12.2.2011 | 11:40
Mér finnst að það eigi allir að skrifa undir
Þegar svona stórt mál á í hlut, þá finnst mér að skylda hvers og eins Íslendings að fara fram á það að nýta það ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins, að hafa þjóðaratkvæðargreiðslu.
Þetta er of stórt mál til að hafa að pólitísku bitbeini!
Við eigum að fá að hafa síðasta orðið.
Undirskriftasöfnun gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2010 | 10:18
Þú ert að standa þig vel Lilja
Ég tek ofan fyrir ykkur, Lilja, Atli og Ásmundur Einar.
Þið standið vörð um þá stefnu sem þið buðuð ykkur fram til að fylgja eftir. Það er fólk eins og þið sem þjóðin þarf.
Skiptir mál hver lagði tillögurnar fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2010 | 12:48
Það er nú einfaldlega Lilja sem starfar að heilindum
Ég held að það sé nú fyrst og fremst Lilja, Atli og Ásmundur sem starfa að heilindum. Þingmönnum bera að greiða atkvæði skv. samvisku sinni og skrifa þau undir eið þess eðlis þegar þau setjast á þing. Ég tel að aðrir þingmenn þurfi frekar að skoða sína stöðu.
Þetta er nú nokkuð hrokafullt bréf hjá henni Ólínu og er það gott hjá Ögmundi að svara því.
Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2010 | 09:22
Kúgunarstjórn/ sandkassaleikur
Manni dettur fyrst í hug þegar maður les þessa frétt, litlir krakkar að leik þar sem einn hótar að hætta að leika við hina fái hann ekki að ráða.
"Ég leik ekki við þig ef ég má ekki hafa þennan bíl"
Ótrúleg stjórnun.
Hér á bæ væri þetta kallað fýlustjórnun!
Jóhanna hótaði afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2010 | 14:29
Enn á að lengja í hengingarólinni.
Hvenær á að gera eitthvað raunverulegt?
Hvað með verðbæturnar og verðtrygginguna. Væri ekki nær að snúa sér að henni og fara að afneman hana smátt og smátt. Færa lánin aftur til 2008.
Hvers vegna er bara hægt að afskrifa lán hjá hrunvöldunum en ekki hægt að koma með leiðréttingu á lán almennings?
Enn og aftur er verið að hygla auðvaldinu og fjármálastofnunum, þær skulu fá sitt og miklu meira til.
Hugmyndir skoðaðar um lánalengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2010 | 21:52
Ógjörningur eða hvað?
Ég velti því fyrir mér hvernig fólk á að geta tekið rökstudda ákvörðun um það hverja 25 af þessum rúmlega 500 manns það eigi að kjósa.
Ég leit stuttlega inn á síðuna áðan og féllust hendur.
Þetta verður að minnsta kosti mjög mikið mál fyrir fólk að velja vel og vandlega.
Frambjóðendur kynntir á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 08:30
Þá eru ótalin þau heimili sem fá aðstoð frá kirkjum landsins
Það að 1100 heimili skulu þurfa leita á náðir hjálparstofnanna er afar sorgleg staða í þjóðfélagi sem kallar sig "velferðarþjóðfélag". Hins vegar er þessi tala vanmetin því inn í þessari tölu er ekki sá fjöldi sem leitar til hjálparstofnun kirkjunnar, Hvítasunnukirkjunnar og Samhjálpar svo fáein dæmi séu tekin. Þannig að líklega eru þetta nærri 1500 heimilum.
Það er skömm og hneisa af þessu og að ríkisstjórnin ætli að láta þetta verða að "normi" að fólk skuli leita eftir aðstoð til hjálparstofnanna og fría sig þannig allri ábyrgð á þessu stóra vandamáli sem blasir við öllum.
Það er kominn tími til að þessi ríkisstjórn vakni af sínum Þyrnirósarsvefni, fari að spýta í lófa sína og koma hér atvinnulífinu í gang því atvinnuleysi er að festast í sessi líkt og fátækt, og koma til móts við skuldavanda heimilanna svo bara séu tekin þessi dæmi.
1.100 heimili fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2010 | 16:24
Mikið er ég sammála honum.
Ég sé ekki alveg hverju það er sem þarf að breyta í stjrórnarskránni. Finnst að Íslendingar þurfi fyrst og fremst að fara að fara eftir henni.
Þetta er svipað og þegar ég fæ kviðu hér heima hjá mér um að selja húsið og flytja í annað hús bara þegar þarf að taka til hendinni og framkvæma eitthvað, þá virðist oft vera auðveldari leið bara að selja og flytja í nýtt. En sem betur fer hef ég nú alltaf séð að mér
Þannig að kannski væri það bara góð byrjun að framfylgja þessari stjórnarskrá sem við eigum og sjá svo til. spara þannig þennan hálfa milljarð eða hvað það kostar að halda þetta þing.
Líst ekkert á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2010 | 13:04
Jafnræði?
Bara við það að lesa þessa frétt kemur upp í huga mér sú spurning hvort allir sitji við sama borð hvað varðar jafnræði á kynningu á sjálfum sér í þessu framboði.
Um 400 til 450 frambjóðendur bjóða sig fram til stjórnlagaþings, þeir frambjóðendur eru "misþekktir" einstaklingar fyrir augum landsmanna.
Hvers vegna þarf að nafngreina þessa einstaklinga hér að neðan bara vegna þess að þeir eru "þekktari" en aðrir?
Það er strax byrjað að hamra á þeim sem ættu þá að þurfa minni kynningu en aðrir.
Á fimmta hundrað í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2010 | 14:47
Hvers vegna...
Hættir við kaup á verslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)