Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2008 | 23:59
Þrumur og eldingar
Það var svo sannarlega upplýstur himinninn i kvöld. Skemmtilegt og fallegt að fylgjast með þessum glæringum út um gluggann.
Krafturinn sem býr í þessum eldingum og þrumum er mikill. Veðrið er enn frekar ofsafengið og gerir það að verkum að mörg plön breytast. Ég ætlaði að eyða helginni í bústað með krökkunum mínum í slökun og heitum potti en máttur veðursins þá Guðs er meiri en máttur okkar mannanna og því varð ég að lúffa og fá að færa ferðina þar til síðar. Sem reyndar var mjög gott því mér sýnist mér hafa verið ætlað annað hlutverk þessa helgi en að liggja í heitum potti í kennarabústað á Flúðum. Þannig að ég er bara nokkuð sátt við þetta Ég fór í smá bíltúr niður að "bryggju" fyrr í kvöld til að sjá hvort það væri nokkuð farið að flæða yfir garðana en það var ekki komið svo langt en hver veit hvað gerist síðar í nótt.
Björgunarsveitarmenn eru enn að vinna mikla vinnu og eru alltaf jafn skjótir og duglegir að sinna útköllum. Það hefur mætt mikið á þessum óeigingjörnu mönnum síðustu mánuði, desember var eins og flestir muna erfiður veðurfarslega og mikið um útköll þá þannig að þetta er búið að vera mjög mikið sl. mánuði. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið.
![]() |
Björgunarsveitarmenn á Selfossi hafa staðið í ströngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 20:42
Flottastir...
Þeir eiga þetta svo sannarlega skilið
Bara langflottastir....
![]() |
Tvöfalt hjá Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.2.2008 | 18:12
Upp er runninn öskudagur....
...ákaflega skýr og fagur. Einn með poka ekki ragur. Úti vappar heims um ból. Góðan daginn og gleðileg jól
Já hann var afar skýr og fagur þessi öskudagur í dag. Veðrið var alveg frábært og langði mig bara að fara í göngu upp á fjall eða út í skóg. Það var voða gaman i vinnunni, krakkarnir komu í hinum ýmsustu búningum og við fórum og slógum köttinn úr tunninni, dönsuðum og fl.
Ég skellti mér í hippajúniform frá hippahátiðinni í Eyjum í hitteðfyrra, nennti ekki í Silvíu búninginn. Það komu samt upp ljúfar minningar í dag frá þeim tíma, bæði Silvíu búningnum og hippahátíðinni. Það var eitthvað svo mikið að gerast á þessum tíma. Breyttir tímar núna en góðir samt sem áður
Jæja nú er að skella sér á fund og svo mtarboð og svo annan fund og svo ætlum við systur að funda um ferðamál sumarsins
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2008 | 23:33
Mikilvægt að vel til takist
Það er mikilvægt að mínu mati að vel til takist í kjarasamningum sem verið er að gera og vinna að þessa dagana og vikurnar. Á næstunni verða enn fleiri samningar lausir og fram á vor eru fleiri og fleiri samningar að losna.
Launamismunur í þjóðfélaginu er orðinn sorglega mikill. Vissulega er ánægjulegt að margir eru að fá góð laun fyrir sína vinnu. En þegar lægstu launin rétt skríða yfir 100.þús þá er eitthvað mikið að. Einnig eru meðallaun lika að dragast aftur úr. Það að vera með rúm 200.000 á mánuði fyrir skatta teljast líklega ekki há laun. Það er leitt að ríkisvaldið skuli ekki hafa viljað koma að þessum málum með einhverjum hætti.
Lágmarkslaun verða að hækka talsvert.
![]() |
Kjaraviðræðum miðar hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 22:50
Æ Æ Æ

![]() |
Annað tap á Möltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 22:32
Hversu sjálfhverfir geta sumir menn verið.....
.... já það á ekki af einni vinkonu minni að ganga. Hún eins og svo margar konur í okkar sporum hefur ekki verið sú heppnasta í ástarlífinu. Hún var nú samt búin að eiga koddafélaga eða vin ( eftir því hvað ber að kalla þetta sambandsleysi þeirra) í þrjú ár eða um það bil. Hún bjó í sínu húsi með sínum tveimur sonum, myndarleg kona sem á allt það besta skilið og fékk að heyra það hjá okkur vinkonunum að hún ætti nú að losa sig við þennan "kærasta" þar sem að hann var ekki mikið að hugsa um hennar hagi, heldur frekar að okkar mati að hugsa um sig sjálfan
. Nóg um það, ekki hlustaði hún á ráð okkar vinkvennana en aðstæður breyttust samt þannig að hún sleit þessu "sambandi" okkur og henni síðar til mikils léttis. Núna nýlega sagði hún mér frá því að þessi svo kallaði kærasti hafi farið fram á að hún greiddi bensínkostnað með honum þar sem hann þurfti að keyra rúma 30 km fram og til baka til að koma til hennar í heimsókn. Ég átti ekki til orð
, hvar er stolt sumra manna. Þarna er maður um 40 ára að koma að heimsækja vinkonu, kærustu sína eða hvað sem ber að kalla þetta. Honum fannst of mikils til þess ætlast að hann yrði einn að standa undir kostnaði við að koma sér á milli staða. Ekki var hann samt að bjóða henni að heimsækja sig, líklega þar sem hann bjó í foreldrahúsum og hafði því ekki aðstöðu til að bjóða dömunni "sinni" heim. Úff segi ég bara, hvað er eiginlega að verða um menn í dag
En ég er voða stolt af þessari vinkonu minni í dag þvi hún hefur svo sannarlega staðið sig vel í því sem hún er að taka sér fyrir hendur, ein og óstudd með sín börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 21:38
Bolludagur...
Úff það er ekki vænlegur dagur í dag í öllu þessu bolluáti ég hugsa að ég líti ekkert á vigtina í dag... á morgun er svo sprengidagur og þá treður maður í sig saltketi og baunum eins og maður fái borgað fyrir það
Þannig að á miðvikudaginn er best að taka á því á ný og hefja föstu bara. Reyndar er furðufatadagur í skólanum þá, kannski maður taki bara fram Silvíu Nætur búninginn á ný eða hippajúníformið frá því á hippahátíðinni hér um árið
Annars er ég veik þessa dagana að skoða sólarlandsferðir fyrir sumarið Kannski best að fara að finna sér betur launaðari vinnu svo maður hafi efni á að gera eitthvað skemmtilegt.
Stjörnuspáin er ansi skondin í dag: Vertu varkár þegar þú segir að eitthvað muni aldrei gerast. Í dag gerast hlutinir sem vanalega gerast aldrei. Einstæðir finna ástina með því að leyfa henni að koma. Já svona hljómar krabbinn í dag. Já hver veit nema maður leyfi ástinni bara að koma, það er bara að finna hana fyrst ekki satt En ég hef fulla trú á að það gerist fljótt. Jamm ég er þess fullviss að allt sé á uppleið hjá mér, hvort sem það er tekjulega (veraldlega) tilfinnignalega og líkamlega, finn það bara
Já það er best að vera jákvæður og fullviss að Hann muni fyrir mér sjá
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2008 | 23:11
Pressan, lokaþáttur
Snökt snökt, það var lokaþátturinn af Pressunni í kvöld, ég er nú svolítið döpur yfir því að þessir frábæru þættir séu búinir, gaman reyndar að sjá endirinn. Ég var voða glöð að sjá Láru og Halldór ná saman, passa svo vel saman eitthvað. Finnst Halldór alveg rosa sætur ( humm hvaða leikari er þetta annars) En endirinn kom smá á óvart.
Gaman að sjá hveru íslensk þáttagerð er að blómstra, það eru margir góðir þættir búnir að vera s.s. næturvaktin og pressan. Haldið endilega áfram þessari framleiðslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2008 | 20:28
Réttur til að starfa í heilsusamlegra umhverfi....
... og réttur fyrir fólk sem fer út að fá að losna við að vera í heilsuspillandi umhverfi. Það er mikill munur eftir að reykingabannið kom á, að nú getur fólk farið á skemmtistaði, kaffihús og fleiri staði og dregið að sér andann án þess að fylla lungun að reyk. Einnig er ég mjög ánægð fyrir hönd starfsfólks sem þarna vinnur að geta starfað í umhverfi sem ekki er fullt af sígarettureyk.
Gulli fær prik fyrir þetta.
![]() |
Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2008 | 00:52
Reykjavíkurferð og hugarflug...



Annars var ég í bænum sl. daga, var í innilotu í KHÍ í framhaldsnáminu mínu, þessi kúrs lofar svo sannarlega góðu. Eftir kennslu í gær fór ég með Elinu og Beggu á fund og fór svo á kristilegt kaffihús niðri í bæ á eftir og þetta er líklegasta ódýrasta kaffihúsið í bænum. Svo í dag eftir kennslu fór ég með frumburðinn í kringluna ásamt Brynhildi og pabba hans að skoða FERMINGARFÖT
Jamm belive it or NOT.....ég er að fara að ferma núna í vor (byrjaði bara svo ung að eiga börn), eða kannski er betra að segja: við erum að fara að ferma því það er ekki séns að maður geti staðið í þessu einn
Það er ekki bara nóg að segja "já ég vil fermast- amen" heldur þarf að kaupa hitt og þetta og þetta er sko ekki gefins. Oh nei, ég á mínum kennaralaunum gæti ekki boðið stráksa mikið af veraldlegu í fermingunni ein og óstudd og í dag var uniformið keypt á stráksa og hvað gæinn var flottur, ohh það voru svo stolt mamma og pabbi og stjúpa sem voru að leyfa honum að velja föt (reyndar smá inngrip, en ekki svo mikið
maður er jú mamman og ber að hafa skoðun á fatavali) Fórum með hann í 17 þar sem úrvalið er víst mest segja þeir. Strákurinn sem var að aðstoða okkur, sjálfur rétt ný fermdur líklega og með buxurnar á hælunum var samt voða næs og almennilegur og snérist í kringum okkur
og var ekki lengi að snara fram flottu setti af jakkafötum, skyrtu, bindi og skóm. Voila og stráksi ready. Við stóðum þarna 3 og dáðumst að drengnum
Samt er þetta voða skrýtið því það er svo stutt síðan að ég fermdist sjálf, er einmitt með mín fermingarföt í skápnum mínum, þannig að það er spurning að vera bara í þeim
Hvít pilsdragt, skærgræn skyrta með hjúts axlarpúðum í
kannski smá of litið en hva, það má troða sér. En Þetta verður bara gaman. ÉG elska að undirbúa veislur eins og sumir vita kannski.
Ég skellti mér á samkomu hjá samhjálp í kvöld eins og ég var búin að segja á öðrum stað á blogginu, en Samhjálp er 35 ára í dag, til hamingju með það. Frábær samkoma
Jæja best að fara að sofa þvi á morgun er vinna, matarklúbbur, bootcamp, fimleikar hjá prinsessunni, kynningarfundur á kjarasamningagerð FG, pizzakvöld og kannski fundur. Góður dagur á morgun í Jesú nafni
knús og Guð blessi ykkur og enn og aftur góða nótt ( maður á greinlega erfitt´með að ná sér niður eftir svona góða daga og í þessum kulda líka
Luv Sædís flækjufótur.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)