Allt er breytingum háð..

 Það má svo sannarlega segja að allt okkar líf sé breytingum háð.  Þess vegna er mjög gott að geta sett alla hluti hvort sem þeir eru stórir sem smáir í hendur Guðs og beðið hann um að sjá um að allt fari á réttan veg, því það er því miður svo oft þannig með okkur mannfólkið að við getum verið svo föst í okkar vilja að við náum ekki alltaf að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Oft æðum við áfram án þess að hlusta á Guð og það sem hann er að segja okkur og þá er mikil hætta á að við gerum hluti sem ekki eru réttir fyrir okkur.

Þessi vika mín er sú síðasta í kennslu að sinni og byrja ég jafnframt í "aðlögun" í nýju vinnunni i þessari viku líka. Ég er voða spennt og hlakka voða til að takast á við nýtt starf, þótt það sé vissulega erfitt að kveðja skólann og krakkana.

 Húsið mitt er á sölu og vonast ég til að það seljist sem fyrst, ég veit að ég á vera þolinmóð og treysta í þessum efnum en þið sem þekkið mig, vitið að ég get nú farið svolítið mikið fram úr mérTounge Ég er búin að sjá rosa flott og sætt raðhús á Selfossi sem mig langar rosa íCool þannig að nú er bara að vona að allt gangi að óskum, held samt að það hafi selst í síðustu vikuCrying en það er bara að sjá.  Annars veit ég að þetta fer allt á þann veg sem því er ætlað að fara og allt hefur sinn tímaCool    þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa flott einbýlishús á Eyrarbakka http://www.habil.is/lix/adjalta?HabilView=110587&sysl&habil&HouseId=832793 þá endilega láitð vitaTounge

Annars er ég enn að vinna úr öllu þessu sem ég lærði um helgina, þetta var magnað og kennslan sem við fengum var virkilega góð.  Alan og AJ fóru í gegnum rosa mikið efni sem var hvert öðru betra og kenndi manni mjög margt og sýndi manni líka margt um lífið og sig sjálfan.  Ég vitnaði á laugardagssamkomunni um þá lækningu sem ég fékk á nóvember mótinu.  Það eru komnar myndir af mótinu  inn á www.selfossgospel.is

Þannig að nóg að gera að vanda hjá mér Cool

Knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Linda

Hæhæ ég er á bloggvina rúntinum og mikið er ég glöð að ég fékk að lesa þessa færslu þína. 

Knús og blessunar kveðja til þín og þinna.

Linda, 5.3.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband