Laun kennara verða að hækka

Það er mjög augljóst má að ef ekki á að verða mikill flótti úr kennarastéttinni eftir áramót svo ég tali nú ekki um næsta haust, verða laun kennara að hækka verulega.  Tökum dæmi eins og með mig, 35 ára kennari búin að kenna í að verða 10 ár, grunnlaun  eru 218.222 kr. á mánuði.  Af þessu á svo eftir að taka skatta og önnur launatengd gjöld.  Eftir 3 ára háskólanám og jafnvel meira nám því þó svo að kennarar fari í framhaldsnám hækka launin ekki nema um einn launaflokk sem gera tæpar 6000 kr.

Þetta eru ekki einu sinni hlægilegar tölur, þetta eru sorglegar tölur.  Verulega úrbóta er þörf ef halda á úti góðu skólastarfi áfram, því ef kennarar hætta og leita í önnur störf þá verður það erfitt.

Börnin eru auður okkar þjóðarinnar og það er til háborinna skammar að ráðamenn landsins skulu ekki meta það meira en raun ber vitni.  Það að ekki skuli vera borguð mannsæmandi laun til leikskóla- og grunnskólakennara sýnir að það er annað en börn framtíðarinnar sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi.  Auðhyggjan og veraldlegur auður hefur verið í forgangi allt of lengi hjá þeim sem stjórna, það er kominn tími til að breyta um stefnu og setja mannauð og manngildi í fyrirrúm.


mbl.is Kjörin verði stórbætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála. Ég hef alltaf haldið því fram að kennarar á öllum stigum 0 ára barna og uppúr + starfsfólk í umönnunarstörfum ætti að vera jafnvel borgað og bankastjórar ekki er ábyrgðin minni.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 10:21

2 identicon

Þetta er fáránlega lágt og ekki mönnum bjóðandi. þú talar um að grunnlaunin séu 218 þús hverjir eru svo möguleikarnir hjá Grunnskólakennurum til að hífa launin sín upp eru þau ekki einhver?? einhverjar álagsgreiðslur eða þess háttar??

Tökum dæmi um leikskólakennaralaun ég er 35 ára leikskólakennari með 1.árs starfsreynslu ekki að vinna sem deildarstjóri þá eru launin hjá mér 230 þúsund og enginn möguleiki á neinum álgsgreiðslum og yfirvinnumöguleikar litlir sem engvir. Sem Deildarstjóri væri ég að fá 259 þúsund.

Ég tel að ef  við viljum fá hærri laun fyrir okkar vinnu og að börnunum okkar sé borgið með góðri kennslu verði að hækka laun kennara umtalsvert og þá er ég líka að tala um laun leikskólakennara. Ég sá ísland í dag í vikunni þar sem foreldrar leikskólabarna eru með undirskriftarlista um hækkun á launum fyrir leikskólastarfsmenn og að það verði um það þjóðarsátt, en hvar eru foreldrar grunnskólabarnanna. getum við sætt okkur við að það verði bara leiðbeinendur sem sjá um kennslu barna okkar í framtíðinni þar sem allir kennarar verði komnir í vinnu annarsstaðar. Það er líka búið að vera talsverður flótti úr leikskólakennarastéttinni. Mér þætti áhugavert að gera rannsókn á því hversu margir bæði leik og grunnskólakennarar skili sér út á vinnumarakðinn að námu loknu og einnig hversu lengi þeir eru starfandi sem kennarar eftir útskrift, taka 10 ára tímabil ég held að að útkoman væri forvitnileg.

Með baráttukveðju Guðfinna

p.s: sjáumst á fimmtudaginn

Guðfinna (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Legg til að um þetta verði kosið hjá viðkomandi sveitarfélögum, fólk fái að sjá hvað hækka þarf útsvarið til að borga kostnaðinn, og svo er bara að kjósa um málið.

Verður kannski annað viðmót hjá fólki þegar farið verður að tengja saman orsök og afleiðingu ákvarðana.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.10.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband