Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
1.2.2008 | 20:28
Réttur til að starfa í heilsusamlegra umhverfi....
... og réttur fyrir fólk sem fer út að fá að losna við að vera í heilsuspillandi umhverfi. Það er mikill munur eftir að reykingabannið kom á, að nú getur fólk farið á skemmtistaði, kaffihús og fleiri staði og dregið að sér andann án þess að fylla lungun að reyk. Einnig er ég mjög ánægð fyrir hönd starfsfólks sem þarna vinnur að geta starfað í umhverfi sem ekki er fullt af sígarettureyk.
Gulli fær prik fyrir þetta.
Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2008 | 00:52
Reykjavíkurferð og hugarflug...
Annars var ég í bænum sl. daga, var í innilotu í KHÍ í framhaldsnáminu mínu, þessi kúrs lofar svo sannarlega góðu. Eftir kennslu í gær fór ég með Elinu og Beggu á fund og fór svo á kristilegt kaffihús niðri í bæ á eftir og þetta er líklegasta ódýrasta kaffihúsið í bænum. Svo í dag eftir kennslu fór ég með frumburðinn í kringluna ásamt Brynhildi og pabba hans að skoða FERMINGARFÖT
Jamm belive it or NOT.....ég er að fara að ferma núna í vor (byrjaði bara svo ung að eiga börn), eða kannski er betra að segja: við erum að fara að ferma því það er ekki séns að maður geti staðið í þessu einn Það er ekki bara nóg að segja "já ég vil fermast- amen" heldur þarf að kaupa hitt og þetta og þetta er sko ekki gefins. Oh nei, ég á mínum kennaralaunum gæti ekki boðið stráksa mikið af veraldlegu í fermingunni ein og óstudd og í dag var uniformið keypt á stráksa og hvað gæinn var flottur, ohh það voru svo stolt mamma og pabbi og stjúpa sem voru að leyfa honum að velja föt (reyndar smá inngrip, en ekki svo mikið maður er jú mamman og ber að hafa skoðun á fatavali) Fórum með hann í 17 þar sem úrvalið er víst mest segja þeir. Strákurinn sem var að aðstoða okkur, sjálfur rétt ný fermdur líklega og með buxurnar á hælunum var samt voða næs og almennilegur og snérist í kringum okkur og var ekki lengi að snara fram flottu setti af jakkafötum, skyrtu, bindi og skóm. Voila og stráksi ready. Við stóðum þarna 3 og dáðumst að drengnum
Samt er þetta voða skrýtið því það er svo stutt síðan að ég fermdist sjálf, er einmitt með mín fermingarföt í skápnum mínum, þannig að það er spurning að vera bara í þeim Hvít pilsdragt, skærgræn skyrta með hjúts axlarpúðum í kannski smá of litið en hva, það má troða sér. En Þetta verður bara gaman. ÉG elska að undirbúa veislur eins og sumir vita kannski.
Ég skellti mér á samkomu hjá samhjálp í kvöld eins og ég var búin að segja á öðrum stað á blogginu, en Samhjálp er 35 ára í dag, til hamingju með það. Frábær samkoma
Jæja best að fara að sofa þvi á morgun er vinna, matarklúbbur, bootcamp, fimleikar hjá prinsessunni, kynningarfundur á kjarasamningagerð FG, pizzakvöld og kannski fundur. Góður dagur á morgun í Jesú nafni
knús og Guð blessi ykkur og enn og aftur góða nótt ( maður á greinlega erfitt´með að ná sér niður eftir svona góða daga og í þessum kulda líka
Luv Sædís flækjufótur.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)