Afmæli og ömmuhlutverk

Frumburðurinn er 14 ára í dagWizard Til hamingju með daginn kallinn minn. Samt finnst mér þetta rosa skrýtið og alls ekki eins og það séu heil 14 ár síðan að hann fæddist.

Annars er frábært verkefni í skólanum hjá honum þessa helgi.  Þau eru með "börn" að gæta um helgina.  Þetta er forvarnarverkefni sem hefur verið í mörgum skólum á unglingastigi.  Svo kallað "Hugsað um barn" verkefni.  Hann kom heim í gær með "barn" sem er instllað á þann hátt að það vaknar reglulega og þarf þá á ummönnun að halda, ýmist fá að drekka, fá nýja bleyju eða huggun.  Frábært verkefni og ég er alveg heilluð af þessu.  Reyndar var frekar lítið sofið í nótt þar sem að "ömmubarnið" vaknaði reglulega og grét eins og alvöru barn.  Í gær var síðan fundur fyrir foreldra barna í 8. 9.og 10. bekk þar sem var rætt um forvarnir hvað varðar áfengisdrykkju, fíkniefnanotkun, reykingar og kynlíf unglinga.  Þetta var virkilega áhugaverður fyrirlestur og vakti mann til umhugsunar um marga þætti.  Til dæmis kom þarna fram að um 500 stúlkur á aldrinum 14 til 19 ára verða þungaðar á ári hverju og af þeim fara um það bil 150 í fóstureyðingu (held ég sé að muna réttar tölur) Á heimasíðu ÓB ráðgjafar er að finna upplýsingar um þetta verkefni.   Hér er grein um þetta verkefni sem birtist í skólavörðunni http://www.obradgjof.is/pdf/skolavardan.pdf

En þess ber að gæta að unglingurinn minn stóð sig afar vel í nótt, var samt afar þreyttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband