Hræðileg meðferð sjúklings á geðdeild

Mér brá heldur betur í brún við að horfa á fréttir stöðvar tvö í kvöld, rætt var við aðstandanda manns er hafði reynt sjálfsvíg og var því vistaður inn á geðdeild.  Ættinginn sagðist hafa komið að vitja frænda síns og hafi hann komist að því að frændi hans væri látinn vera inni á klósetti.

sjá hér af visir.is Þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshugleiðingum var læstur inni á klósetti á geðdeild Landspítalans í tvo sólarhringa í vikunni. Ekki fannst annað herbergi fyrr en aðstandendur mótmæltu. Þetta jaðrar við mannvonsku segir, frændi sjúklingsins.

Þunglyndur piltur á þrítugsaldri var í vikunni lagður inn á deild 33 c á Landspítalanum. Þegar Heimir Jónsson, frændi hans og velgjörðarmaður, heimsótti hann á deildina varð hann fyrir áfalli við að sjá aðstæðurnar sem hann bjó við. Heimi brá svo mjög að hann myndaði með gemsa sínum sjúkrastofuna, eða baðherbergið, sem frændi hans var lagður inn á. Heimir segir ræstiefni hafa verið á vaskinum.

Tíu ára gamall varð ungi maðurinn fórnarlamb barnaníðings. Sá var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum drengjum og afplánaði sjö. Fórnarlömbin sitja hins vegar uppi með afleiðingar glæpsins, segja aðstandendur unga mannsins sem hefur átt í miklum erfiðleikum allar götur síðan.

Þegar Heimir kvartaði fékk hann þá skýringu að deildin væri yfirfull. Hann segir starfsfólkið hafa verið allt af vilja gert.

Þetta er hreinlega hræðilegt og segir okkur það að það verður að koma til breytinga strax. Við verðum að koma að flokki sem hugsar um velferð fólks í þessu landi, flokks sem mun forgangsraða rétt.  VG er flokkur sem mun taka á mannréttindamálum því það er að sjálfsögðu mannréttindi að þurfa ekki að vera vistaður inni á klósetti þurfi maður að leggjast inn á spítala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki finnst mér þetta fagurt. En hvað ætli Paul Nikolov segi um mál af þessu tagi - tilvonandi þingmaður Vinstri grænna? Er hann forsvarsmaður flokksins í þessum efnum?

Hlynur Þór Magnússon, 20.4.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég er sannfærð um að Paul sé jafn sjokkeraður yfir slíkri meðferð og aðrir.  Forsvarsmaður flokksins í þessum efnum?  VG er með mjög góða og markvissa stefnu sem má finna inn á www.vg.is og frambjóðendur eru allir forsvarsmenn þeirra stefnu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.4.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég er sannfærð um að Paul sé jafn sjokkeraður yfir slíkri meðferð og aðrir.  Forsvarsmaður flokksins í þessum efnum?  VG er með mjög góða og markvissa stefnu sem má finna inn á www.vg.is og frambjóðendur eru allir forsvarsmenn þeirra stefnu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.4.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Sædís þetta er hroðalegra en tárum taki og ég er viss um að komist VG til valda þá verða heilbrigðismálin skoðuð og þá sérstaklega mtt geðheilbrigðismála enda skv. frétt virðist ekki vanþörf á.

Þessar nornaveiðar á Paul Nikolov eru bara sorglegar og á afskaplega lágu plani.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já sammála þér Jenný, mjög lágt lagst þarna gegn honum

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.4.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Efast einhver íslendingur um að dómskerfi okkar er löngu útrunnið?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.4.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband