10.2.2008 | 00:23
Það er nú gott....
.... að þeir eru heilir á húfi og á leið niður.
Mig hefur alltaf langað að ganga á Esjuna og stefni að því að láta verða að því í sumar Þarf að fá einhvern vanan fjallagöngugarp til að leiðbeina mér,annars væri mér trúandi til að lenda í sjálfheldu þarna uppi. Annars ákvað ég fyrir tveimur árum að gerast fjallageit og keypti mér þvííkan búnað að það hálfa hefði verið nóg. Nú átti að taka á því og öll helstu fjöll og firrnindi skildu klifin Humm það fór ekki alveg svo vel, ég náði að fara í þrjár fjallgöngur annað árið en ekkert hið síðara, jú reyndar líka tvær ferðir í Þórsmörk. En markmiðið í sumar er að fara á nokkur fjöll og helst að fara Fimmvörðuháls og jafnvel Laugaveginn líka. Það er ekkert eins skemmtilegt og að vera úti í fallegri náttúru okkar og ganga um hana og njóta hennar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hún fái að vera ósnortin, en það er efni í langa langa bloggfærslu.
En allavega hefur samt þessi búnaður minn komð sér að góðum notum bara í vetrarhörku og annarri útivist s.s göngu á jafnsléttu og fl.
Ég sá slóð af góðri síðu hér áðan sem er með fjallgöngur:
http://www.toppfarar.is/ auk þess sem að útivist og ferðafélagið skipuleggja margar góðar göngur.
Á leið niður heilir á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Oh frábært... ég elska að ganga á fjöll. Á 9 tinda að baki.
Förum kannski saman í sumar
Linda Lea Bogadóttir, 10.2.2008 kl. 20:40
Vona bara Sædís mín að þú bíðir eftir sumrinu með að klífa fjöll
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:20
Já við ættum að gera það Linda sé þú hefur reynslu. Það verður bara gaman.
Já Guðrún mín, held ég láti það bíða hækkandi sól.
Sædís Ósk Harðardóttir, 10.2.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.