Stefnumál- kvenfrelsi

Nú eru 32 dagar í kosningar.  Eflaust eru einhverjir sem ekki eru búinir að ákveða sig hvað eigi að kjósa þegar í kjörklefann kemur, einhverjir eru búnir að ákveða sig en kannski ekki alveg sannfærðir um að þeir séu að gera rétt.  Þegar kemur að því að ákveða hvað eigi að kjósa skiptir miklu máli stefnan og fólkið sem gefur kost á sér til að framfylgja stefnumálunum.

VG hefur mjög skýra stefnu í sínum málum, hægt er að fara inn á www.vg.is og sjá þar stefnumál þessa ágæta flokks.  Mig langar samt í þessari færslu að koma inn á stefnumál um kvenfrelsi.  VG er sá flokkur sem einna helst hefur haft þau mál að leiðarljósi.  Ég ætla að leyfa mér að setja hér inn stefnu í kvenfrelsismálum sem ég tek af síðu vg svo þið getið lesið ykkur til.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur að Ísland eigi að vera öflugur málsvari félagslegs réttlætis um allan heim. Hreyfingin vill samfélag þar sem bæði konur og karlar fá notið sín og hafnar því að fólki sé mismunað eftir kyni. Réttlátt samfélag er hagur allra - bæði kvenna og karla. Til þess að fullt formlegt og félagslegt réttlæti náist þurfa karlar að afsala sér forréttindum sem þeir hafa tekið í arf.

Kynjafræði eiga að vera sjálfsagður hluti af skólakerfinu. Forsenda kynjajafnréttis er að uppfræða komandi kynslóðir um ástandið í samfélaginu og hvetja ungt fólk til að lagfæra misréttið.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur mikilvægt að laun séu ákvörðuð með tilliti til þess sem leyst er af hendi en ekki því hvort karl eða kona vinnur verkið. Tryggja verður kynjunum jafna möguleika til framfærslu og viðurkenna að samfélagið fær ekki staðist án vinnuframlags kvenna. Öflugt velferðarkerfi er ein af lykilforsendum kvenfrelsis. í slíku velferðarkerfi er ekki gert ráð fyrir ólaunaðri umönnun kvenna heldur er vinnuframlag þeirra innan kerfisins metið til launa.

Líkaminn má aldrei verða söluvara. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill að kynferðislegt sjálfstæði kvenna verði viðurkennt og telur að konur eigi skýlausan rétt til að ráða yfir eigin líkama, þar með talið að taka ákvarðanir um barneignir.

Stjórnvöld eiga að vera skuldbundin til að tryggja konum og börnum öryggi gegn öllu ofbeldi og þeim ber jafnframt að tryggja að kynferðisofbeldi sé meðhöndlað sem lögbrot og karlar kallaðir til ábyrgðar. Kynferðisofbeldi birtist m.a. í naugðunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðisláreitni og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og börnum inni á heimilum þeirra.

Konur eru fátækasti hluti íbúa jarðar og stríð bitnar ekki síst á þeim og börnum. Brýnt er að veita konum öryggi, sýna þeim samstöðu og taka tillit til kynferðis við alla þróunaraðstoð. Viðurkenna verður mikilvægi kvenna í framþróun þirðja heimsins.

Vg er flokkur sem er treystandi til að framfylgja þessum málum.  Kjósum rétt, kjósum VGSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo satt, svo rétt.  Áfram svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband