8.3.2008 | 19:19
Laugardagur....
Það var frekar erfitt í gær að kveðja nemendur og starfsfólk BES, en nú eru nýjir tímar framundan og spennandi tímar.
Það er einhver fiðringur í mér í dag, laugardagur, bjart og fagurt úti og ég í einhverju stemningsstuði, væri til í að fara og dansa ærlega og komast í stuð. Núna sit ég við tölvuna og hlusta á frábært lag sem kemur mér alltaf í gott skap og stuð, lag með Brian Johnson og heitir taste and see, alveg þvílíkt stuðlag sem ekki annað er hægt en að hoppa og dansa þegar maður hlustar á það http://www.youtube.com/watch?v=s5yrIQNko30 Kannski maður ætti að nota þessa orku í að fara og þrífa aðeins eða taka bílinn i gegn Samt er ég búin að komast að því að ég er ekki þessi bílasnyrtipinni, það sem á það til að fara inn í bílinn kemur ekkert alltaf strax þaðan út aftur nema þá bara ég og börnin mín Þannig að ef einhver bráðþráir að komast í að taka til í bíl þá er það í boði hérna
Annars vorum við í afmæli áðan hjá snúðnum honum Gísla Rúnari og þar var tekið vel á því í tertum og öðru góðgæti sem þórdís og Gísli höfðu snarað fram og þar smakkaði ég þessa frábærlega góðu frönsku súkkulaði tertu vá hvað hún var góð
Jæja best að fara að gera eitthvað vitrænt á heimilinu og bíða og sjá hvað kvöldið ber í skauti sér
knus og kram
Sædís
Athugasemdir
Hæ hæ skvís ;)
Gangi þér vel í nýju vinnuni ;)
Hvað er að frétta af ykkur Ingibjörgu eitthvað farnar að pæla í hitting ??
Kv Elín
Elín Birna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:28
Takk Elín ég var einmitt að hugsa þetta í dag, þurfum að fara að koma okkur í gang
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.3.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.