Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig er hægt að vera svona góðir:)

Ég bara spyr, er nokkuð annað lið í Evrópu sem hefur úr að spila eins góðum flokki frábærra leikmannaCool  
mbl.is Man. Utd lék Newcastle grátt, 5:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision

Ég er enn í sárum að Sivlía Nótt komst ekki áfram og hef ekki horft á Eurovision síðan.   Þannig að ég get ekkert sagt til um þessi lög í kvöld eða þessi lög sem voru spiluð í allan vetur....
mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ei ekki í þinni stærð....

Hafa ekki einhverjir fengið þetta framan í sig???  Ég lenti í þessu fyrir einu og hálfu ári síðan og þá 16 kílóum stærriWhistling  Ég fór inn í eina ónefnda búð í Kjarnanum á Selfossi, mig vantaði pils (vantaði og ekki vantaði, getur maður ekki alltaf bætt í fataskápinn) ég var frekar svona ekki mikið tilhöfð, enda búin að vera að undirbúa veislu allan daginn.  Ég gekk um búðina og var að skoða á rekkana, sú sem var að afgreiða var frekar upptekin við að vera í tölvunni og spjalla við einhverja vinkonu sína sem var að máta föt þarna lika.  Ég næ loks athygli og spyr hana hvort hún eigi pils.  Hún svara strax bara nei engin pils og heldur áfram í tölvunni.  Ég læt ekki segjast og gái sjálf og finn loks eitt. Ég bendi henni á það að það séu til pils.  Hún lítur á mig stórum augum og segir blákalt framan í mig: " nei sko ekki nein í þinni stærðShocking"  Þar sem ég var lika komin þarna með bol og eitthvað fl. ákvað ég að máta pilsið ásamt hinu og viti menn það passaðiCool  En þegar ég er inni í klefanum fer ég að hugsa um hvers konar framkoma þetta sé, hugsa sem svo að ég ætli nú ekki að versla í þessari búð með svona þjónstu og framkomu.  Þegar ég kem fram segir stelpan svona hálfkæringslega: "Hvernig passaði þetta svo"  Ég sagði henni að þetta hefði passað en ég hefði ekki áhuga á að versla hjá henni þar sem hún væri frekar dónaleg við viðskiptavininn, það væri ekki sama hvernig hann væri greinilega.  Ég hef nefnilega líka komið inn í þessa búð nýlega, uppstríluð á leið í veislu og þá 16 kílóum minni og þá var viðhorfið allt annað, það var komið strax til mín og mér boðið aðstoð og hvað mig vantaði og hvað eina.  ÉG hef reyndar komið inn í þessa búð eftir þetta og verslað því þarna eru margar góðar vörur og frábært glingur á boðstólnum.

Svona viðhorf hjá starfsfólki verslana er mjög leiðinlegt, að kona/maður geti ekki komið inn í búð án þess að vera voða uppstríluð til að fá aðstoð.  Við erum ekki öll eins en öll eigum við rétt á að fá góða þjónustu, alveg sama í hvaða formi hún er.


Góðar ályktanir

Verst að hafa legið í flensu um helgina og misst af greinilega mjög góðum flokksráðsfundi VG um helgina, það er lítið við því að gera en það gleður mig að sjá hversu góðar ályktanir fundurinn hefur sent frá sér.  Tek undir þær heilshugar.
mbl.is Landsmenn hrindi atlögu að almannaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að eiga sér stað.

Það er hræðilegt til þess að hugsa að hér á okkar landi, þar sem við teljum okkur með ríkustu þjóð í heimi og ráðamenn vilja ekki viðurkenna það að það sé til fátætk á Íslandi, að hér skulu 111 manns búa á götunni.  Grandaleysi stjórnvalda er til skammar og að það skuli vera bitbein, hver á að sjá um hvað er bara fáranlegt.  Það þarf að huga að þessu fólki sem á hvergi í hús að vernda.

Ýmis samtök hafa upp á sitt einsdæmi tekið að sér að hugsa um útigangsfólk s.s. hjálpræðisherinn, Samhjálp og fl.  Það er mjög gott og gilt en stjórnvöld verða að axla sína ábyrgð í þessum málum.  Það er ekki hægt að stinga hausnum í sandinn og segja að hér sé ekki fátækt.  Mikill hópur af þessu fólki er geðsjúkt og þar af leiðandi oft hættulegt sér sjálfum og öðrum.

Það er brýn þörf á að bretta upp ermarnar og taka á þessum málum strax.


mbl.is 111 manns á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli og ömmuhlutverk

Frumburðurinn er 14 ára í dagWizard Til hamingju með daginn kallinn minn. Samt finnst mér þetta rosa skrýtið og alls ekki eins og það séu heil 14 ár síðan að hann fæddist.

Annars er frábært verkefni í skólanum hjá honum þessa helgi.  Þau eru með "börn" að gæta um helgina.  Þetta er forvarnarverkefni sem hefur verið í mörgum skólum á unglingastigi.  Svo kallað "Hugsað um barn" verkefni.  Hann kom heim í gær með "barn" sem er instllað á þann hátt að það vaknar reglulega og þarf þá á ummönnun að halda, ýmist fá að drekka, fá nýja bleyju eða huggun.  Frábært verkefni og ég er alveg heilluð af þessu.  Reyndar var frekar lítið sofið í nótt þar sem að "ömmubarnið" vaknaði reglulega og grét eins og alvöru barn.  Í gær var síðan fundur fyrir foreldra barna í 8. 9.og 10. bekk þar sem var rætt um forvarnir hvað varðar áfengisdrykkju, fíkniefnanotkun, reykingar og kynlíf unglinga.  Þetta var virkilega áhugaverður fyrirlestur og vakti mann til umhugsunar um marga þætti.  Til dæmis kom þarna fram að um 500 stúlkur á aldrinum 14 til 19 ára verða þungaðar á ári hverju og af þeim fara um það bil 150 í fóstureyðingu (held ég sé að muna réttar tölur) Á heimasíðu ÓB ráðgjafar er að finna upplýsingar um þetta verkefni.   Hér er grein um þetta verkefni sem birtist í skólavörðunni http://www.obradgjof.is/pdf/skolavardan.pdf

En þess ber að gæta að unglingurinn minn stóð sig afar vel í nótt, var samt afar þreyttur


Holiday

jude laxHorfði á sígilda mynd í gær á stöð tvö bíó, Holyday með Cameron Diaz, Kate Winslet, Jack Black og Jude Law.  Þetta er mynd sem ég get einhverra hluta vegna horft á aftur og aftur.  Innihaldið er kannski ekki djúpt, heldur er um tvær konur sem búa í Englandi og USA.  Báðar eiga það sameiginlegt að hafa verið sviknar af mönnum og eru því í ástarsorg.  Þær hafa vistaskipti á húsnæði og kynnast þar síðan frábærum mönnum sem kannski afsanna það að allir menn séu aular og fífl.   Jude Law er einstaklega flottur í þessari mynd, Jack Black er alltaf skemmtilegur leikari og gaman að horfa á myndir með honum.  Mér finnst alltaf gaman að myndum með Cameron Diaz.

Fín afþreyging í flensu og kvefi að horfa á. Ég ætlaði ekkert að særa karlkynslesendur þessa bloggs með því að segja að menn væru allir aular, því margir hverjir eru jú bestu skinn og yndælis nágungarCool 


Frítt fyrir alla í strætó í Árborg

Í janúarmánuði hófust almenningssamgöngur innan Árborgar, meirihluti V, S og B lista í bæjarstjórn ákváðu að hafa frítt í strætó fyrir alla.  Mjög flott framtak hjá meirihlutanum í Árborg.


mbl.is Óljóst hvenær börn fá frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ ekki aftur snjór....

Oh það var frekar gremjulegt að koma út af þessum frábæra fundi hjá Vg í Árborg í kvöld með Þeim Steingrími J. Sigfússyni og Atla Gíslasyni og bara allt komið á kaf aftur, bíllinn eitt snjólagCrying Mín í morgun vaknaði og sá þetta ljómandi góða veður úti, lá við að það væri bara vorveður.  Skellti sér í leggings og pinnaskó og berfætt í þokkabót.  Þannig leið dagurinn, mín bara í vorhugleiðingum, farin að huga að vorverkunum í hausnum og bara allt í góðu.

En nei Adam var ekki lengi í paradís, bara kominn snjór og hálka á ný og ég búin að skila jeppanum  komin á minn eðalvagn á sínum "heilsárs" dekkjum (kannski voru þau einhvern tímann heilsárs) og berfætt á pinnahælum í þokkabót vaðandi snjóinnShocking  Ekki tók nú betra við þegar ég loks komst inn í bílinn, bíllinn ákvað að láta lítið sem ekkert af stjórn, sveigði og beygði allt annað en ég vildi láta hann faraGetLost og svo í beygju einni á heimleiðinni tók hann fullkomið vald yfir mér og bara BANGFootinMouth mín bara í tómu tjóni og klessti á.  Þá kom sér nú vel að hafa verið í belti því það hélt mér í högginuSmile En sem betur fer meiddist enginn og ég skemmdi ekkert, á reyndar eftir að skoða betur bílinn hjá mér

En fundurinn var rosa góður Atli og Steingrímur voru báðir með góðar umfjallanir um það sem er að gerast í stjórnmálum almennt í dag.  Flottar umræður spunnust og fyrirspurnir á eftir.  Frábær fundur og góð mæting.

jæja best að fara að sofa og reyna að ná úr sér pestinni

Sweet dreams og Guð blessi ykkur


Nauðgunarákvæði verndar ekki kynfrelsi

atliAtli Gíslason þingmaður Vg í Suðurkjördæmi hefur lagt fyrir á alþingi frumvarp til breytinga á lögum um nauðgun.  Þetta er virkilega þörf og góð  breytingatillaga hjá honum.  Sjá hér: 

Í lögum um nauðgun er allt of mikil áhersla á verknaðarlýsinguna, hvernig nauðgun er framin, í stað þess að líta á glæpinn í heild sinni og refsa fyrir hann.“ Segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna sem í um þessar mundir leggur fram frumvarp til breytinga á lögum um nauðgun. Tillaga Atla er einföld;

„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“

Með frumvarpinu er lagt til að gamla klausan falli út en í henni er tilgreint að ofbeldi, hótanir eða annars konar ólögmæt nauðung sé skilyrði þess að um nauðgun sé að ræða. Atli vill meina að lögin endurspegli ekki þá þekkingu á nauðgunum sem við höfum í dag. „Við vitum að andlegir áverkar eru alvarlegustu afleiðingar nauðgana og eru þeir sterkasta sönnun þess að nauðgun hafi verið framin. Samkvæmt núgildandi nauðgunarákvæði er hins vegar einblínt á verknaðaraðferðina og sönnunarstaðan erfið eins og fjöldi niðurfellinga á kærum og sýknudómar bera með sér. Það er ljóst að réttarvörslukerfið hér á landi bregst konum sem verða fyrir ofbeldi og ef við getum einhvern veginn breytt lögunum til að leiðrétta það að þá ber okkur skylda til að breyta þeim. Ég skoðaði þessi mál vel þegar ég starfaði sem lögmaður og hef áður bent á tvískinnunginn í því að það er refsivert að rjúfa bréfleynd eða húsfrið nema samþykki liggi fyrir en þegar kemur að broti gegn kynfrelsi skiptir verknaðaraðferðin meira máli en samþykki. Ég vil meina að núverandi löggjöf um nauðgun standist ekki mannréttindarákvæði um friðhelgi einkalífs og það er að sjálfsögðu alvarlegt mál.“ Segir Atli. (www.vg.is)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband