að hætta og ganga frá.

Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta í .... græjurnar?  Þetta er alveg satt frú mín góð.  

"Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn klárann "ÞRÍFÓTINN???

"Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's much too big to be held in the hand very long."

 

ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU.


Allt er breytingum háð..

 Það má svo sannarlega segja að allt okkar líf sé breytingum háð.  Þess vegna er mjög gott að geta sett alla hluti hvort sem þeir eru stórir sem smáir í hendur Guðs og beðið hann um að sjá um að allt fari á réttan veg, því það er því miður svo oft þannig með okkur mannfólkið að við getum verið svo föst í okkar vilja að við náum ekki alltaf að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Oft æðum við áfram án þess að hlusta á Guð og það sem hann er að segja okkur og þá er mikil hætta á að við gerum hluti sem ekki eru réttir fyrir okkur.

Þessi vika mín er sú síðasta í kennslu að sinni og byrja ég jafnframt í "aðlögun" í nýju vinnunni i þessari viku líka. Ég er voða spennt og hlakka voða til að takast á við nýtt starf, þótt það sé vissulega erfitt að kveðja skólann og krakkana.

 Húsið mitt er á sölu og vonast ég til að það seljist sem fyrst, ég veit að ég á vera þolinmóð og treysta í þessum efnum en þið sem þekkið mig, vitið að ég get nú farið svolítið mikið fram úr mérTounge Ég er búin að sjá rosa flott og sætt raðhús á Selfossi sem mig langar rosa íCool þannig að nú er bara að vona að allt gangi að óskum, held samt að það hafi selst í síðustu vikuCrying en það er bara að sjá.  Annars veit ég að þetta fer allt á þann veg sem því er ætlað að fara og allt hefur sinn tímaCool    þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa flott einbýlishús á Eyrarbakka http://www.habil.is/lix/adjalta?HabilView=110587&sysl&habil&HouseId=832793 þá endilega láitð vitaTounge

Annars er ég enn að vinna úr öllu þessu sem ég lærði um helgina, þetta var magnað og kennslan sem við fengum var virkilega góð.  Alan og AJ fóru í gegnum rosa mikið efni sem var hvert öðru betra og kenndi manni mjög margt og sýndi manni líka margt um lífið og sig sjálfan.  Ég vitnaði á laugardagssamkomunni um þá lækningu sem ég fékk á nóvember mótinu.  Það eru komnar myndir af mótinu  inn á www.selfossgospel.is

Þannig að nóg að gera að vanda hjá mér Cool

Knús Sædís


Frábær helgi að baki...

Vá hvað það er frábær helgi að baki.  ÉG er búin að vera uppi í Kirkjulækjarkoti frá því á fimmtudagskvöld, fór reyndar að vinna á föstudeginum en svo beint upp í kot aftur.  Frábært mót eða skóli réttara sagt, þar sem komu kennarar frá Toronto í Kanada að kenna um föðurhjarta Guðs, sjá www.eldurinn.is  Síðan voru æðislegar samkomur á kvöldin og á laugardagskvöldið var virkilega mögnuð samkoma þar sem að fjölmargir fengu lækningu á líkamlegum og andlegum meinum.  Vá hvað ég er upptendruð efitir þetta.  Þarna voru á milli 350 til 400 manns þegar að mest var.

Núna er það svo skólinn sem ég þarf að sinna núna, innilota í Kennó í dag og á morgun.  Síðan eru líka heilmiklar breytingar á mínum högum þar sem ég er að hætta að kenna og taka við sem forstöðumaður á sambýli á SelfossiSmile 

Guð blessi ykkur

knús Sædís


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband