3.11.2012 | 14:52
Hvar eru konurnar
Vg liðar hljóta að þurfa að fara í naflaskoðun vegna þess hve fáar konur gefa kost á sér í forvali hjá þeim í Reykjavíkurkjördæmum. 8 karlar og 4 konur.
Það skýtur svolitið skökku við þegar maður sér þessar tölur hjá Vg þar sem þessi flokkur er hvað duglegastur að gagnrýna slaka þátttöku kvenna í stjórnum, umsóknum um ákveðin störf og í pólitík. Nú spyr maður sig hvers vegna svo fáar konur gefa kost á sér, er það kannski að þær eiga ekki auðvelt uppdráttar innan flokksins?
Tólf í framboði í forvali VG í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2012 | 14:49
Hvað með kynjahlutföll
Nú hljóta VG liðar að þurfa að fara í naflaskoðun með það hvers vegna ekki fleiri konur gefi kost á sér í forvali hjá þeim.
Merkilegt nokk, 4 konur, 8 karlar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2012 | 08:36
Hvernig væri að tala minna og framkvæma meira?
Hversu oft undanfarin 3 ár er búið að tala um að koma í gang framkvæmdum, efla atvinnulífið, koma einhverjum verkefnum í gang, fjölga atvinnutækifærum.
þetta eru orðin tóm á meðan ekkert er að gert.
Hér er orðin brýn þörf fyrir að eitthvað sé gert, hér er búið að vera stöðnun í mörg ár.
Skattahækkanir og skattahækkanir er það sem þessi ríkisstjórn hefur unnið sér til afreka.
Brýnt að koma stórverkefnum í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 23:32
Það er ekki sama hverjir eiga í hlut.
Var það í gær eða laugardaginn þegar Guðríður kom fram með mikilli hneikslan á að Y listinn skyldi ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda? Svo er hún komin í þau spor núna.
Ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi sé eitthvað verri en Samfylkingin, þetta kemur bara frekar kjánalega út hjá henni.
Ræddu samstarf við D-lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2012 | 11:47
Hvers vegna má ekki leggja þessa tillögu fram?
Þetta skýtur dálítið skökku við hvað Birgittu varðar, ég hefði haldið að hún væri lýðræissinni og vildi hafa allt uppi á yfirborðinu og ræða alla hluti, hvers vegna má þá þessi tillaga (tillaga Bjarna Ben) fara fram og ræða hana efnislega og kjósa síðan um hana?
Samfylkingarþingmenn ættu að skammast sín, það að ákæra einn úr þessari ríkisstjórn sem þeir áttu aðild að og studdu þ.m.t. Geir. Hinir ráðherrarnir sluppu með þeirra atkvæðum.
Eygló hefur greinilega gleymt uppruna sínum, þ.e hún er í framsóknarflokkum sem er jú einn mesti ábyrgðarflokkur bankahrunsins, einkavæðingar, sægreifa og svona mætti lengi telja.
Lilja Rafney hefði ég haldið að væri manneskja meiri en að fara fram með svona tillögu.
Ef einhvern hefði átt að ákæra þá voru það allir sem að málum komu, ekki bara einn úr þessum hópi.
Frávísunartillaga lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2011 | 09:16
Tilbreyting að hafa þá ekki íslenska
Írskur svindlari á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2011 | 09:11
Málefnalegt?
Þetta minnir frekar á stráklinga í framhaldsskóla veðja um bjórkassa vegna fótboltaleiks heldur en aðstoðarmann ráðherra.
Ég skil ekki þessa viðkvæmni gagnvart forseta vorum, hvers vegna má hann ekki segja sannleikann, segja það sem þorri þjóðarinnar hugsar.
Björn Valur varðhundur Steingríms fer einnig harðorðum orðum um forsetann á bloggsíðu sinni og spyr hvort forsetinn ætli ekki bara að rjúfa þing og boða til kosninga.
það færi kannski betur á því að Ólafur gerði það. Þá fengi fólkið tækifæri til að kjósa á ný.
Bjór fyrir ummæli Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2011 | 09:37
Samt á að byggja hátækni sjúkrahús
Þetta er með ólíkindum.
Á meðan þarf að loka deildum vegna niðurskurðar
Á meðan ekki er hægt að kaupa þau tæki og tól sem þurfa að vera til staðar á spítulum
Á meðan biðlistar lengjast
Á meðan hjúkrunarfólki er sagt upp
Þá er enn verið að skipuleggja það að byggja hátækni sjúkrahús.
Hvernig á að vera hægt að reka það þegar það verður tilbúið?
Engir peningar í ný tæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 15:29
Atli situr akkúrat í umboði kjósenda Vg
Ég kaus Vg í síðustu kosningum, tók meira að segja sæti á þessum lista, ég stóð frammi fyrir kjósendum og bar þeim boðskap Vg, sem var mér mjög þóknanlegur. Ég studdi Atla og styð Atla enn í dag og hann er í mínu umboði þarna á þingi líkt og í umboði margra annarra kjósenda Vg sem kusu Vg að stórum hluta vegna Atla. Ég líkt og Atli var ekki sátt við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, ekki sátt við að farið var á bak við helstu kosningarloforð flokksins s.s. ESB, kvótamál, skuldastöðu heimilanna og fl. og sagði mig því úr stjórn VG, formennsku í svæðafélagi Vg Árborg.
En Atli á svo sannarlega heima á þingi, hann er þar vegna þess fólks sem kaus hann í síðustu kosningum.
Atli situr ekki í umboði kjósenda VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2011 | 21:20
Nei við Icesave!
Ég vona að þessi 52% landsmanna sem ætla sér að segja já við þessari kúgun, sjái að sér og segi nei.
Látum reyna á lagalegu stöðu þessa máls.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)