Þörf ábending

Það er nauðsynlegt að vekja athygli á þessum málum reglulega.  Ástandið  er mjög slæmt á þessum svæðum.  Það þarf einu sinni ekki að fara út fyrir landssteinana til að finna ofbeldi gegn konum.  Hér á Íslandi er allt of mikið um ofbeldi gagnvart konum hvort sem um er að ræða andlegt, kynbundið eða líkamlegt.  Dómar í ofbeldismálum eru oft á tíðum til þess fallnir að draga úr manni alla von um að eitthvað sé að breytast í þessum efnum hér á landi.  Fjöldi kvenna sem kærir er ekki í nálægt við þann fjölda sem fá dóm og svo allur sá fjöldi sem ekki leggur fram kæru.

Ástandð þarf að lagast, hvort sem um er að ræða hér á okkar Íslandi eða á stríðshrjáðum svæðum og í þróunarlöndunum þar sem að hræðilegt ofbeldi gegn konum viðgengst.


mbl.is Fiðrildaganga í þágu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er sko þörf ábending! Skelfilegt hvernig þetta er.

Arnheiður Björg Harðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband