Veruleikafirrtir þingmenn

Birgitta Jónsdóttir (Píratar) Margrét Tryggvadóttir (Dögun) Álfheiður Ingadóttir (VG)
Ólína Þorvarðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Skúli Helgason,
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Magnús Orri Schram (Samfylkingu) Þór Saar (Dögun).

Þegar ofnagreindur frambjóðendur til Alþingis taka sig til og fjalla um málefni heimilanna er rétt að hafa í huga að þau hafa á því sérstakan áhuga – og hafa lagt fram þingmál þar að lútandi – að fólki verði heimilt að bera á sér „neysluskammt“ af fíkniefnum.

Heimili hýsa börn og fullorðna, heilbrigða og fíkla, sjúka og sorgmædda, glaða og ástfangna.
Heimili er samastaður fólks. Fíkniefni sama hvaða nafni þau nefnast eiga ekki erindi inn á heimili. Þau þroska ekki börnin og bæta ekki fullorðna, þau eru andstæð heilbrigði og þurfa að vera fjarri fíklum. Þau lækna ekki nema í einstaka tilfellum og þá eftir leiðsögn lækna og þau hugga hvorki né sefa sorgir. Þau gera glaða ekki glaðari og þau eyða ást. Og breyta ástinni gjarnan í hatur.

Fíkn er sjúkdómur sem sundrar. Það að gefa æsku þessa lands þau skilaboð að það sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það að hafa á sér svo sem einn skammt af eitri – bara ef maður ætli ekki að selja það – þau skilaboð eru röng og illa ígrunduð.

Mörg heimili – of mörg – þekkja ógnina sem eitrið veldur, þjáninguna og kvölina, óheiðarleikann og niðurbrotið. Allt þetta verður áfram til staðar þótt svo aðgengi að fíkniefnum yrði gert auðveldara. Fíkniefnasölum myndi ekki fækka – enda er það óshyggja og/eða fáfræði að halda að fíkniefnasalar fari um með fíkniefni í hjólböruvís þegar þeir dreifa varningnum. Þeir líka eru með einn „neysluskammt“ þegar þeir hitta Siggu og svo aftur einn þegar þeir hitta Lísu og svo enn einn þegar þeir heimsækja Nonna.

Já – það er undarlegt þegar sama fólk og flytur innblásnar ræður og skrifar mergjarðar greinar til varnar heimilunum í landinu kemur svo fram með jafn mannfjandsamleg áform og að ofan er vikið að.

Þessu höfnum við! Allt daður við frjálslyndi í fíkniefnamálum er ávísun á enn meira böl!

Guðmundur Brynjólfsson 2. sæti J – lista Regnbogans í Suðurkjördæmi.
Sædís Ósk Harðardóttir 2. sæti J – lista Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið þekkið greinilega ekki mikið til þessa máls persónulega.  Ég þekki það af erfiðri reynslu.  Það að vilja afglæpavæða fíkla er hrein nauðsyn til að þeir geti átt von á að komast upp úr neyslu og að það sé litið á þá sem manneskjur en ekki úrhrök. Allt sem er bannað fer í undirheimana þar sem það blómstrar sem aldrei fyrr og fita glæpamennina sem gera sér peninga úr neyð þeirra sem glepjast á neyslu.  Við þessu verður að bregðast.  Og er sem betur fer að aukast skilningur á þessum málum.  M.a. er farið að ræða þetta í bandaríkjunum.  Nokkur lönd hafa haft stefnu um að rýmka lög um fíkniefni og það hefur sýnt jákvæða reynslu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2013 kl. 12:59

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Jú við þekkjum til slíkra mála. Það sem fíklar þurfa er aðstoð og úrræði. Úrræðaleysi í þjóðfélginu er algjörlega óviðunandi. Hvort sem snýr að ungum eða fullorðnum fíklum. Fræðsla og forvarnir er eitthvað sem þarf að stórauka. ég verð að segja að mér finnst þetta mjög ábyrgðarlaust hjá þessum þingmönnum að vilja koma þessu á. Svo er annað sem þarf að meta, hvað er smáskammtur og hvað er ekki smáskammtur- hver á að meta það? hvenær eru nokkrir smáskammtar orðnir að stórum skammti. Líka það þarf oft ekki nema smáskammt til að drepa einstaklingin, jafnvel þótt hann sé að neyta í fyrsta sinn.

Sædís Ósk Harðardóttir, 14.4.2013 kl. 13:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að hugsa þessi mál upp á nýtt.  Þau eru í algjörum ólestri, og brýn þörf á að ræða þau upp á nýtt, og skoða aðrar leiðir.  Það á ekki að loka augunum og berja höfðinu við stein.  Það skilar engu Sædís mín því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2013 kl. 13:36

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eftir að hafa lesið þennan pistil þinn þá held ég að þessir aðilar séu ekki "Veruleikafirrtir" - er nú frekar lýsing á pislahöfundi

Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 14:17

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég met það þá þannig Rafn Guðmudsson og þú sért hlynntur vörslu og neyslu fíkniefna og verður það þá að vera þín skoðun.

Ásthildur, já þessi mál eru í ólestri og þarf að finna flöt á þeim en sá flötur er ekki að lögleiða fíkniefni. heldur þarf að finna úrræði fyrir fíkla

Sædís Ósk Harðardóttir, 14.4.2013 kl. 14:21

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"að finna úrræði fyrir fíkla" svarið er að mínu mati eins aumt og trúa því að með innflutningsbanni á fersku kjöti sé hægt að stöðva dýrasjúkdóma. í dag er 21öldin og við lifum í henni hvort sem okkur líka eða ekki

Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 14:35

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ertu þá ekki á því að það vanti úrræði fyrir þessa einstaklinga? Þar sem ég þekki til eru þau afskaplega fá.

 Forvarnir og fræðslu til barna og unglinga þarf líka að efla.

Sædís Ósk Harðardóttir, 14.4.2013 kl. 14:40

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég þekki ekki þau úrræði sem eru í boði fyrir þessa fíkn. sennilega má bæta úrræðin en mig grunar að þau sé bara ágæt. það eru allavega takmörk á því hvað ÉG vil láta mikla peninga í 'tapað stríð'

Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 14:44

9 identicon

Sæl, þú ættir að lesa betur um hvað þetta er, ég brást illur við þegar ég las fyrst um hvað væri verið að tala um. Hér er eins og ég skil það verið að tala um það að í stað þess að þú sért tekinn fastur með t.d. dagskammt af fíkniefnum þá sé litið á þig eins og litið er á áfengissjúklinga. Þú ert ekki tekinn og hent í steininn heldur er þér gefinn möguleiki á að fá hjálp. Þetta er liður í því að fjölga einmitt úrræðum og liður í því að fíkniefnaneysla sé sjúkdómur eins og Alkahólismi. Ég tel að þetta sé liður í því að fólk þori að viðurkenna fíkn sína á þess að verða hent á hraunið.

Það vantar fræðslu og úrræði, þetta er það sem meðferðastofnanirnar og rannsóknirnar eru sammála um að sé ein leið til að leysa þetta og minnka skaðann. Það er enginn að tala um að það verði löglegt að flytja inn fíkniefni eða selja eða kaupa. Það er bara verið að fá fólkið uppá yfirborðið til að geta hjálpað því og þannig lít ég á þetta. Og held meira að segja að ég hafi skilið þetta rétt. En allir hafa frjálst að tjá sig um málið og hafa sína skoðun og ég virði það. 

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband