Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2008 | 20:44
Góðar tillögur VG
![]() |
Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 08:35
Hvað með fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið?
![]() |
Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.12.2008 | 16:41
Gott framtak hjá Femínistafélaginu
Þetta er virkilega vel orðað bréf hjá Femínistafélaginu. Vonandi að það hreyfi við þeim sem það fá sent til sín.
það er mikilvægt að fara að endurskoða dóma og "dómsleysi" í þjóðfélaginu. Það er mikilvægt fyrir þolanda að vita að hann geti treyst dómsvaldinu fyrir sínu máli. Það er ekki alltaf auðvelt skref fyrir fórnarlamb kynferðisofbeldis að fara og kæra, slíkt krefst kjarks.
![]() |
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 20:22
Kemur ekki á óvart
Þessi könnun kemur mér ekki á óvart. Það gefur augaleið að sú hugmyndafræði og stefna sem hefur ráðum ríkjum hér síðasta áratuginn og lengur hefur ekki verið að ganga upp. Græðgishugmyndafræði kapitalismans hefur gert það að verkum að nú munu næstu kynslóðir sitja uppi með milljarðaskuldir
VG hefur talað gegn þessari stefnu og gagnrýnt þessa hugmyndafræði. Nú er það að skila árangri, fólk vill breytingar, það vill að það sé virt og það vill að það sé komið fram við það að heiðarleika.
Ríkisstjórnin verður að fara að axla ábyrgð og það gerir hún meðal annars að fylgja vilja fólksins og boða til kosninga í vor.
Við búum í lýðræðis þjóðfélagi, eða höfum talið okkur búa í því hingað til þess vegna á að kjósa.
![]() |
VG stærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 23:14
Hvaða voða viðkvæmni er þetta í fólkinu....
Þolir það kannski ekki að heyra staðreyndir eða lesa staðreyndir.
Ræðan hennar Katrínar var virkilega góð og svo sönn.
![]() |
Óánægð með ræðu á heimasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.11.2008 | 17:53
Ooooggh....
Svo maður segi nú eins og unglingarnir......
Mér er slétt sama hvort kostnaðurinn er 25 milljónir eða 50 milljónir. Það á ekki að fá Breta hingað til að halda uppi loftrýmiseftirliti.
Við erum að taka svo niður fyrir okkur að fá þá hingað til landsins að verja okkur (fyrir hverjum svo sem?)
Líka eins og fram kemur í frétt á visir.is en þar segir Ingibjörg að við eigum að leggja það í "hendurnar á Bretum sjálfum" hvort þeir komi hingað. Mér finnst þetta afar lágt lagst hjá henni þarna, hún er að gera lítið úr okkar sjálfsvirðingu. Við erum sjálfstæð þjóð!
![]() |
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 16:04
Þessi frétt vekur upp gamla minningu....
...frá því í denn þegar ég var að flýta mér í vinnuna í GJÁNNA og sá eitthvað á veginum sem ég taldi vera kind, sem var svo þegar betur var að gáð í myrkrinu, túnþaka
. Endaði á hitaveituröri út í skurði eftir tvær veltur. Slapp sjálf nokkuð vel nema hvað bíllinn skaðaðist frekar mikið.
þannig að það er vissara að gæta sín á kindunum, í hvaða formi sem þær leynast á þjóðveginum
![]() |
Sveigði frá sauðfé og valt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 20:04
Að kaupa hlutabréf.....
hefur alltaf verið talin áhætta.
Að taka lán eða að koma sér í skuldbindingar vegna kaupa á hlutbréfum, sama í hvað formi þau eru er líka áhætta.
Þegar maður tekur áhættu á maður að standa við hana alla leið ekki satt????
Hvers vegna gat stjórn Kaupþings ekki tekið aðra ákvörðun en að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans?
Gunnar formaður verkalýðsfélags segir:
Sem stjórnarmaður í Kaupþingi var það skylda mín að verja hagsmuni hluthafanna. Þegar fjallað var um það á stjórnarfundi bankans að heimila forstjóranum að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna var mér efst í huga sú skylda að tryggja hag bankans og umbjóðenda minna.
Hann talar um að verja hagsmuni hluthafanna???? já ok, hvað um hagsmuni hins almenna borgara sem núna mun verða mun skuldsettari en áður vegna þessa alls sem á undan er gengið.
Getum við þá hinn venjulegi "ALLMÚGI" þessa lands farið fram á að þær ábyrgðir sem við gengum í þegar við keyptum húsin okkar, þ.e þak yfir höfuðið á okkur og börnum okkar, að þær ábyrgðir yrðu gerðar að engu þar sem að mörg hús standa ekki lengur undir veði lánanna, greiðslubyrgði hefur hækkað gríðarlega vegna verðbólgu?
Hvað með stjórnarskrá okkar, að ekki megi mismuna þegnum þessa lands.
Þessu þarf að fara að linna, við megum ekki láta traðka svona á okkur lengur. Þetta sukk og svínarí sem hefur viðgengist allan þennan tíma verður að stöðva og það STRAX
![]() |
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2008 | 12:24
En þú færð nú örugglega alveg samt þína jólagjöf......
Ef þetta er ekki hroki í manninum þá veit ég ekki hvað. En þessi orð lét seðlabankastjóri falla í svari sínu við fréttamenn í útvarpinu fyrr í morgun, það verða nú örugglega margir Davíð sem eiga erfitt með að kaupa jólagjafir handa börnum sínum þessi jól.
En mikið tala þeir á skjön við hvorn annan seðlabankastjóri og fjármálaráðherra. Davíð veit sem er að þetta mun koma sér illa við fólk og fyrirtæki á meðan ráðherra fjármála telur þetta ekki áfall fyrir fyrirtækin í landinu.
Þetta er víst áfall fyrir fyrirtækin í landinu og heimilin. Fjármálaráðherra verður að fara að láta af hroka sínum í garð fólksins og viðurkenna vanmátt sinn í þessu öllu saman.
![]() |
Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2008 | 16:48
Hvers vegna sat hann þá í stjórn Glitnis sjóða hf?????'
það er alveg með ólíkindum hvað stjórnarþingmenn og fleiri eru duglegir að koma fram á sjónarsviðið núna með hinar ýmsu yfirlýsingar um hvað hefði verið betra að gera og þetta og hitt hefði nú verið heppilegra.
Hvers vegna sá Illugi ekki sóma sinn í því að stíga út úr þessari stjórn áður en hann fór á þing. Eða var það heppilegt að hann sæti í þessari stjórn sem aðstoðamaður Davíðs Oddsonar?
![]() |
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)