Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Voru IceSave menn líka í Úganda??'

Skyldu íbúar Úganda og komandi kynslóðir þar þurfa að borga þetta fyrir glæpamennina?
mbl.is Bankinn sem hvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn leikurinn

Hvað með öll þau loforð sem gefin voru sl. haust þegar Jóhanna og Ingibjörg Sólrún stóðu í viðtölum í fjölmiðlum og lofuðu öllu fögru, lofuðu að slá skjaldborg um heimilin, að íbúðalán hjá bönkunum færðust yfir til Íbúðalánasjóðs?????

Núna þegar verður búið að færa kröfuhöfum bankana, erlendir aðilar að mestu líklega mun það vera vatn á myllu Evrópusinna að nú sé enn mikilvægara að taka upp Evru, ganga í Evrópusambandið.  Einnig sé ég ekki að íbúðalán verði færð yfir til íbúðalánasjóðs þegar erlendir kröfhafar eiga orðið þau lán.

Ég sakna þess gríðarlega mikið að sjá ekki meira gert fyrir hinn almenna íbúa þessa lands, atvinnuleysi eykst, verðbólga enn í toppi, vörverð hækkar og munur á milli stétta eykst. Á meðan þetta er að gerast eru stjórnvöld einsýnt á ESB.

Hér þarf að huga að einhverju öðru en því máli.


mbl.is Glitnir eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið- gegnsæi í stjórnmálum?????

Hvað varð um fögur fyrirheit stjórnmálaflokkana eftir síðustu kosningarum að allt ætti að vera í ljósinu og uppi á borðinu??

Hvers vegna má almenningur í landinu ekki vita hvað í þessum gögnum stendur? Hvers vegna þetta leynimakk? Af hverju á almenningur ekki rétt á að fá vita það sem að Pétur Blöndal eða Steinunn Valdís mega vita? Hvers vegna er verið að gera þetta bil á milli kjósenda og þingmanna?

Fyrst og fremst eru þingmenn kosnir til að setja þjóðinni lög. Þeir eru ekkert merkilegri en annað fólk og hafa ekki neina sérstaka hæfni til þess að þegja yfir leyndarmálum (eins og dæmin sanna).

Ég mótmæli því að enn á ný sé verið að pukrast og vinna á bak við tjöldin að málum sem snerta hagsmuni þjóðarinnar.


mbl.is Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband