Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hræðileg meðferð sjúklings á geðdeild

Mér brá heldur betur í brún við að horfa á fréttir stöðvar tvö í kvöld, rætt var við aðstandanda manns er hafði reynt sjálfsvíg og var því vistaður inn á geðdeild.  Ættinginn sagðist hafa komið að vitja frænda síns og hafi hann komist að því að frændi hans væri látinn vera inni á klósetti.

sjá hér af visir.is Þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshugleiðingum var læstur inni á klósetti á geðdeild Landspítalans í tvo sólarhringa í vikunni. Ekki fannst annað herbergi fyrr en aðstandendur mótmæltu. Þetta jaðrar við mannvonsku segir, frændi sjúklingsins.

Þunglyndur piltur á þrítugsaldri var í vikunni lagður inn á deild 33 c á Landspítalanum. Þegar Heimir Jónsson, frændi hans og velgjörðarmaður, heimsótti hann á deildina varð hann fyrir áfalli við að sjá aðstæðurnar sem hann bjó við. Heimi brá svo mjög að hann myndaði með gemsa sínum sjúkrastofuna, eða baðherbergið, sem frændi hans var lagður inn á. Heimir segir ræstiefni hafa verið á vaskinum.

Tíu ára gamall varð ungi maðurinn fórnarlamb barnaníðings. Sá var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum drengjum og afplánaði sjö. Fórnarlömbin sitja hins vegar uppi með afleiðingar glæpsins, segja aðstandendur unga mannsins sem hefur átt í miklum erfiðleikum allar götur síðan.

Þegar Heimir kvartaði fékk hann þá skýringu að deildin væri yfirfull. Hann segir starfsfólkið hafa verið allt af vilja gert.

Þetta er hreinlega hræðilegt og segir okkur það að það verður að koma til breytinga strax. Við verðum að koma að flokki sem hugsar um velferð fólks í þessu landi, flokks sem mun forgangsraða rétt.  VG er flokkur sem mun taka á mannréttindamálum því það er að sjálfsögðu mannréttindi að þurfa ekki að vera vistaður inni á klósetti þurfi maður að leggjast inn á spítala.


Gleðilegt sumar

Já nú mun sumarið vera gengið í garð, það fraus víst saman í nótt,  vetur og sumar og veit það á gottCool  Það er vonandi að við fáum gott sumar, sól og blíðu þannig að maður geti notið þess að liggja í sólbaði, unnið í garðinum og farið í göngur og fleira.  þótt það getur reyndar alveg verið voða notalegt að vinna i garðinum þegar það rignir en sólin er alltaf bestTounge

Talandi um garðinn þá var mágur minn svo elskulegur að saga niður trén fyrir mig í gær sem þýðir reyndar það að ég þarf núna um helgina að setja mig í garðstellingar og drífa mig í að hreinsa allar greinarnar sem eru reyndar ekkert smá stórarShocking Ég sé fram á ansi rispaðan líkama á sunnudagskvöld......

Það birtist ný skoðanakönnun í dag sem sýnir að fylgi VG hefur dalað smávegis og Samfylking aukið sitt fylgi.  Það sem ég vil sjá er aukning hjá báðum þessum öflum á kostnað Sjálfstæðisflokks þá auðvitað.  Ég er ekki alveg að skilja þetta mikla fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með. En vonandi áttar fólk sig tímanlega og merkir í réttan reit í kjörklefanum, þá á ég að sjálfsögðu við x-V

Heilsan er loksins að komast í lag, ég er líka orðin ansi pirruð á þessum veikindum.  Þau hafa til dæmis kostað mig svoldið mikið þ.e komin á nýjan bíl og búin að framlengja portugalferðinni í sumarUndecided Málið er það að þegar ég er búin að vera of lengi ein með sjálfri mér fer mér að detta ýmsir hlutir í hug.  Ég gat lítið gert annað en að leggja mig eða vera í tölvunni í nokkra daga og þá fór ég vissulega inn á ferðaskrifstofusíður og bílasölusíður.  Fann út að það væri of stutt að vera bara í viku á Portugal svo ég bara framlegndi.  Fann það líka út að bíllinn minn væri orðinn of gamall og allt of lítill og ég yrði hreinlega að fá mér stærri bíl og viti menn ég lét auðvitað verða að því, og nú er ég komin á rosa flottan Skoda Oktavia station, nóg pláss, hann liggur eins og draumur, lipur, þéttur og þægilegur í alla staðiKissing

Þannig að sumarið byrjar ansi skemmtilega hjá mér og vonandi veit þetta á afkasta mikið sumar hjá minni.

Hafið það gott

knús Sædís


Glæsilegt

Þetta er mjög flott könnun, enda erum við í VG  með topplista og toppáherslur hér í Suðurkjördæmi eins og um allt landSmile
mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagsmorgunn

Þetta er nú búið að vera meiri vikan.  Ég er búin að liggja í flensu alla vikuna, eiginlega frá þvi fyrir páska má segja en dröslaðist alltaf áfram þar til ég gat ekki meir og lagðist í rúmið á miðvikudaginn.  Það er það leiðinlegasta sem ég geri að vera veik.  Að vera heima og geta eiginlega ekkert gert og vera einn með sjálfum sér allan daginn og þegar ég er of lengi ein með sjálfri mér fer ég oft að láta mér detta ýmsir fáranlegir hlutir í hug.

 ÉG ákvað því þarna í vikunni að nú væri nóg komið af gagnrýni á fataskápinn minn sumum finnst ekki vera brotið saman inn í honum, en þið vitið að brot eru afstæð og mín brot eru svoldið mikið sveigjanleg.   En ég tók allt út úr stóra skápnum mínum og henti á rúmið, og þetta jú varð frekar stór fatafjall sem þarna lág, ég fraus í smá stund við að sjá þetta og kaldur hrollur læddist niður eftir bakinu mínu við tilhugsunina að þurfa að raða þessu öllu vel inn í skápinn aftur  En ég hófst handa (reyndar fór af og til fram í tölvuna) en fyrir rest var ég búin. En á meðan á þessu stóð tók ég eftir því hvað ég á nú mikið af fötum og ég tók líka eftir því að ég á rosalega mikið að fötum sem passa EKKI lengur á mig, en þau pössuðu vel á mig fyrir ári síðan ætli hitastigið sé of mikið inni í skáp þannig að þau hlaupi could be.....  En að minnsta kosti sá ég þarna að þetta gengur nú ekki lengur, ég búin að eiga kort í Styrk í bráðum 3 mánuði og ekki búin að grennast neitt skrýtið en kannski er það vegna þess að ég hef EKKI mætt neitt nema kannski rétt fyrst og svo er ég búin að vera ansi dugleg í namminu Shocking nú það var þarna sem ég ákvað að fara bara að selja Herbalife og byrja á því sjálf, nú skal taka þetta með trompi því ef ég á að spóka mig á bikiní á Portugal í sumar verða nú línurnar að komast í betra jafnvæi ef ég ætla að verða há, grönn blondínaLoL 

Í dag sunnudag vakanði ég aðeins hressari en aðra morgna og dreif mig því á Al-anon fund og mikið var ég fegin því að hafa farið því umræðuefnið var 6. sporið.  Ég er einmitt búin að vera full af allskyns brestum alla vikuna, sjálfsvorkun, stjórnun, eigingirni og ótta.  Það að byrja daginn á þessum fundum er alveg frábært og að hlusta á þá sem töluðu var yndislegt og ég er bara allt önnur manneskja Tounge  En þegar leið á morguninn fann ég hvað ég versnaði og var orðin jafn slæm og áður þegar leið á daginn.  Þetta virðist því ekki vera orðið gottFrown ohh hvað þetta er fúlt.....

 

jæja gott i bili

knús SædísCool


VG með konu inni, einn allra flokka í kjördæminu

Þessi könnun er mjög góð og sérstaklega fyrir okkur í VG þar sem við erum að fjórfalda fylgi okkarCool
mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórföldun á fylgi

Samkvæmt könnun er birt var í gær á Stöð 2 kemur í ljós að Vinstri grænir fjórfalda fylgi sitt í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Stöð 2. Vinstri grænir fá samkvæmt könnuninni tæp 18 prósent og tvo kjördæmakjörna þingmenn en hafa nú engan. Mennina tvo fengju Vinstri grænir á kostnað Framsóknar og Frjálslyndra sem missa báðir einn mann.  Þetta er bara frábærar niðurstöður.  Það sem er það athyglisvert er að eina konan sem er á leið inn á þing er hjá VG, Alma Lísa Jóhannsdóttir.

Í gær var útsending frá Hótel Selfoss þar sem rætt var við oddvita framboðanna.  Atli Gíslason oddviti VG í Suðurkjördæmi stóð sig mjög vel, hann kom inn á hugmyndir VG um uppbyggingu á varnaliðssvæðinu s.s að byggja þar upp háskólaíbúðir, hótel á hugsanlegum þjóðgarði og ferkari uppbyggingu á Bláa lóninu, hann rökstuddi vel hvers vegna ætti ekki að virkja neðri hluta Þjórsá. Sem sagt Atli stóð sig mjög vel og kom að mínu mati best út.

Það er því nokkuð ljóst hvað íbúar Suðurkjördæmis eiga að kjósa þann 12. maí

VG og ekkert annaðSmile Flokkur með skýra stefnu og eini raunhæfi möguleikinn á að fá konu kjörna í þessu kjördæmi, duglega og skelegga konu.


Snillingar

Þetta eru ekkert annað en snillingar þessir frábæru leikmenn í ManchesterCool  Ekkert smá flott úrslit, 7-1 Geri aðrir beturLoL   Maður ætti kannski bara að skella sér á ÚRSLITALEIKINN þegar kemur að honum og sjá þá vinna hannCool
mbl.is Man.Utd. rótburstaði Roma, 7:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumál- kvenfrelsi

Nú eru 32 dagar í kosningar.  Eflaust eru einhverjir sem ekki eru búinir að ákveða sig hvað eigi að kjósa þegar í kjörklefann kemur, einhverjir eru búnir að ákveða sig en kannski ekki alveg sannfærðir um að þeir séu að gera rétt.  Þegar kemur að því að ákveða hvað eigi að kjósa skiptir miklu máli stefnan og fólkið sem gefur kost á sér til að framfylgja stefnumálunum.

VG hefur mjög skýra stefnu í sínum málum, hægt er að fara inn á www.vg.is og sjá þar stefnumál þessa ágæta flokks.  Mig langar samt í þessari færslu að koma inn á stefnumál um kvenfrelsi.  VG er sá flokkur sem einna helst hefur haft þau mál að leiðarljósi.  Ég ætla að leyfa mér að setja hér inn stefnu í kvenfrelsismálum sem ég tek af síðu vg svo þið getið lesið ykkur til.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur að Ísland eigi að vera öflugur málsvari félagslegs réttlætis um allan heim. Hreyfingin vill samfélag þar sem bæði konur og karlar fá notið sín og hafnar því að fólki sé mismunað eftir kyni. Réttlátt samfélag er hagur allra - bæði kvenna og karla. Til þess að fullt formlegt og félagslegt réttlæti náist þurfa karlar að afsala sér forréttindum sem þeir hafa tekið í arf.

Kynjafræði eiga að vera sjálfsagður hluti af skólakerfinu. Forsenda kynjajafnréttis er að uppfræða komandi kynslóðir um ástandið í samfélaginu og hvetja ungt fólk til að lagfæra misréttið.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur mikilvægt að laun séu ákvörðuð með tilliti til þess sem leyst er af hendi en ekki því hvort karl eða kona vinnur verkið. Tryggja verður kynjunum jafna möguleika til framfærslu og viðurkenna að samfélagið fær ekki staðist án vinnuframlags kvenna. Öflugt velferðarkerfi er ein af lykilforsendum kvenfrelsis. í slíku velferðarkerfi er ekki gert ráð fyrir ólaunaðri umönnun kvenna heldur er vinnuframlag þeirra innan kerfisins metið til launa.

Líkaminn má aldrei verða söluvara. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill að kynferðislegt sjálfstæði kvenna verði viðurkennt og telur að konur eigi skýlausan rétt til að ráða yfir eigin líkama, þar með talið að taka ákvarðanir um barneignir.

Stjórnvöld eiga að vera skuldbundin til að tryggja konum og börnum öryggi gegn öllu ofbeldi og þeim ber jafnframt að tryggja að kynferðisofbeldi sé meðhöndlað sem lögbrot og karlar kallaðir til ábyrgðar. Kynferðisofbeldi birtist m.a. í naugðunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðisláreitni og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og börnum inni á heimilum þeirra.

Konur eru fátækasti hluti íbúa jarðar og stríð bitnar ekki síst á þeim og börnum. Brýnt er að veita konum öryggi, sýna þeim samstöðu og taka tillit til kynferðis við alla þróunaraðstoð. Viðurkenna verður mikilvægi kvenna í framþróun þirðja heimsins.

Vg er flokkur sem er treystandi til að framfylgja þessum málum.  Kjósum rétt, kjósum VGSmile


Páskar

Páskarnir eru alltaf voða spes, kannski er það minningin frá því að maður var krakki og það mátti ekkert gera á föstudaginn langa og manni leiddist alveg óstórnlegaShocking En þetta eru fyrstu páskarnir í þrjú ár sem ég er heima eða á landinu, í fyrra var ég með vinkonu minni í Dublin og þar áður var ég á Kanarý.  Annars leið nú dagurinn í gær bara nokkuð hratt, ég fór í þrjá göngutúra, greinilega að ganga mig niður frá því í Köben og fékk gest í mat.  Þannig að það var svo sem nóg um að vera.  Í dag er ég að spá í að skella mér í páskakaffi á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík, þar verður örugglega margt um manninn miðað við þann meðbyr sem við erum með.  Það er gaman að sjá að hér hjá okkur í Suðurkjördæmi erum við skv. nýjustu könnuninni yfir landsmeðaltali og skv. því munu tveir frábærir einstaklingar frá VG í Suðurkjördæmdi vera á leið á þing en það eru þau Atli og Alma og með þessu áframhaldi náum við kannski þriðja manninum inn sem er HeiðaCool

Annars vona ég bara að þið hafið það gott um páskana og njótið þess að vera til og borða páskaeggTounge

Knús Sædís


Páskafrí og opnun kosningaskrifstofu

Langþráð páskafrí er runnið upp, ég byrjaði reyndar á að taka út einhverja leiðinda pest í upphafi en vona að ég nái þessu úr mér því ég er að fara í smá dömuferð til Kóngsins Köben á morgunCool  Annars er þetta búið að vera voða fínt so far fyrir utan hita og kvef, ég fór í svaka fína fermingarveislu í dag hjá frænku minni, missti mig reyndar aðeins í kökunum og tel mig hafa tekið á mig á engum tíma það sem búið er að taka mig 3 vikur að ná af mérWhistling þið skiljið hvað ég meina.... en hva, maður gengur það bara af sér á StrikinuCool  Þetta verður voða notalegt og hlakka ég mikið til að komast smá frá.

Reyndar missi ég af opnun kosningaskrifstofu VG í Árborg en hún verður opnuð miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.00 við hátíðlega athöfn.  Atli, Alma og Heiða munu vera þarna á staðnum, Heiða mun taka upp gítarinn og spila og syngja nokkur lög þannig að ég er voða svekkt að missa af þessu en ég hvet alla til að mætaSmile

Hafið það gott

knús Sædís


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband