Reykjavíkurferð og hugarflug...

 Jæja þá er maður kominn úr borgarferðinni, búið að vera mikið að gera.   En það er það nú alltaf og ég stundum sjálf veit ekki hvað er að gerast eiginlega.  Samt er ég alltaf að finna fleiri og fleiri leiðir til að ná áttum á sjálfri mérErrm   Það er stundum svolítið flókið að vera égShocking  En líklega er auðveldara að vera ég en Britney Spears þessa dagana, grey stelpan.  En ég gerði samt heimikla hreingerningu í mér og hjá mér í kvöldGetLost æi hver segir að þetta eigi að vera auðelt, en ef maður setur þetta í hendurnar á Guð og treystir þá gerast hlutirnir.

Annars var ég í bænum sl. daga, var í innilotu í KHÍ í framhaldsnáminu mínu, þessi kúrs lofar svo sannarlega góðu.  Eftir kennslu í gær fór ég með Elinu og Beggu á fund og fór svo á kristilegt kaffihús niðri í bæ á eftir og þetta er líklegasta ódýrasta kaffihúsið í bænum.   Svo í dag eftir kennslu  fór ég með frumburðinn í kringluna ásamt Brynhildi og pabba hans að skoða FERMINGARFÖTCool

Jamm  belive it or NOT.....ég er að fara að ferma núna í vor (byrjaði bara svo ung að eiga börnCool), eða kannski er betra að segja:  við erum að fara að ferma því það er ekki séns að maður geti staðið í þessu einnShocking  Það er ekki bara nóg að segja "já ég vil fermast- amen" heldur þarf að kaupa hitt og þetta og þetta er sko ekki gefins.  Oh nei,  ég á mínum kennaralaunum gæti ekki boðið stráksa mikið af veraldlegu í fermingunni ein og óstudd  og í dag var uniformið keypt á stráksa og hvað gæinn var flottur,  ohh það voru svo stolt mamma  og pabbi og stjúpa sem voru að leyfa honum að velja föt (reyndar smá inngrip, en ekki svo mikiðWhistling maður er jú mamman og ber að hafa skoðun á fatavali)  Fórum með hann í 17 þar sem úrvalið er víst mest segja þeir.  Strákurinn   sem var að aðstoða okkur, sjálfur rétt ný fermdur líklega og með buxurnar á hælunum var samt voða næs og almennilegur og snérist í kringum okkurWhistling og var ekki lengi að snara fram flottu setti af jakkafötum, skyrtu, bindi og skóm. Voila og stráksi ready.  Við stóðum þarna 3 og dáðumst að drengnumHeart

Samt er þetta voða skrýtið því það er svo stutt síðan að ég fermdist sjálfWhistling, er einmitt með mín fermingarföt í skápnum mínum, þannig að það er spurning að vera bara í þeimCool Hvít pilsdragt, skærgræn skyrta með hjúts axlarpúðum í Tounge kannski smá of litið en hva, það má troða sér.     En Þetta verður bara gaman. ÉG elska að undirbúa veislur eins og sumir vita kannski.

Ég skellti mér á samkomu hjá samhjálp í kvöld eins og ég var búin að segja á öðrum stað á blogginu,  en Samhjálp er 35 ára í dag, til hamingju með það.  Frábær samkomaSmile

Jæja best að fara að sofa þvi á morgun er vinna, matarklúbbur, bootcamp, fimleikar hjá prinsessunni, kynningarfundur á kjarasamningagerð FG, pizzakvöld og kannski fundur.   Góður dagur á morgun í Jesú nafni0

knús og Guð blessi ykkur og enn og aftur góða nótt ( maður á greinlega erfitt´með að ná sér niður eftir svona góða daga og í þessum kulda líkaCrying

Luv Sædís flækjufótur.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er svo gaman þegar að börnin eru að fermast, mín tvö eru búin og ég elskaði allt þetta umstang og veislurnar.  það er ekkert skemmtilegra en að halda uppá börnin sín En hvar er kristilega kaffihúsið? ég fór stundum á Ömmukaffi í austurstrætinu og það var ferlega kósí. Jæja en gangi þér alltaf allt sem best

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Blessuð Guðrún

Kaffi Rót heitir þetta kaffihús og er við hliðina á Horninu veitgingahúsi niðri i´bæ:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.2.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og eigðu góða helgi min kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Já vinur minn er að vinna á kaffi Rót

Gulli Dóri

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.2.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband