Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hræðilegur harmleikur

Þetta er hræðilegt mál og maður fær alveg gæsahúð og tárast við þessar fréttir. Ég fyllist sorg og reiði við að hugsa um þetta mál.   Hvað er að verða um fólk hér á landi?  Ég votta aðstandendenum samúð mína.  Bið Guð um að veita þeim styrk í sorginni.

Annað sem rennur í gegnum huga manns við þennan atburð, en það er að það eru mjög margar konur sem búa við ótta og ógn fyrrum eða núverandi sambýlis/eiginmanna sinna, þora jafnvel ekki að skilja við þá að ótta við eitthvað slíkt.  Ótta við ógn og hótanir oft á tíðum. 


mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngumál- mannréttindi

Göng eða ekki göng.  Samkvæmt þessari skýrslu munu göng vera mikið kostnaðarsöm og því líklega sett á hilluna í bili eða svo.  Samt er það nú svo að Vestmannaeyjar tilheyra landinu og eiga því rétt á mannsæmandi samgöngum á milli lands og Eyja og á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þjónustuna nota.  Verði ekki farið í jarðgangavinnu, sem ég er kannski ekkert endilega á,  verður að fjölga ferðum Herjólfs og fjölga ferðum á flugi.  Vissulega er þetta aukinn kostnaður og sá kostnaður á ekki að lenda á Eyjamönnum endilga, heldur verður ríkisstjórnin að setja meira fjármagn í þennan samgöngulið, Bakkafjara er þá næsta mál á dagskrá og er því mikilvægt að flýta þeirri framkvæmd.   Það er liður í jafnrétti í búsetu að eiga jafnan kost á að komast á milli staða.
mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlist og lestur

Skondið hvernig sum lög geta heltekið mann.  Fyrra vor þegar ég var á hippahátíðinni,  var Heiðrún vinkona alltaf að spila RockStar Inxx diskinn, það er sem sagt rock star á undan Magna rock starinu.    Á þessum disk hjá henni var Nirvana lagið Men who solved the world sem einhver söngkons syngur í þeirri keppni. Ég varð þetta litla heilluð af laginu og reyndar Adda frænka líka, Heiðrún var svo næs og skrifaði diskinn fyrir okkur og sendi.  Þetta lag er búið að vera fast í græjunum hjá mér síðan, í rúmlega eitt árWhistling Strákarnir mínir eru orðinir smá þreyttir á þessu lagi, vilja frekar heyra það með Curt sjálfum.  Þeir sem hafa komið í teiti til mín hafa fengið að hlusta á það heilt kvöld á repeatShocking.  En núna til dæmi sit ég við tölvuna og hlusta á þetta lag.  Magnað alveg Shocking eða kannski ákveðin... já einmittErrm  Þetta minnir mig samt svoldið á þegar við Elín tókum upp heila kasettu með touch me laginu með Samöntu Fox og hlustuðum á daginn út og inn.

Annars er ég voða slök eitthvað í kvöld, var að vinna í allan dag, er núna að spá hvað ég þurfi að taka með okkur til Portugal Winkog svo bara farin að lesa smá og það gerir manni alltaf voða gottCool

Til umhugsunar í dag

Að hlusta og læra er góð kenning ef við notum hana vel.  Okkur fer ekki verulega fram í hugsun ef við hlustum aðeins á okkar eigið tal.

,,Það er sjúkdómurinn að hlusta ekki..... sem að mér gengur"

(William Shakespeare)

Læt þetta duga að sinni og ætla að ráðast á þvottinnTounge

Knús Sædís


Hva bara aðeins að viðra sprellann

og lofta vel útShocking  kannski svoldið vont að hjóla svona, gæti trúað því.
mbl.is Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá svona styrkjandi

Kannski þau hafi verið eitthvað nervus við að fara út i geiminn, orðið að fá sér einn, tvo sterka til að styrkja taugakerfiðShocking


mbl.is Reglur settar um áfengisneyslu geimfara NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I knew it.........

KrabbiKrabbi: Þú verður beðinn um að skemmta. Ef þú getur ekki galdrað þá upp úr skónum með gáfum þínum, skaltu reyna að ganga fram af þeim. Þú ert heillandi á hvorn mátann sem er.

Sko það er ekki amalegt að fá svona spá Cool


Dagurinn í dag

Dagurinn í dag getur orðið sá besti í lífi þínu ef þú notar hann réttSmile

Þessi fallegu orð heyrði ég einu sinni, og mikið til í því.  ÉG ákvað aldrei þessu vant að reyna að byrja daginn í prógramminu, las smá og í góðu bókinni minni um 27. ágúst var ansi gott og endar á góðum spakmælum

,,Hvað geta orðin gert mér, nema ég taki mér þau nærri?

Eigið þið góðan dag öll sömul, það ætla ég að gera að minnsta kostiCool

Knús Sædís


Sumarsæla

Já það er svo sannarlega búið að vera gott sumar hér hjá okkur.  Ég á að heita að vera í sumarfríi en er búin að vera að vinna slatta í búðinni hér, sem er bara gaman því maður hittir svo margt fólk þarCool

Annars skellti ég mér i borgarferð í fyrradag eftir vinnu, heimsótti Elínu Katrinu vinkonu, við brugðum okkur á fund í leynifélaginu og svo skelltum við okkur á kaffihús, ekkert smá næsTounge Við sátum síðan eins og unglingsstelpur (erum það nú reyndar smá) og kjöftuðum til klukkan að verða 3.  Daguinn eftir var tekinnn snemma því þegar sveitarstúlka bregður sér í borgina verður að nýta hverja einustu mínútu, fór í kringluna þar sem ég ætlaði t.d að sækja myndir sem ég fór með á diskum um daginn í framköllun. Ég verð að viðurkenna að ég fékk nett sjokk þegar strákurinn sem afgreiddi mig kom með myndirnar, hann ætlaði varla að koma þeim upp á borðið, svo þungur var bunkinnShocking mín hafði bara sett inn slatta af myndum héðan og þaðan af harða drifinu og ekkert athugað að telja þær.  Strákurinn leit á mig og sagði: Já hér eru sem sagt myndirnar og þetta gera xxxx krónurCrying ég fékk vægt taugaáfall og fór að hlæja eins og asni og aulaði út úr mér:  Já mér finnst svoldið gaman að taka myndirWhistling    En myndirnar eru rosa fínar og þess virði að eiga í albúmi, ég er nefnilega þannig að ég vil líka geta flett albúmum til að skoða myndir.

Til að lækna samt mesta sjokkið ákvað ég að fara í eins og eina tvær skóbúðir, svona til að róa mig aðeins niðurTounge Og viti menn haldið þið ekki að ég hafi ekki bara fundið skó sem hentuðu svona agaglega vel á Portúgal og mín varð bara að kaupa þá.  Fór síðan að kaupa sólarvarnir og sólardót fyrir ferðina. Allt á fullu í þeim undirbúningi bæði búin að fara í strípur og kllippingu og svo er að fara í lit og plokkun og kannski bara neglur líka, til að vera svoldið huggleg þarna útiWhistling  Í hádeginu brugðum við Sigrún vinkona okkur saman í mat og fórum að heimsækja föðurbróður minn.  Síðan var kíkt í Smáarlind lítillega og svo brunað á Bakkann þar sem ég átti að mæta í vinnuCool

Frábær sólarhringur þarna og notalegur.

Er að spá í að skella mér núna í hjólatúr eða sund

knús Sædís


Og bauð mér ekki í glas.....

Ja hérna nú er ég  hneiksluð á vini mínum að bjóða mér ekki í glasGasp  Ég hefði nú þegið eins og eitt, tvö beylisglös og smá kampavín.
mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðbæjarumræðan á Selfossi- Árborg

Mikið hefur verið ritað í héraðsblöðin síðustu vikur um miðbæjarskipulag á Selfossi.  Menn fara mikinn og hafa ærumeiðandi orð fallið og vegið hefur verið að heiðri og mannorði bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Árborgar.  Eðlilegt er að menn hafi mismunandi skoðanir á þvi hvernig miðbær á að vera.  Það verður seint sem tæplega 7000 manns koma sér saman um eina skoðun.  Farið var þá leið að vera með samkeppni um miðbæinn.  Fyrri meirihluti þ.e D og B sátu við stjórnvölinn þegar verðlauna tilllagan var valin.  Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og breytingar hafa orðið á meirhlutanum.  Upp hafa komið háar gagnrýnisraddir og fulltrúar þeir sem sátu m.a. í dómnefnd eru núna á móti þeirri tillögu er þeir sjálfir völdu.

Talað hefur verið um blekkingarleik meirihlutans, Jón Hjartarson fulltrúi VG í bæjarstjórn skrifar á sudurland.net eftirfarandi.

1. Sá hluti miðbæjarsvæðis sem nú er auglýstur er í samræmi við aðlaskipulag svæðisins og niðurstöðu úr arkitektasamkeppni sem öllum er kunnugt um.

2. Núverandi aðalskipulag miðbæjargarðsins gerir ráð fyrir þjónustubyggingum og grænum svæðum. Í þessu skipulagi er gert ráð fyrir byggð í garðinum að einhverju marki en aðeins húsnæði undir þjónustu, óskilgreinda.

3. Það er enginn feluleikur með það, að skv. tillögu samkeppninnar þá er gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð í austasta hluta garðsins, eins og allir vita sem kynnt hafa sér hugmyndir samkeppninnar. Þar sem aðalskipulag miðbæjargarðsins gerir ráð fyrir annarskonar byggingum, verður að byrja á því að sækja um leyfi til Skipulagsstofnunar um heimild til að breyta aðalskipulagi garðsins.

4. Fáist leyfi til breytingar á aðalskipulagi garðsins þarf að auglýsa það fyrst.

Eftir að aðalskipulag hefur verið auglýst, farið í gegnum lögbundið athugasemdaferli og loks samþykkt af bæjaryfirvöldum og Skipulagsstofnun, þá fyrst má auglýsa deiliskipulag.

5. Vegna ofangreindra atriða heimilar Skipulagsstofnun ekki að sýndar séu myndir af hugsanlegum byggingum í Garðinum í þessari deiliskipulagasauglýsingu, heldur verði að sýna skýr mörk deiliskipulagssvæðisinssem nú er auglýst og allt utan þess verði óbreytt eins og það er í dag. Leitað var eftir heimild til að sýna fyrirhugaðar byggingar en það fékkst ekki.

6. Undirritaður vísar því algjörlega á bug að hann beiti blekkingum til að knýja fram skipulag sem honum einum hugnast. Óneitanlega læðist að undirrituðum sú hugsun að með þessum ásökunum sé verið að leggjast á sveif með þeim öflum sem vilja núverandi meirihluta feigan og til þess skuli beitt öllum tiltækum ráðum.

Að lokum vill undirritaður taka það skýrt fram að hann telur undirbúning að skipulagi nýs miðbæjar á Selfossi í fullkomnu samræmi við kröfur og áherslur VG í kosningabaráttunni vorið 2006. Krafan um stækkun skipulagssvæðisins og að efnt yrði til samkeppni um skipulag miðbæjar fól í sér, að næðist hún fram myndu menn una niðurstöðu samkeppninnar, enda til hvers að krefjast samkeppni sem ekkert ætti að gera með þegar á hólm væri komið.

Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi.

Ég tel mikilvægt að fram komi og að það sé skýrt að fulltrúi VG i bæjarstjórn hefur unnið að heillindum sín verk, talað opinskátt um það sem hann gerir og hefur ekki verið með neinn blekkingarleik í gangi.

Ég fékk til mín í dag góðan og vel unnin bækling sem Árborg hefur gefið út, fólki til upplýsingar um nýjan miðbæ.  Í þessum bækling kemur fram hvernig miðbærinn mun lita út í framtiðinni. Ég hvet fólk til að kynna sér bæklinginn vel.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband