Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2008 | 13:35
Er þetta þá bara allt okkur að kenna Björgólfur?????
Var þá peningamálastefna stjórnvalda ekki "röng"þegar þú fékkst Landsbankann á silfurfati?
Krónan var rangt skráð og alltof sterk og þess vegna rann kaupæði á þjóðina, segir Björgólfur.
Á hverja rann mesta kaupæðið?? Hverjir voru það sem æddu út um allt og fjárfestu og fjárfestu hérlendis og erlendis? Hverjir keyptu flugfélög, skipafélög og hvað eina? ´
Ef krónan var rangt skráð, því gerðuð því aldrei athugasemd við það? Nei í staðinn var hin ranga staða hennar nýtt til að sölsa undir sig milljarða í erlendum gjaldeyri.
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.10.2008 | 16:35
101 ár
Það að standa saman og styðja hvort annað í stöðu eins og þessari er afar mikilvægt, vera til staðar fyrir börn okkar og aðra. Ég er sannfærð um að þó þessi staða sé erfið fyrir marga þá mun hún verða til góðs að mörgu leiti. Eins og segir í orðinu "allt samverkar til góðs" Vonandi munum við öll láta af græðgi og eigingirni sem hefur einkennt allt of marga í þessu þjóðfélagi, vonandi verður þetta til að fólk muni fara að forgangsraða rétt, vonandi verður þetta til að við förum að meta það sme skiptir máli i lífinu. Amma var kona sem vissi hvað það var sem skipti máli í lífinu, hún hafði alltaf tíma fyrir börn, barnabörn og barnabarnabörnin sín. Hún lifði tímana tvenna og kynntist mörgu á sinni lífsleið. Það sem einkenndi hana og hún hafði að leiðarljósi að mínu mati var gleði og trúfesta.
Við lifum bara einu sinni, þess vegna er synd að eyða lífinu í græðgi, kapphlaup og ófrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 17:49
Algjörlega sammála.
Mikið hjartanlega er ég sammála Femínistafélaginu með þá kröfu að valdhafar landsins dragi hlutaðeigandi til ábyrgðar núverandi stöðu efnahagsmála.
Það er algjörlega óviðunandi að örfáir menn eigi að komast upp með að fá eigur okkar landsmanna upp í hendurnar svo til gefins á sínum tíma, sólunda þeim og svona líka miklu meira með án þess að þurfa að taka á því sjálfir og láta bara ríkisvaldið taka á sig skellinn.
það að örfáir menn skuli komast upp með að veðsetja landið því það er svo sannarlega það sem þeir eru búnir að gera og láta svo almenning í landinu þrífa eftir þá ósómann á meðan þeir eru búnir að koma sér vel fyrir erlendis með fleiri milljarða margir hverjir ætti ekki að koma til greina.
Það á að draga þessa menn til ábyrgðar og það STRAX því nógu mikil var "ábyrgðin" þeirra þegar var verið að úthluta þeim laun á sínum tíma.
Þetta er kapitalisminn í hnotskurn svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Krefjast þess að menn verði dregnir til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.10.2008 | 19:58
Kvenfyrirlitning á 800 bar í kvöld
Mig rak í rogastans þegar ég kom heim í gær og sá héraðsblöðin, þar voru mjög grófar auglýsingar frá 800 bar á Selfossi þar sem auglýst var "dirty nigth" eða sóðakvöld. þar á að fara fram sýning á klámi, ungar stúlkur ganga um beina hálf naktar og dansarar í búri. þetta er hlutgerving á kvenlikamanum, hann gerður að söluvöru sem nota bene varðar við 210 gr. hegningarlaganna, auk þess sem þarna á að sýna klámmynd sem varðar við sömu lög þ.e dreifing á klámi.
Það að eigendur þessa staðar skuli ætla sér að græða fé á kostnað fáklæddra kvenna, kvenna í búri og klámi tel ég afar léglegt og finnst þeir leggjast á virkilega lágt plan.
Það að fólk skuli kaupa sig inn á slikan gjörning finnst mér lýsa kvenfyrirlitningu og siðferðisblindu.
Það má setja þetta upp á annan hátt:
Vilt þú borga þig inn til að sjá systur þína þjóna þér berbjósta eða sjá hana dansandi í búri???
Vilt þú borga þig inn á stað þar sem að kannski mamma þín eða dóttir er dansandi í búri?
Veistu að stelpan eða konan sem er að afgreiða berbrjósta eða afar fáklædd eða er dansandi í búri var einu sinni lítil saklaus stúlka, stúlka sem gæti verið systir þín eða dóttir.......
Til að skilgreina klám þá hefur Diana Russel komið með eftirfarandi skilgreiningu en hún hefur ötullega barist á móti klámi um margra ára skeið. Hún hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka um efnið Diana skilgreinir klám á eftirfarandi hátt: Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar. Með öðrum orðum þá leitast klám við að gera ofbeldi, misnotkun og niðurlægjandi kynlífshegðun sexý. Það er kyndir eðli máls samkvæmt undir ranghugmyndum og er þar af leiðandi skaðlegt, jafnt körlum sem konum að ekki sé talað um börnum. Um það hefur verið deilt hvort klám hvetji til nauðgana eða annars refsiverðs athæfis. Ótal frásagnir barna, sem hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun, staðfesta að svo sé. Oft greina frásagnir þeirra af reynslu sinni frá því að þeim sé sýnt klámefni og þau síðan neydd af ofbeldismanninum til að gera eitthvað af því sem klámmyndirnar sýna. Varðandi siðferðislega skyldu okkar til að koma í veg fyrir vændi ætla ég ekki að fjölyrða, en það er löngu vitað að konur og karlar sem stunda vændi gera það ekki síst til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Hitt er líka vitað að vændiskonur eiga oft að baki fortíð sem hlaðin er kynferðislegri misnotkun frá barnsaldri http://www.althingi.is/kolbrunh/greinar/safn/000843.htmlBloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2008 | 23:05
Hvers vegna???
![]() |
140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 19:55
Launamismunur á milli karla og kvenna
Það væri líklega löngu búið að semja ef um karlastétt væri að ræða. Líklega hefðu þeir aldrei þurft að fara í verkfall yfir höfuð. Sérstaklega í ljósi nýrrar könnunar sem gerð var á vegum SFR. Þar kemur í ljós að launamismunur hefur aukist á ný á milli kynja.
Fjármálaráðherra hefur sýnt og sannað enn og aftur að hann er ekki starfi sínu vaxinn.
Ég vil benda ykkur á góða síðu hjá henni Láru Hönnu þar sem hún hefur tekið saman gott myndband http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/#entry-640413
Það er ömurlegt til þess að hugsa að aðgerðaleysi stjórnvalda bitnar á saklausum einstaklingum. Það verður að semja og það strax.
![]() |
Árangurslaus sáttafundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 19:42
Ráðherra leggi sitt af mörkunum...
Það er ekki nóg fyrir heilbrigðisráðherra að koma fram og segja að mönnun verði með eðlilegum hætti, hann þarf frekar að koma fram með lausn í málinu og hætta að stinga hausnum í sandinn líkt og aðrir flokksbræður hans s.s forsætisráðherra um stöðuna í þjóðfélaginu.
Það á að semja strax við ljósmæður og það vel, þær eru með lægstu laun miðað við menntun. Ljósmæður vinna mikilvæg verk og því er mikilvægt að þær fái laun við hæfi.
Dýralæknar eru með svipaðan námstíma að baki og ljósmæður og eru með mun hærri laun en þær. Nú er ég ekki á móti því að dýr fái sína þjónustu en fæðing barna og öryggi við þær aðstæður er að mínu mati mjög mikilvægt. Því segi ég: Semjið strax og það vel.
![]() |
Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2008 | 20:50
Góður flokkráðsfundur VG að baki
Var að koma úr Reykholti í Borgarfirði af mjög góðum og málefnalegaum flokksráðsfundi VG. Miklar og góðar umræður fóru þar fram og margar góðar ályktanir samþykktar. Á síðu www.vg.is má sjá ræðu Steingríms.
Hér fara nokkrar af þeim ályktunum sem voru samþykktar:
Forgangsröðum í þágu barna, ályktun flokksráðs 30. ágúst 2008
Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega mikilvægt að létta byrðar barnafjölskyldna. Menntun barna og þátttaka þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi má ekki vera háð efnahag foreldra eða tímabundnum þrengingum í samfélaginu. Flokksráð Vinstri grænna hvetur því sveitarfélögin í landinu til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna.
Samvinna á forsendum sveitarfélaganna sjálfra, ályktun flokksráðs 30. ágúst 2008
Flokksráð Vinstri grænna hafnar hugmyndum um lögbindingu lágmarksstærðar sveitarfélaga. Íbúar eiga að hafa svigrúm og sjálfræði til að meta kosti og galla sameiningar við önnur sveitarfélög og ákveða með hvaða hætti samstarfi þeirra á milli skuli háttað. Flokksráðið telur brýnt að úttekt verði framkvæmd á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum þeirra sameininga sem hafa átt sér stað á undanförnum árum.
Frítt í strætó óháð lögheimili, ályktun flokksráðs 30. ágúst 2008
Flokksráð Vinstri grænna beinir því til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að gæta jafnræðis og veita öllum námsmönnum frítt í strætó óháð lögheimili.
Ríkið taki þátt í kostnaði vegna almenningssamgangna, ályktun flokksráðs 30. ágúst 2008
Almenningssamgöngur eru ekki einkamál sveitarfélaga. Þau varða umhverfi og efnahag allra landsmanna. Ríkið verður að axla ábyrgð og taka þátt í kostnaði vegna þeirra. Lagasetning í þá veru á að vera forgangsmál á komandi vetri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2008 | 10:40
Frábær árangur
Þetta er hreint frábær árangur hjá íslensku strákunum, ég hafði reyndar ekki taugar til að horfa á leikinn en fylgdist með úr fjarlægð.
Til hamingju Ísland
![]() |
Íslendingar taka við silfrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2008 | 11:35
Yndislegar myndir
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi í byrjun júní að fara á þessa listasýningu hjá Einari. Þessar myndir og keramikverk eru alveg yndisleg, þetta eru svo "glaðværar" myndir og verk ef svo má að orði komast. Því miður voru öll verkin meira og minna seld þannig að ég gat ekki keypt neitt af honum en ég mun svo sannarlega fara þarna aftur og vonandi er þá búið að bætast í safnið þannig að maður geti eignast eina mynd frá honum.
Annars er alltaf gaman að koma að Sólheimum, þetta samfélag sem þarna hefur byggst upp er afar fallegt og skemmtilegt. Ég mæli með sunnudagsbíltúr þarna í sveitina, setjast niður í fallegu umhverfi, fá sér kaffi og með því, skoða listir og menningu og kaupa lífrænar vörur sem þarna eru unnar.
![]() |
Mennirnir hans Einars slá rækilega í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)