Föstudagur

Ég elska föstudagaHeart notalegt að vera komin í helgarfrí og geta gert það sem maður vill.  ÉG reyndar get aldrei sofið út þannig að það er ekki það sem maður sækir í.  Heldur þetta frjálsræði sem helgarnar bjóða uppá, vera spontant gera það sem manni langar til að gera og krökkunum langar Enginn til að ráðskast með mannCool

Ég hóf vinnu í garðinum í dag og varð að beita mig hörku að halda mig að einu verki í einu, djö... hvað það var erfitt, fór reyndar af og til inn i tölvuna, bar á stóla og borð á pallinum á milli þess sem ég mokaði upp hólnum á lóðinniCrying þannig að kannski var mér ekkert að takast nógu vel að gera eitt í einuCrying En hóllinn er farinn og nú er bara að fá túnþökur einhverstaðar til að setja ofan á moldarflagið. En mikið rosalega væri ég til í að geta tekið pallinn í gegn og fengið mér pott en það verður seinni tíma vandamál, verð bara að passa að hlaupa ekki á mig og setja það á visa rað

Viti menn ég á 21 árs fermingar afmæli í dagShocking oh my god hvað tíminn líður hratt og mér finnst ég ekki hafa elst neittTounge man þetta eins og það hafi gerst í gær. Við Elín Katrín vildum báðar fá að labba með Barða heitinum inn gólfið, man samt ekki hvor gekk með honum vorum öll       álíka smáShocking ég man að ég var í skærgrænni skyrtu í hvítri pilsdrakt (reyndar hún orðin aðeins of lítil á migWhistling )  Fötin með miklum herðapúðum sem var svo mikið í tísku þarna.  Ísland tók í fyrsta skipti þátt í eurovision deginum áður. Man þegar við fermingarbörnin vorum að deyja úr spenningi inni í skrúðhúsi áður en við áttum að ganga inn kirkjugólfið, man eftri ritnignunni sem ég fór með.  Man eftir veislunni, öllum kökunum sem mamma og amma bökuðu, sat inni í herbergi allan tímann með vinkonur mínar hjá mér, hlustuðum á Duran Duran.  Man eftir plötuspilaranum sem ég fékk frá mömmu og pabba, man eftir því þegar við gengum í spurningar fyrir ferminguna þegar Úlfar þurfti alltaf að vera skamma Barða og Gísla fyrir prakkaratrik.  Man þegar ég fór svo til Elínar katrínar um kvöldið og við fórum að bera saman bækur okkar.  Ég held ég hafi fengið 11.000 krónur í fermignargjöf í peningum, fékk fullt af hálsmenum, skartgripaskrín og margt fl. Man hvað þetta var yndisslegur dagur. Man hvað mér fannst ég vera orðin rosalega fullorðin, tilbúin í að fanga heiminn.  Í dag þegar ég horfi á krakka sem eru að fermast trúi ég því varla að ég hafi verið svona mikið barnWhistling  Svona er tíminn fljótur að líða og á sunnudaginn eftir viku fermist litli frændi minn og svo fermist frumburður minn að áriCool

Jæja best að fara að taka til eftir föstudags pizzuna og fara svo að halda áfram í garðinum, loksins þegar maður byrjarTounge

Knús knús

Sædís garðálfur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

helgarkveðja

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband