Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Úff kannast maður við þetta....

Þetta er það sama og maður er bara alltaf að lenda í, endalaust ágangur ljósmyndara.  Skil hana vel að vera ánægða með dóminnCool
mbl.is Ljósmyndari fundinn sekur um áreiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég reyndi að bjóða í rauða kjólinn

Sem Sue Ellen var í í þætti númer 43, hann var ekkert smá flottur, bauð of lágt og því boðinu ekki tekið, frekar fúltErrm
mbl.is Búningar Dallas boðnir hæstbjóðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jafnréttinu fyrir að fara þarna

en hvers vegna fá ekki karlmenn líka borgað fyrir að geta börn????   það þarf jú líklega tvo til,  ekki nema að norska ríkið ætli þeim að fara í tæknifrjógun.
mbl.is Ungar konur í Noregi verði verðlaunaðar fyrir að eignast barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar hann að vakta þau

Ja há en skyldi hann ætla að fylgjast með að þau noti alltaf getnaðarvarnir eða hvað???
mbl.is Bannar barneignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herða þarf viðurlögin

Ölvunarakstur er einn af algengustu þáttum slysa auk hrað- og ofsaaksturs.  Mörg banaslys hafa átt sér stað í umferðinni þar sem um ölvunarakstur var um að ræða.  Ég held að það þurfi að herða viðurlög enn frekar við ölvunarakstri auk þess sem að herða þarf umferðareftirlit og forvarnir.  Því miður er það oft þannig að ef fólk veit að aukinni löggæslu á vegum úti, þá frekar sleppir það því að keyra undir áhrifum þar sem það er að hugsa um sektina eða punktinn sem það kæmi til með að fá væri það tekið. 
mbl.is 17 ölvaðir undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sól og sól :)

Já það má nú segja að veðrið leiki við okkur þessa daganaToungeLoL ég er búin að liggja í sólinni fyrri partinn í dag en var svo að vinna í Merkisteini núna í kvöld, enda fínt að komast úr sólinni.

Ég er nú líka bara svona að koma mér fyrir á ný eftir langa ferðaviku og ég er enn að jafna mig á þessu sjokki sem ég varð fyrir á leið minni um hálendið okkarFootinMouth ekki nóg með það að hafa þurft að bera það að sjá þessi ósköp heldur var ferðafélagi minn nú á öndverðum meiði en ég og sá ekkert athugavert við þessi spjöllGasp en svona er lífið, það geta ekki allir verið sammála, þótt það væri vissulega betra að allir væru sammála okkur í VGLoL þá væri lífið nú betraTounge

Það er nú bara nokkuð gaman að vera að afgreiða í sjoppu á ný, þetta er hálfgert svona kommbakk hjá mér, enda rétt 20 ár frá því að ég vann þarna (úff 20 ár, mig hlýtur að misminnaGasp ) Það er rosa gaman að hitta allt það fólk sem kemur í búðina og sjá hversu miklar mannabreytingar hafa átt sér stað hér á bakkanum undanfarin ár.

Jæja best að fara að vökva blessuð blómin, þau eru kannski ekki alveg að fíla þessa sól dag efitir dag

knús Sædís


Mikilvægt að vanda til verka

Skerðing þorskkvótans er reiðarslag fyrir byggðir landsins, vissulega eru þetta þarfar aðgerðir en nú reynir á ríkið að standa að baki sjávarbyggðum landsins.  Mótvægisaðgerðir verða að verða til góðs og gagns og styrkja þarf vel hin smáu byggðarlög. 
mbl.is Árni M. Mathiesen: „Enginn verðmiði á mótvægisaðgerðum ríkisins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf umræða

Ég er sammála þessu að það er þörf umræða um þetta efni.  Það er nauðsynlegt að minna stöðugt á mikiklvægi þess að hugsa um verndun jarðar og náttúrunnar.  Stóriðjustefnan sem rutt hefur sér til rúms hér á landi er hættuleg og það verður að stöðva hana.  Ég kom nú upp á Kárarhnjúkum núna í vikunni og bar stífluna og lónið augum.  Þetta er rosaleg mannvirki og mikil spjöll á landinu.  Vonandi hugsa menn sig tvisvar um áður en þeir halda áfram og ráðast á t.d Þjórsá.


mbl.is Enn er þörf á umræðu um stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ferð um landið

Ja það er heldur betur búið að vera þvælingur á minni síðan á laugardaginn fyrir um vikuCool þá skellti mín sér að Brattholti við Gullfoss og þaðan upp á Hveravelli.  Með viðkomu í Hvítárnesi, Vegurinn orðinn ansi góður þarna og hefði ég alveg verið til í að halda áfram niður í Blöndudalinn hinum meginn viðShocking Frábært veður og fallegt útsýni.

Á sunnudeginum voru börnin sótt og við skelltum okkur í bústað í Úthlíð.  Mikill gestagangur var þessa daga og þvílík veðurblíða að það hálfa hefði veirð nóg (eða nei kannski ekkiLoL ) Það var legið í pottinum frá morgni til kvölds, grillað og spilað, kíktum á Gullfoss og Geysi og Laugarvatn.  Krakkarnir nutu sín í botn og höfðu bara gaman af.  Alex kom með Jóhannesi, Viðja og Aldís Elva komu með Agnesi Höllu og svo fleiri gestirLoL Reyndar komu nokkrir óboðnir gestir á nóttinniFootinMouth lítil fljúgandi kvikindi smugu inn í herbergi með það eitt að markmiði að gera mér lífið leitt0 sveimandi húsflugur sem fengu augastað á mér og Herði eyddu nóttunni í það að fljúga á andlitið á okkur, ég veit að ég er ómótstæðilegErrm en ojóbój, fyrr má nú fyrr veraGetLost ég reyndi að slá frá mér, fara með hausinn undir sæng, fór hálf partinn undir rúm, en ó nei suðið elti mig og þessi kvikindi voru með segul á mig þannig að það var því miður litið sofið.

Á fimmtudeginum var svo landið lagt undir sig.  Haldið var á leið austur á nýCool Keyrt að Vik fengið sér að borða í víkurskála og þaðan haldið  í Skaftafell og gengið þar um i klukkutíma eða svo að jöklinum, veðrið auðvitað frábært og útsýnið og náttúrufegurðin stórkostleg. Næst var áð á Jökulsárlóni, ætluðum í siglingu en það kom svoldið mikil rigning þannig að það var látið bíða betri tíma, gengum lítilsháttar um og fegurðin engri líkTounge  næst var stefnan tekin á Nesjar við Höfn og þar var farið á Hótel Eddu og um kvöldið var farið á þennan líka flotta stað á Höfn í Hornafirði.  Mín fékk sér humarKissing og hann var þetta litla góður að mig dreymdi hann næstu nætur og ég er viss um að eg á eftir að fara á þennan stað aftur við tækifæri, þetta er nýr staður sem var opnaður í júni og er í gamla kaupfélags héraðsbúahúsinu. 

 Næsta morgunn var haldið á leið sem lá austur, farið á Djúpavog og keyrt svo yfir Öxi og þaðan inn í Hallormstaðaskóg og þaðan lá leiðin að sjálfum KÁRAHNJÚKAVIRKJUN DevilW00t nú skyldi haldið í pílagrímsför. ÉG var að hugsa um að setja að stað mótmælin en fékk engan með mér í það enda eini umhverfissinninn þarnaAngry Komum að smjaðurslegri byggingu í Végerði þar sem Landsvirkjun var búin að koma upp heilaþvottastöð fyrir ferðamenn, þar fegnum við leiðsögn um þessar hræðilegu framkvæmdir, horfðum á myndband og sáum söguna, oh my god..... konan sem vann við að heilaþvo okkur hlýtur að vera ansi vel launuð.  Næst var stefnan tekin upp að stíflunni.  Landsvirkjun auðvitað búin að leggja þennan lika flotta vel malbikaða veg upp allt þetta stóra háa fjall, á meðan bíða fjölfarnir vegir þess að verða tvöfaldaðri  Þegar upp var komið blasti eyðilegging við, vissulega eru þetta stórbrotin mannvirki og mikilfengleg enda ekkert smá landsvæði sem fer undir þetta.  Lónið var orðið ansi stórt og mikið.  Stíflan var ekki opin fyrir umferð þarna þannig að við urðum að fara til baka og fara fjallabaksleið að þessu og fórum því meðfram Jöklu og yfir hjá Brú.  Þar var hægt að sjá sjálf gljúfrin og ekkert smá hvað þau eru falleg en samt hrikaleg.  Það var opið fyrir loku á stíflunni og því smá rennsli í Jöklu.  en sorglegt smá hversu mikið er búið að fara undir vatn þarna á svæðinu.  þegar að lóninu var komið þarna megin sást enn frekar hvað það er gígantískt stórt og meira að segja á eftir að klára tvær stíflur í viðbót þarna, þannig að þetta á eftir að fara eftir enn þá meira vatn þarna.  Vinnubúðirnar þarna voru á lokuðu svæði þannig að maður gat ekki skoðað slæman aðbúnað verkamanna sem þarna vinna.  Það tók mig langan tíma að melta þetta sem ég sá og reyndar er ég ekki búin að því enn þáShocking eftir að hafa verið búið að skoða þarna vel var haldið niður í hérað og á Egilstaði, þar fengum við okkur að borða og síðan skelltum við okkur á Borgarfjörð Eystri, vá  hvað þetta er litill bær og manni leið eins og maður væri kominn svona 60 ár aftur í tímann, við fengum gistingu á gistihúsi þarna sem er eiginlega heimahús breytt í gistihús, mjög skemmtilegt en mjög mjög spesGasp mér leið hálf skringilega þarna innan um alla álfana sem þarna búa enda Álfaborg þarna mjög þekktur staður og ekki get ég sagt að ég hafi sofið mikið um nóttina, fann fyrir álfum og vættum auk þess sem að ég var andvaka af hugsun yfir þessar spillingu sem átt hefur sér stað við kárahnjúka.

Næsti dagur var tekinn árla eins og hinir og nú skyldur firðirnir skoðaðri, við þræddum þá Reyðarfjörð, Neskaupsstað, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog.  Á Reyðarfirði var ekki annað hægt en að sjá þetta stóra álver sem þar er búið að reisa þarna í miðju fjalllendinu, þvílík skemmd á fallegu umhverfi.......Devil þetta var frekar mikið sjokk að sjá þetta.  Þegar þessum hring var lokið var haldið á leið til baka og gistum við í suðursveitinni og Hala, bæ Þorbergs Þórðarsonar.  Um kvödið kíktum við að lóninu aftur enda veðrið alveg frábærtCool

Sunnudagurinn var svo tekinn í heimferð, stoppuðum við Svínafellsjökul og gegnum þar upp að honum svo á fleiri stöðum á leiðinni.  Á Klaustri borðuðum við á Syrstarkaffi þennan líka góða mat og mæli ég með þessum stað ef þið eigið leið á Klaustur.   og svo  þegar var komið heim var  lagst í sólbað í þessari líka miklu sólTounge

Búin að vera frábær ferðavika og nú tekur við vinna og vinna hjá þeim bræðrum í Merkisteini til að ná sér í nokkrar Evrur fyrir PortugalLoL og svo er að finna smá tíma til að nota tjaldvagninn aðeins áður en sumri tekur að halla.

Ég læt þetta gott heita að ferðlagi mínu um sinn, skelli kannski inn myndum að þessum hræðilegu skemmdum sem hafa átt sér stað þarna.

knús Sædís umhverfissinni


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband