Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 20:33
Vilji kjósenda.....
Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 20:46
Lækkanir í Árborg
Niðurstöða þessarar athugunar verður tilkynnt síðari hluta aprílmánaðar. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir auk þess sem búið er að ákveða að lækka mat í grunn- og leikskólum um 5.5% frá 1. mars sl. Fulltrúi VG í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs hefur talað fyrir gjaldfrjálsum leikskóla og má segja að þetta sé fyrsta skrefið í þá áttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 23:09
Furðulegur dómur
Ja hérna hér, ekki er öll vitleysan eins. Hvað er þessi dómari að hugsa? Eða hugsar hann yfir höfuð. Þarna er ákært fyrir ákveðið brot skv. 209. gr. hegingarlaga. En að mati dómsins er óumdeilt að háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi komnunnar en til þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir brot á 209. grein almennra hegningarlaga, eins og ákært var fyrir, þurfi háttsemin að vera lostug af hans hálfu og veita honum einhverja kynferðislega fullnægju. Ekkert bendi til þess að svo hafi verið í þessu tilfelli. Var maðurinn því sýknaður af ákærunni.
Maðurinn er sýknaður, er þetta ekki nógu sjúklegt að taka mynd af konunni óforspurðri og þar sem hún veit ekki af því að það er verið að taka af henni mynd nakinni. Hvað með eignarrétt konunnar yfir hennar líkama? Enn og aftur brýtur ísl.réttarkerfi á kynfrelsi.
Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2007 | 16:58
Hvernig ölum við upp börnin okkar?
Þessi spurning er mér ansi hugleikin. Ég á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu. Frá fæðingu hef ég verið föst í þessum stöðluðu kynjaímyndum t.d varðandi klæðaburð, sem einhvern veginn hafa náð fótfestu í þjóðfélaginu. Ég byrjaði á að kaupa blátt og "strákaliti" á strákana og bleikt og "stelpuliti" á stelpuna. Ég lenti í því í haust þegar ég var að kaupa úlpu á stelpuna að ég vildi að hún fengi rauða eða bleika úlpu en hún vildi bláa úlpu. Þarna stóð ég í stappi við 5 ára dóttur mína um liti, ég fattaði skyndilega hvað ég var að gera og ákvað að leyfa henni að fá þann lit sem hún valdi. Þarna áttaði ég mig á því hvað maður getur verið fastur í þessari litahugmyndafræði. Varðandi dót og leikföng fyrir börn þá var það þannig að þegar krakkarnir voru litlir þá fengu stákarnir bíla og slíkt dót og stelpan fékk dúkkur og þess háttar leikföng og reyndar pleymó líka. Ég held þetta sé rosa algengt og eigi langt í land með að lagst.
ÉG er jafnréttissinni að líf og sál og vill jafnrétti ofar öllu, þá á ég við launajafnrétti, jafnrétti til náms, til atvinnuþátttöku beggja kynja og jafnrétti til að ala upp börnin okkar. Síðast en ekki síst vil ég afnema þann mismun sem kominn er upp í þjóðfélaginu á hinum ýmsu stöðum.
Áðan rétti ég 13 ára syni mínum kúst og bað hann um að sópa forstofuna hjá okkur, hann horfði á mig stórum augum og sagði blákalt: ,,Það eru bara konur sem eiga að sópa" Þetta sló mig því ég hef hingað til talað þannig við syni mína að það sé ekki til nein sérstök kvennaverk eða nein sérstök karlaverk. Alið þá upp í að þeir eigi þegar þeir fara að búa og líka hér á þeirra heimili að taka jafn mikinn þátt í öllum heimilisstörfum. Mér er því spurn, hvaðan fá börn þessar hugmyndir um að það sé "kvennaverk" að sópa og halda húsinu hreinu. Eru þetta skilaboð frá umhverfinu? Eða hvað? Gaman væri að heyra hvað þið lesara góðir segði um þetta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2007 | 19:52
Stendur aldrei á hækkunum
Olís hækkar verð á eldsneyti um 2 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 19:47
Það vorar að sjálfsögðu snemma á Eyarbakka.
Félagi minn hann Jóhann Óli hefur að sjálfsögðu fundið vorið í okkar yndislegu fjöru hér á Eyrarbakka. Lóan hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds fuglum. Ég tel fugladýrðina hér einn af mörgum kostum við Eyrarbakka.
Ég lít á þetta sem tákn frá æðri mætti, tákn um grænt og fagurt vor. VG vor
Lóa í fjörunni á Eyrarbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 17:00
Rok og rigning
Er hægt að hugsa sér fúlla veður Ég ætlaði til Vestmannaeyja í dag til að fara á hippahátíð þar. Búin að hlakka til síðan ég fór í fyrra. Oh nei, viti menn veðrið er búið að vera með ólíkindum. Seinni ferð Herjólfs felld niður. Ohh frekar fúlt og leiðinlegt. Þannig að ég hef bara leyft mér að vera fúl og örg í dag, þótt það bæti nú ekki neitt. En þetta segir okkur samt það að það verður að koma samgöngum til Vestmannaeyja í betra lag. Flugferðir falla mjög oft niður og upp á síðkastið hafa ferðir Herjólfs fallið frekar oft niður. En þið vinir mínir í Eyjum verðið bara að skemmta ykkur fyrir mig líka, ég kem þá bara að ári
Langar í lokin að koma hér að smá spakmælum til að létta mér og öðrum lund í þessu veðri
Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast,
að þú ert ekki bundinn við að fara yfir götuna sem þú valdir.
Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.
Stig Dagerman
Veröldin er full af undrum, en vér erum svo vön þeim,
að vér köllum þá hversdagslega hluti.
H. C. Andersen
Í byrði lífsins eru það ekki alltaf steinarnir sem þyngja mest,
heldur visnað gras og gulnað lauf.
Veikko Koskiniemi
Það þarf tvo til að segja sannleikann - annan til að tala, hinn til að hlusta
Eigið góða helgi
knús knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 12:12
VG enn á uppleið
VG áfram í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2007 | 23:47
Barnalán
Já við eigum sannkölluðu barnaláni að fagna við Íslendingar. Ég er greinilega samt yfir meðaltali því ég á 3 börn Ekki slæmt það. Samt alltaf gaman að sjá þessar tölur um meðalfjölda barna á konur eins og þetta 2,07 börn.
En ég er samt á því að það þurfi að gera betur við barnafjölskyldur í landinu. Barnabætur hafa lækkað töluvert á síðustu 10 árum. Láglaunafólk hefur ekki sama færi á að veita börnum sínum sama munað og hálaunafólk. það er þetta misrétti sem ber að afnema. Það verður að búa þannig í haginn fyrir fjölskyldur að öll börn sitji við sama borð hvað varðar tónlistarnám, íþróttaiðkun og aðrar tómstundir, tannlækningar og margt fleira er viðkemur heilbrigði og hollustu. Fátækt verður að útrýma þvi við getum ekki látið það líðast í landi sem telst vera vel stætt þjóðfélag að fleiri tugir barna búi við fátækt. Aðgerða er þörf og brýnt að taka á þessu nú þegar. Það er tækifæri núna 12. maí þegar gengið verður til kosninga. Með því að kjósa VG gefum við íslensku þjóðinni tækifæri, tækifæri til að útrýma misrétti, tækifæri til að koma á jafnrétti og velferð.
Íslendingar næstfrjósamasta Evrópuþjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2007 | 18:55
Eftirlit á netinu
Um 30-40% ábendinga barnaklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)