Facebook og bloggleti

Það er ekki hægt að segja að ég sé búin að vera eitthvað stórtæk á blogginu sl. vikur.  Það er eitthvað svo mikið búið að vera að gera líka, s.s fermingin, Londonferðin, vinnan og félagsmálin.  Allt er þetta bara gaman.  Ég á nú eftir að setja myndir inn frá London, fyrst þurfa þær að fara í ritskoðun hjá þeim Sigrúnu og Guðbjörgu Helgu áður en ég fæ leyfi til að setja þær hér innLoL

Ein er sú síða sem er hinn mesti tíma- og svefnþjófur en að er facebook.com, hún er frekar vinsæl þessa dagana hjá ungum sem öldnum.  þar er hægt að taka hin margbreytilegustu próf,  allt frá persónuleikaprófum, prófum í hver og þessi karakter úr þáttum og tónlistarheiminum þú ert og hvers konar karlmönnum þú heillast af.  Mínar niðurstöður koma mér sífellt á óvartCool

Annars er lífið bara sweet and nice þessa dagana, ég er svona að spá í sumarið, hvert eigi að fara í útilegur og göngur, langar að fara Fimmvörðuháls og svo margt fleira.  Einhver sem er til í að koma með Tounge.  Svo verður maður nú að taka fram tjaldvagninn og fara nokkrar ferðir á honumCool Spurning um að taka smá tíma í að æfa sig að bakka með hann, svo ég þurfi ekki að handsnúa honum líkt og í fyrrasumarShocking  Það er bara vonandi að við fáum gott sumar.

Jæja Guð gefi ykkur fagra drauma og góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Irma Þöll

Já, vá, facebook, tímaþjófur dauðans :)

en ykt skemmtilegur vettvangur til að kynnast fólki og skoða sjálfan sig.

Lýst vel á fimmvörðuháls hjá þér.

Irma Þöll, 14.5.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sjáumst á fundinum í næstu viku.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband