Undir svefninn...

Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög góður dagur þrátt fyrir ekki fullkomið líkamlegt ástand og snjó.... ég var á svo frábærri samkomu í kvöld upp í Kirkjulækjarkoti þar sem sömu predikarar voru með kennslu í kvöld og sl. helgi.  Hjartað var þemað í kvöld og hvað það sé mikilvægt að hafa heilt hjarta og biðja þá um lækningu sé það brotið.  Það skiptir svo miklu máli í öllum samskiptum, hvort sem það er við börnin okkar, foreldra, ættingja, vini og ástvini að vera heil í því sem við segjum og gerum.  Ef við erum brotin að einhverju leiti þá er svo auðvelt að detta ofan í ákveðið munstur og bresti.  Það á það enginn skilið að við komum leiðinlega fram við aðra alveg eins og við eigum ekki skilið slæma framkomu frá öðrum.

Annars fékk ég svo fallegt orð sent áðan í sms frá yndislegri mannesku sem er úr ljóðaljóðunum 4.9 og 4.10 bræddi mig nú frekar mikiðCool

Á morgun er síðasti dagurinn minn í kennslu og í næstu viku verð ég komin í fullt starf sem forstöðumaður á sambýlinu.  Hef verið í smá aðlögun í þessari viku eftir kennslu og sé þetta er mjög skemmtilegt og spennandi starf.

Annars var ég að hugsa um að fara að huga að fermingarundirbúning um helginaSmile kannski að fara að huga að skreytingum og sliku og einnig hvað ég á að gefa stráknum í gjöfSmile

jæja best að fara að skríða í háttinn

Guð blessi ykkur

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seint er nú farið í háttin mín kæra

Gangi þér rosalega vel í nýju vinnunni

Arnheiður Björg Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: ......................

Jáhá, hvað klám varstu að fá?  er ekki sagt að Ljóðaljóðin séu klámfengnasta bók Biblíunnar?

......................, 8.3.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

ahhahahah Brynhildur þó..... nei þetta var ekki klám heldur rosa rómó

þá mín fer stundum frekar seint í háttinn.  Takk fyrir það kæra systir

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.3.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband