Réttur til að starfa í heilsusamlegra umhverfi....

... og réttur fyrir fólk sem fer út að fá að losna við að vera í heilsuspillandi umhverfi.  Það er mikill munur eftir að reykingabannið kom á, að nú getur fólk farið á skemmtistaði, kaffihús og fleiri staði og dregið að sér andann án þess að fylla lungun að reyk.  Einnig er ég mjög ánægð fyrir hönd starfsfólks sem þarna vinnur að geta starfað í umhverfi sem ekki er fullt af sígarettureyk.

Gulli fær prik fyrir þetta.


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé enga lausn í þessu reykingamáli nema að  láta fólk tala sig saman ef þú vilt reyk þá sækirðu um vinnu á þannig stað eða ferð á þannig stað, ef þú vilt ekki reyk þá hið sama.  Best er að vera reyklaus heima.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

En samt er rosa munur að fara út á þessa staði eftir að bannið kom á.  Líka gott bloggið hans Ómars um þetta mál.

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/431668/

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já allt gott um það. þú munt áfram geta dregið að þér þitt hreina loft þótt reykingamenn reyki í lokuðu, afmörkuðu, herbergi. það hafa engin haldbær rök komið fram gegn slíku. engin.

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband