Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2008 | 23:31
Facebook og bloggleti
Það er ekki hægt að segja að ég sé búin að vera eitthvað stórtæk á blogginu sl. vikur. Það er eitthvað svo mikið búið að vera að gera líka, s.s fermingin, Londonferðin, vinnan og félagsmálin. Allt er þetta bara gaman. Ég á nú eftir að setja myndir inn frá London, fyrst þurfa þær að fara í ritskoðun hjá þeim Sigrúnu og Guðbjörgu Helgu áður en ég fæ leyfi til að setja þær hér inn
Ein er sú síða sem er hinn mesti tíma- og svefnþjófur en að er facebook.com, hún er frekar vinsæl þessa dagana hjá ungum sem öldnum. þar er hægt að taka hin margbreytilegustu próf, allt frá persónuleikaprófum, prófum í hver og þessi karakter úr þáttum og tónlistarheiminum þú ert og hvers konar karlmönnum þú heillast af. Mínar niðurstöður koma mér sífellt á óvart
Annars er lífið bara sweet and nice þessa dagana, ég er svona að spá í sumarið, hvert eigi að fara í útilegur og göngur, langar að fara Fimmvörðuháls og svo margt fleira. Einhver sem er til í að koma með . Svo verður maður nú að taka fram tjaldvagninn og fara nokkrar ferðir á honum
Spurning um að taka smá tíma í að æfa sig að bakka með hann, svo ég þurfi ekki að handsnúa honum líkt og í fyrrasumar
Það er bara vonandi að við fáum gott sumar.
Jæja Guð gefi ykkur fagra drauma og góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 22:06
Stöndum saman gegn virkjun við Bitru.
Það er hreint glaprlæði að fara af stað með virkjun á þessu fallega svæði. Bæði hvað varðar umhverfisspillingu og eyðileggingu á fallegu umhverfi og útivistarsvæði. Einnig og síðast en ekki síst heldur vegna þeirrar hættu á mengun sem af henni stafar.
Ég ætla rétt að vona að bæjarstjórn Ölfuss hafni þessum áformum.
![]() |
NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 22:03
Kemur ekki á óvart....
Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt hissa á þessum niðurstöðum miðað við við stöðuna i borginni eins og hún er búin að vera síðustu mánuði. Það besta væri ef hægt væri að kjósa bara aftur og þá gætu Vinstri grænir og samfylking myndað meirihluta og þá væru Reykvíkingar í góðum málum.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 23:32
Stelpuferd til London
Tad er buid ad vera alveg frabaert hja okkur vinkonunum i London, vid erum bunar ad gera alla mogulega og omogulega hluti her sem ekki verdur faert her a blad Vedrid hefur leikid vid okkur, Kalli, Beta og Andrew toku rosa vel a moti okkur i te a fostudaginn tegar vid kiktum vid i hollina
I dag vorum vid i Notting Hill a afar serstokum markadi sem hafdi tann eiginleika ad okkur langadi ekki ad kaupa neitt tar. Vid vorum reyndar ad vonast eftir ad sja Hugh Grant i bokabudinni sinni en okkur vard ekki ad osk okkar. Held vid seum bunar ad skoda alla stadi sem haegt er ad skoda her og meira til, enda erum vid komnar a stja fyrir allar aldir a morgnanna og erum ad fram a nott
tetta er buid ad vera frabaer og altjodleg ferd i alla stadi, lestarkerfid her er hrein snilld og maturinn og budirnar frabaert
knus fra London
Saedis, Sigrun og Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 10:19
Fermingardagur.
Já þá er runninn upp stóri dagurinn hjá elsta syni mínum Það er fallget veður og ég er sannfærð um að þessi dagur verði fagur í alla staði. Þeir eru tveir frændurnir að fermast. Við systur tvær erum að ferma elsta og yngsta barnið okkar
orðnar voða spenntar.
Elsku Jóhannes og Sindri innilega til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2008 | 13:00
Mikilvæg áskorun
Það er vonandi að ráðherra iðnaðar fari eftir þessari áskorun og láti Landsvirkjun ekki í té virkjanaleyfi í neðri hluta Þjórsár.
Hættan á að Landsvirkjun beiti eignarnámi er mjög mikil og er því mikilvægt að Samfylkingin stöðvi þetta.
það yrði sorglegt að sjá þetta fallega svæði verða tekið undir virkjanir.
![]() |
Sól á Suðurlandi skora á Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 23:44
Gleðilegt sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 20:00
Hvers vegna þarf nekt eða hálfnekt í þessum keppnum?
Ég er nú ekkert sérlega hlynnt þessum fegurðarsamkeppnum, tel að fegurðin komi innan frá og að persónuleiki og hæfileikar fólk byggist ekki á fallegum líkama eða útliti.
En ég var að velta því fyrir mér hvers vegna það þurfi alltaf þessa hálfnekt í þessum keppnum, ef verið er að keppa um fegurð, hvers vegna er þá ekki nóg að koma fram í kjólum eða öðrum fatnaði. Annars hefði maður haldið að þessar keppnir væru orðnar barn síns tíma með breyttu hugarfari og viðhorfum fólks í dag.
![]() |
Norðlensk fegurð krýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2008 | 19:53
Gísli Marteinn og feitar konur
Einhver var að viðra áhyggjur sínar af ljótum gangnamunnum við gatnamótin.
Þá á Gísli Marteinn að hafa sagt - þótt akfeit kona sé sett á háa hæla... er hún samt sem áður ljót!!!!
Mér finnst þetta afar óviðeigandi ummæli af manni sem er í þeirri stöðu sem hann er í, líka bara af hverjum sem er má segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 19:43
I'm a live.....
Já bara svo þið vitið þá er ég lífi þrátt fyrir bloggleti undanfarnar vikur Það er bara búið að vera svo mikið að gerast í mínu lífi auk þess sem tölvan mín er í verkfalli. Ég er búin að vera að læra á nýja starfið, sinna börnum og heimili, mikið að gera í félagsstörfum sem er bara skemmtilegt, auk þess sem ég er í svo mikilli sjálfsræktarvinnu
Minni datt það bara í hug enn og aftur að skella sér í sporin 12 og er ég á fullu í því fyrsta, frábær vinna sem gefur manni svo svo svo mikið. Mér finnst að 12 spora kerfið eigi að vera inni á aðalnámskrá
Lífið gæti ekki verið betra. Jú reyndar mætti bíllinn minn og tölvan vera aðeins betri, bílnum mínum datt það í hug síðasta föstudag að ákveða að nú væri kominn tími á smá vesen og hitaði sig í botn í miðjum Þrengslum
ég sem þoli ekki bilaða bíla, mín komst að kaffistofunni og heim, síðan tók vandamálapakki mánðarins, ég sem er í fyrsta sporinu sem er að greina vanmátt og stjórnleysi þannig að ég hafði nóg að skrifa um. Bílnum var ekki batnað daginn eftir eins og ég hafði verið að vona þannig að það var ekki um annað að ræða en að fara með hann á verkstæði, þar fékk ég það í gegn að hann yrði tekinn en, to tre
Nota sjarmann skiluru.... en þetta var tímareim, vatnslás og Guð má vita hvað, það er nefnilega líklega hægt að telja mér alla skapaða hluti í trú með bíla, hvort sem það varðar dekk eða vélar
Ég fékk að vita það um daginn að dekkin sem ég hélt að væru heilsársdekk eins og mér var sagt eru SUMARDEKK, er það þá nokkur furða að ég hafi verið eins og belja á svelli í allan vetur og föst hér og þar (þótt vissulega hafi það nú verið voða gaman að fá hjálp frá hinum og þessum myndarmönnum
) En nú er komið sumar þannig að ég ætti að geta notast við þessi dekk þá en líklega fæ ég mér samt nagla næsta vetur.
Annars er það ferming um næstu helgi, stráksi orðinn smá spenntur og mín enn spenntari, er í yngingarmeðferð þessa dagana því það er eitthvað svo stórt skref að fara að ferma. Fór í bótox og magastrekkingu í dag og svo eru það neglur, tátog, rass og lærameðferð á morgun, og hinn er það vax og brunkumeðferð hahah nei segi svona en það verður að minnsta kosti strípur, klipping og litun og plokkun. Geri einnig fastlega ráð fyrir því að ég splæsi eins og í eina fermingarskó (fyrir mig þ.e.a.s hann er búinn að fá sína) jú og kannski eins og einn kjól líka og kannski smá glingur.
Jæja Guð blessi ykkur
knús knús Sædís
Jamm og já
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)