Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 19:41
Jól í skógkassa
Ég sá þetta á síðu hjá Guðrúnu Sæmundsdóttur og ákvað að setja það hér lika til áminningar
30.10.2007 | 16:26
Jól í skókassa, kærleikur í verki
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM&K undanfarin ár. Það er góð tilfinning að gefa þeim sem ekkert eiga jólagjöf. Hér má lesa meira um þetta verkefni http://www.kfum.is/nyr/template2.asp?id=408&nID=1173
Eins og fyrri ár verður jólagjöfunum komið til munaðarleysingjahæla í Úkraínu
Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og meðal annars kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi.
Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 - 17:00. Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 3. nóvember klukkan 11:00 - 16:00. Þann dag fer fram sérstök kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eru staddir utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að allir skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 3. nóvember. Allar upplýsingar um hvert megi skila kössunum má finna á heimasíðunni www.skokassar.net eða í síma 588 8899.
Hvernig á að ganga frá skókassanum? 1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð. 2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Á baksíðu þessa bæklings finnið þið tilbúinn merkimiða fyrir annað hvort strák eða stelpu. Klippið miðann út, merkið á hann aldursflokk viðtakanda og límið ofan á skókassann. 3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu. 4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann. Gjafir í skókassana Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum af eftirtöldum flokkum: Leikföng. Sem dæmi má nefna litla bíla, bolta, dúkku, bangsa og jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum. Skóladót. Sem dæmi má nefna penna, blýanta, yddara, liti, litabækur, skrifbækur og vasareikni. Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka, hárskraut o.fl. Sælgæti. Sem dæmi má nefna sleikjó, brjóstsykur, pez og karamellur. Föt. Sem dæmi má nefna húfu, vettlinga, sokka, boli og peysu.
Hvað má ekki fara í skókassana? Mikið notaðir eða illa farnir hlutir Matvara Tyggjó Stríðsdót, s.s. leikfangabyssur, leikfangahermenn og hnífar. Vökvar, s.s. sjampó, krem, sápukúlur o.fl. Lyf, s.s vítamín, hálsbrjóstsykur, smyrsl o.fl. Brothættir hlutir, s.s. speglar, postulínsdúkkur o.fl. Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.Athugið! Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 12:06
Hugrenningar
,,Það er ekki auðvelt að finna hamingjuna innra með sér og ógerningur að finna hana annars staðar."
jæja snjórinn er farinn, úff sem betur fer. Ég er ekki þessi snjótýpa. Reyndar er voða kósý að hafa kertaljós og huggelghed á köldum vetrarkvöldum þegar snjórinn fellur úti og frostið er í hámarki. En að koma út á morgnana og þurfa að byrja á að skafa rúðurnar og jafnvel moka frá, er ekki beint kósý í mínum huga. Ég sé heldur ekkert rómó við að skauta um götur bæjarins og spóla sig áfram. Ég er þeim eiginleikum gætt að bílar láta ekkert alltof vel af stjórn hjá mér og ég lendi ítrekað í því að keyra í skafl eða jafnvel að spóla á jafnsléttu ef svo ber við. Ég reyndar gerði í því í fyrra vetur í þeirri von að riddarinn á hvíta hestinum kæmi aðvífandi og bjargaði mér og við myndum lifa happylí ever after en allt kom fyrir ekki. Ég held að ég sé meiri svona sólarmanneskja elska að vera í sól og sumaryl, thats more me.
Börn geta verið svo frábær eins og flestir vita. Mín búin að vera voða stolt af þeim árangri sem ég er að ná í þeim danska og bootcampinu, spyr þá ekki minn sonur mig að því í gær: Mamma ertu eitthvað búin að grennast? " humm ég spurði á móti mjög stolt: já sérðu það. Humm nei svarar minn maður, þú ert bara alltaf eins.... ohh á ég að taka því á þann veg að hann sem strákur er ekkert að spá í því hvort mamma hans sé grennri í dag en fyrir mánuði eða finnst honum mamma sín bara alltaf svo frábær að honum er alveg sama þótt hún sé í mýkra lagi já þetta er svona en það er þessi hreinskilni hjá þeim sem er alltaf svo frábær, þau eru ekki með meðvirkni, segja sína skoðun á hlutunum. Það er nefnilega svo mikilvægt að geta sagt sem manni finnst.
En hógværð er best ekki satt eins og segir í Mat 5:5 : Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2007 | 14:14
Í dag
Það er ótrúlegt hvað dagurinn í dag er mikilvægur. Þetta er dagurinn sem við eigum. Guð hefur gefið okkur hann. Dagurinn í gær er liðinn og morgundagurinn óskrifað blað. Notum því daginn í dag eins vel og við getum. Hér læt ég fylgja með heilræði dagsins. sá þetta í blaði sem ég var að skoða. Alveg yndislegt.
Í dag
Í dag ætla ég að stíga yfir óhreina tauið, taka þig í fangið og fara með þig út að leika.
Í dag ætla ég að skilja diskana eftir i´vaskinum og láta þig kenna mér að setja saman nýja púslið
Í dag ætla ég að taka símann úr sambandi og hafa slökkt á tölvunni og sitja með þér úti í garði og blása sápukúlur
Í dag ætla ég ekki að skammast neitt þótt þú suðir um að fá ís, heldur ætla ég að kaupa hann handa þér
Í dag ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þvi hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór eða efast um ákvarðirnar sem ég hef tekið varðandi þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að baka smákökur sem mega vera allavega í laginu.
Í dag ætla ég að bjóða þér á skyndibitastað og kaupa barnabox handa okkur báðum svo þú getir fengið bæði leikföngin.
Í dag ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá því þegar þú fæddist og hversu mikið ég elska þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að sulla í baðinu og ekki vera reið yfir bleytunni.
Í dag ætla ég að leyfa þér að vaka lengur og sitja úti á svölum og telja stjörnurnar.
Í dag ætla ég að kúra hjá þér og lesa bók þó að ég missi af uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum.
Í dag þegar ég renni fingrunum í gegnum hárið á þér, þegar þú ferð að sofa, þá ætla ég að þakka Guði fyrir þessa stórkostlegustu gjöf sem nokkur getur hlotið.
Í dag mun ég hugsa til allra þeirra foreldra sem standa yfir gröfum barna sinna, en ekki yfir rúmum þeirra, og allra þeirra foreldra sem eru á sjúkrastofnunum og horfa á börnin sín kveljast og þjóst í hljóði vegna þess að þau geta ekkert gert, og biðja fyrir þeim.
Og þegar ég kyssi þig góða nótt mun ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig, bið hann ekki um neitt nema enn dag í viðbót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2007 | 22:51
Frábær Alfahelgi að baki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2007 | 23:22
36 cm away
Jebb það eru farnir 36 sm í heildina, enda bara farið að muna smá í fatastærð, mest fór 16 cm á einum stað og svo koll af kolli. Það kemur sér stundum vel að vera jójó og eiga nokkrar stærðir og gerðir í fataskápnum en nú vona ég og ÆTLA að halda mér í einni stærð í framtíðinni og það frekar í minni kantinum en stærri.
Sá danski ásamt boot campinu auðitað, er búinn að hjálpa mér með að ná af mér 8,8 kílóum á 7-8 vikum þannig að ég held að ég get nokkuð vel við unað, 8,8 kíló og 36 sm er bara voða gaman og ég bara rétt að byrja og þá er bara að halda áfram og ná meira af sér. En það er líka voða gaman að hugsa þetta í einhverju hlutbundnu þar sem maður er nú kennari og lætur börnin vinna með hluti til að átta sig á stærð og hlutföllum. Ef ég tæki 17 smjörlíkistykki og setti þau saman þá væri það jafnmikið og ég er búin að léttast um
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2007 | 23:08
Almenningssamgöngur í Árborg að verða að veruleika
Sú frábæra ákvörðun var tekin á bæjarráðsfundi í Árborg í morgun að koma á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins. Meirihluti V, S og B lista lögðu fram þessa tillögu og var hún samþykkt með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæði fulltrúa meirhlutans. Takið eftir þessu að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafnar þessu að komið verði á samgöngum á milli strandarinnar og Selfoss. Þetta var baráttumál VG fyrir síðustu kosningar og er nú að verða að veruleika um áramót, þrátt fyrir andmæli D- listans.
Brú milli byggða - tímamót í Árborg
Á bæjarráðsfundi Árborgar í dag, 25. október, samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að efla almenningssamgöngur milli byggðakjarna sveitarfélagsins. Bæjarstjóra og bæjarritara var falið að ganga til samninga við Þingvallaleið ehf um fjölgun ferða frá og með áramótum, en Þingvallaleið er með sérleyfi á þessari leið.
Um er að ræða tímamóta ákvörðun sem vænta má að gjörbreyti búsetuskilyrðum í Árborg. Íbúum Eyrarbakka, Stokkseyrar og dreifbýlisins er með þessu móti gert auðveldara að sækja fjölbreytta þjónustu sem veitt er á Selfossi og íbúum Selfoss að njóta þess sem menningar- og sögustaðirnir við ströndina hafa að bjóða svo dæmi séu tekin. Gera má ráð fyrir að þessi þjónusta hafi í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa utan Selfoss. T.d. fyrir börn og ungmenni sem sækja fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf á Selfoss og fyrir þá íbúa sem ekki hafa sjálfir bíl til umráða en sækja ýmsa þjónustu á Selfoss. Þá eru almenningssamgöngur mikilvægur þáttur í því að draga úr umferð bifreiða og leiða þannig til minni mengunar og slits á vegum. Þetta er mikilvægt skref í þá átt að íbúar Árborgar njóti jafnræðis hvar sem þeir búa í sveitarfélaginu og er til þess fallið að styrkja enn frekar samkennd og samstöðu innan þessa unga sveitarfélags.
Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður fyrirkomulag þjónustunnar kynnt vandlega þegar samningur liggur fyrir. ( www.arborg.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 14:22
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 155 ára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 17:33
Áfengi á ekki heima í frjálsri sölu
Ég er á móti þeirri tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að gefa sölu á léttvíni og bjór frjálsa. Ég er hissa á að heilbrigðisráðherra skuli lýsa stuðningi við þessa tillögu. Ég tek undir orð umboðsmanns barna sem segir á www.ruv.is : Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur áhyggjur af frumvarpi sem heimilar sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum og segir slíka breytingu stórhættulega. Hún minnir á að áfengi sé vímuefni sem hafi skaðleg áhrif á heimilum og á börn í móðurkviði. Henni finnst varhugavert að heilbrigðisráðherra skuli styðja frumvarp sem heimilar sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum
Við ættum frekar að huga nánar að forvörnum og reyna að draga úr áfengisneyslu landans í stað þessa að stuðla að aukningu. Auðvitað er það þannig að ef fólk ætlar að fá sér vín þá nær það sér í það, en að gera veikum einstaklingum það auðveldara er ekki rétt. Mér finnst að núverandi fyrirkomulag eigi að halda sér.
Ég tel líka að það hljóti að vera mun fleiri þarfari þingmál sem háttvertir þinmenn ættu að vera að einbeita sér að heldur en að reyna að stuðla að aukinni neyslu. Ég vona að meirihluti þingmanna verði ekki við þessari tillögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2007 | 23:58
Helgin að baki
Þetta er búin að vera mögnuð helgi í alla staði. Frábær samkoma í dag þar sem að tvær vinkonur mínar tóku skírn Ég fór síðan í skírn hjá sigrúnu og Jóa þar sem að Eva Björg fékk nafnið sitt. Krakkarnir mínir fóru í skírn hjá systur sinni þannig að þá má segja að þetta hafi verið mjög blessuð helgi. Svo næstu helgi er Alfa helgi og ég veit að hún verður fábær og það munu stórkostlegir hlutir eiga sér stað það. Ég get bara varla beðið. Annars var dagurinn svo magnaður í alla staði, byrjaði með frábærum fundi í morgun þar sem 9. sporið var tekið. Það er með það spor eins og svö mörg önnur, það er svo mikil hjálp í því. svo var það samkoma og svo skírn og veisla á eftir og svo matarboð í kvöld með frábærum vinum mínum og dætrum þeirra.
En á föstudaginn fór ég í skautaferð með 4. og 7. bekk til að fagna lokum samræmdu prófanna. Rosa gaman og fórum svo á pizza hut á eftir. Mín stóð sig bara eins og hetja og sveif um svellið eins og engill Missti reyndar af bootcamp fyrir vikið og þar að auki fór danski í burtu um helgina og mín bara gleymdi öllu prógrammi í veislunni. Þannig að núna er það sko ekkert elsku mamma neitt, nú verður mín að taka út allt sukkið um helgina því það er víst vigtun á þriðjudaginn úff það er nú eins gott að hafa vigtina í liði með sér. En ég ætla nú ekki að fara að hafa áhyggjur af því núna.
Jæja best að fara að koma sér í svefn
góða nótt og Guð veri með ykkur
Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 23:34
Gegnum lífið hef ég lært
Að sama hve mikið við látum okkur annt um suma, þá láta þeir sig það engu varða Að það getur tekið mörg ár að byggja upp traust, en ekki nema nokkrar sekúndur að bregðast því. Að það sem skiptir máli er ekki hvað við eigum, heldur hverja við eigum að. Að það er aðeins hægt að komast takmarkað áfram á útlitinu einu saman, því þegar öllu er á botninn hvolft er það það sem er innra með okkur sem skiptir máli. Að við eigum aldrei að bera okkar eigin getu sama við það besta sem aðrir geta. Að það tekur ekki nema örskamma stund að gera hluti sem við getum átt eftir að sjá eftir það sem eftir er ævinnar. Að það mun taka okkur langan tíma að verða að þeim manneskjum sem við þráum að verða. Að við ættum alltaf, alltaf að skilja sátt við okkar nánustu, því hver veit nema þetta sé í síðasta sinn sem við hittum þá. Að við getum haldið áfram að reyna löngu eftir að okkur finnst við vera búin að gefast upp. Að við berum ábyrgð á gerðum okkar, sama hvernig líðan okkar er í það og það skiptið. Að annað hvort stjórnum við viðhorfum okkar eða við látum þau stjórna okkur. Að það hve mikla peninga við höfum er ekki ávísum á lífshamingju. Að sannir vinir eru þeir sem við getum gert allt eða ekkert með en samt notið þess að vera með þeim. Að Stundum er það einmitt sá/sú sem við bjuggumst við að myndi sparka í okkur liggjandi, sá/sú sem reisir okkur upp. Að þegar við erum illa fyrir kölluð þá erum við illa fyrir kölluð. En það gefur okkur samt ekki rétt á að vera ósanngjörn við aðra. Að þótt einhver elski okkur ekki eins og við viljum, þýðir það ekki endilega að viðkomandi elski okkur ekki af öllu hjarta. Að þroski og fjöldi afmælisdaga fara ekki endilega saman, heldur fer þroskinn eftir því sem við höfum upplifað og gengið í gegnum. Að við ættum aldrei að segja börnum okkar að draumar þeirra og vonir séu óraunhæfir. Ímyndið ykkur hve sorglegt það yrði ef þau færu að trúa því. Að sama hve góða vini við eigum, þá geta þeir líka sært okkur og þess vegna verðum við að vera tilbúin að fyrirgefa. Að lífið heldur áfram þó okkur finnist heimur okkar vera að hrynja og hjörtu okkar að bresta. Að fortíð okkar og aðstæður geta haft mikið að segja um hvaða mannsekjur við höfum að geyma i dag, en það erum samt við og aðeins við sem erum ábyrg fyrir gerðum okkar. Að þegar okkur finnst við ekki geta meira, þá eigum við inni kraft sem kemur fram þegar við þörfnumst hann mest. Megi lífið færa ykkur gelði og hamingju í hjarta. Höfundur ókunnur |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)