Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Reiði í fólki

Reiðin kraumar greinilega í fólki og hún bara magnast og magnast.

Það sorglega við stöðuna í dag að þeir menn sem komu þjóðinni í þessa hræðilegu stöðu sem við erum í núna í dag, eru enn í sinni "glansmynd" akandi um á fleiri milljón króna bílum,  koma eignum undan með því að færa þær yfir á maka, gera kaupsamninga þannig að ekki sé hægt að ganga að eigum þeirra.

Á meðan heyrast þær fréttir að bilið milli ríkra og fáætkra eykst enn meira, fátæk eykst og sífellt fleiri fjölskyldur hafa ekki efni á að senda börn sín í framhaldsskóla. http://www.visir.is/article/20090823/FRETTIR01/385115975

Sr. Þórhallur Heimisson prestur segir í ofangreindri frétt að sífellt fleiri hafi samband við hann vegna slíkra mála. Einnig er það ljóst að sífellt fleiri leita á náðir kirkjunnar í leit að aðstoð, hvort sem það er matar- peningahjálp eða sáluhjálp. Sannast þá enn og aftur mikilvægi kirkjunnar.

 

 


mbl.is Málningu úðað yfir bíl Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með jafnræði??

Ef hann fær þetta niðurfellt, fæ ég þá ekki mínar skuldir niðurfelldar og þú og allir hinir.  Allir eru jú jafnir fyrir lögum ekki satt???
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus....

Ég á ekki til orð yfir þessa spillingu og siðleysi... hvað er að þessu fólki?


mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna láta Steingrímur og Jóhanna ekki reyna á þessa sameiginlegu ábyrgð?

Líklega er það vegna þess að Samfó ætlar sér í ESB sama hvað það kostar, sama hversu mikið þarf að níðast á almenningi á Íslandi.

 


mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann sá ég að sólin skein hátt á lofti og smá andvari hreyfði við laufblöðunum á trjánum.

Ég hlakkaði til að fara á fætur og njóta dagsins. Ég fór fram fékk mér morgunmat og kveikti á tölvunni, til að lesa helstu fréttir landsins.

Ég verð að segja að um mig fór trega tilfinning þegar ég sá að samkomulag hefði náðst um Icesave, samkomulag um að láta kúga okkur til að greiða það sem okkur ber ekki til að greiða.

Ég er leið og döpur, sár yfir því að sá flokkur sem ég tilheyri og hafði treyst til að leiða okkur út úr þessum ógöngum, treyst til að efla hér velferðakerfið og menntakerfið, hafi undir ógnarvaldi Samfylkingarinnar látið snúa sér svona.

Nú fyrst getum við sagt eins og Geir Haarde orðaði það GUÐ BLESSI ÍSLAND og hjálpi okkur öllum


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn borgar kúlulán hjá Askar....

Í frétt í dag á DV.is kemur fram að enginn þarf að borga kúlulán hjá Askar:

" Tíu stjórnendur fengu samtals 715 milljón króna kúlulán hjá fjárfestingarbankanum Askar Capital. Sex þeirra hafa látið af störfum og þurfti enginn þeirra að borga kúlulánið sitt til baka. Lánin standa í um tveimur milljörðum króna í dag. Einn þeirra var Tryggvi Þór Herbertsson sem fékk 300 milljón króna kúlulán eins og áður hefur verið greint frá.

„Það liggur ekki fyrir ennþá hvað gert verður við þessi lán og engin ákvörðun hefur verið tekin um þau. Það kemur í ljós á næsta ári,“ segir Benedikt Árnason, forstjóri Askar Capital, um lán til starfsmanna sem enn starfa hjá Askar og tengdum félögum. Hann segir að gjalddagi sé á lánunum árið 2010. „Þar sem allt hlutafé var niðurfellt er mjög líklegt að félögin geti ekki staðið við sínar skuldbindingar þegar kemur að gjalddaga,“ segir Benedikt. Flest lánin hafi verið tekin hjá Glitni.

„Þeir sem látið hafa af störfum eiga ekki lengur sín félög,“ segir Benedikt. „Félögin voru keypt án endurgjalds. Það er þó engin skuldbinding sem hvílir á Askar um að greiða þessi lán til baka þegar þar að kemur. Lánin eru inni í félögunum sem þá kunna að fara á hausinn ef þau standa ekki við skuldbindingar sínar,“ segir hann."

 

Nú spyr ég sem fávís kona... hvers vegna komast þessir menn upp með þetta?

 


Ætli minn reikningur hafi ekki verið með í þessum útreikningum????

Miðað við hvað minn reikningur er alltaf hár, þá hlýtur hann að hafa orðið útundan i þessum útreikningum á símakostnaði innan OECD.

Vissulega nota ég síma mjög mikiðCrying 

Tel samt að símakostnaður sé of hár hér á landi.


mbl.is Símakostnaður undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband