Hræðilegur sjúkdómur

Það er líkt og segir í fréttinni að þá er þetta hættulegur sjúkdómur.  Þessi sjúkdómur er af sama meiði og alkahólsimi.  Hér á landi höfum við OA samtökin sem eru samtök þeirra sem eiga við þennan sjúkdóm að etja.  OA samtökin byggjast á 12 spora kerfi aa samtakana og hafa bjargað fjölda manns.  Þessi sjúkdómur er andlegt mein og hefur gríðarlega mikil áhrif á líf fólks hvort sem er andlega eða líkamlega.  Átröskun spyr ekki frekar en alkahólismi um aldur, kyn eða stöðu og getur hver sem er svo til lent í að fá þessa sjúkdóma. 

Það er því frábært að fá hingað þennan fyrirlesara, því það er aldrei of mikið gert til að hjálpa fólki að leita sér hjálpar.  Ég tel að þessi sjúkdómur sé enn "tabú" hjá mörgum og margir sem telja það "aumingjaskap" að fólk geti ekki hamið átfíkn sína eða lotugræðgi. Þess vegna er mikilvægt að opna þessa umræðu, hvetja fólk sem á við þessa fíkn að stríða og vill losna, hvetja það til að leita sér aðstoðar þá meðal annars í OA, á vefsíðu OA samtakana www.oa.is er að finna lesefni, fundarskrá og fl.  Þetta er sjúkdómur sem hefur og getur dregið fólk til dauða.  Anorexiu sjúklingar og búlomiu sjúklingar eiga líka fullt erindi á þessa fundi.


mbl.is Átröskun yfirbuguð eins og fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Helgarkveðja  

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Linda

Mikið rétt hjá þér og ég er 100% sammála þér

Linda, 9.3.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband