Sunnudagsmorgunn

Þetta er nú búið að vera meiri vikan.  Ég er búin að liggja í flensu alla vikuna, eiginlega frá þvi fyrir páska má segja en dröslaðist alltaf áfram þar til ég gat ekki meir og lagðist í rúmið á miðvikudaginn.  Það er það leiðinlegasta sem ég geri að vera veik.  Að vera heima og geta eiginlega ekkert gert og vera einn með sjálfum sér allan daginn og þegar ég er of lengi ein með sjálfri mér fer ég oft að láta mér detta ýmsir fáranlegir hlutir í hug.

 ÉG ákvað því þarna í vikunni að nú væri nóg komið af gagnrýni á fataskápinn minn sumum finnst ekki vera brotið saman inn í honum, en þið vitið að brot eru afstæð og mín brot eru svoldið mikið sveigjanleg.   En ég tók allt út úr stóra skápnum mínum og henti á rúmið, og þetta jú varð frekar stór fatafjall sem þarna lág, ég fraus í smá stund við að sjá þetta og kaldur hrollur læddist niður eftir bakinu mínu við tilhugsunina að þurfa að raða þessu öllu vel inn í skápinn aftur  En ég hófst handa (reyndar fór af og til fram í tölvuna) en fyrir rest var ég búin. En á meðan á þessu stóð tók ég eftir því hvað ég á nú mikið af fötum og ég tók líka eftir því að ég á rosalega mikið að fötum sem passa EKKI lengur á mig, en þau pössuðu vel á mig fyrir ári síðan ætli hitastigið sé of mikið inni í skáp þannig að þau hlaupi could be.....  En að minnsta kosti sá ég þarna að þetta gengur nú ekki lengur, ég búin að eiga kort í Styrk í bráðum 3 mánuði og ekki búin að grennast neitt skrýtið en kannski er það vegna þess að ég hef EKKI mætt neitt nema kannski rétt fyrst og svo er ég búin að vera ansi dugleg í namminu Shocking nú það var þarna sem ég ákvað að fara bara að selja Herbalife og byrja á því sjálf, nú skal taka þetta með trompi því ef ég á að spóka mig á bikiní á Portugal í sumar verða nú línurnar að komast í betra jafnvæi ef ég ætla að verða há, grönn blondínaLoL 

Í dag sunnudag vakanði ég aðeins hressari en aðra morgna og dreif mig því á Al-anon fund og mikið var ég fegin því að hafa farið því umræðuefnið var 6. sporið.  Ég er einmitt búin að vera full af allskyns brestum alla vikuna, sjálfsvorkun, stjórnun, eigingirni og ótta.  Það að byrja daginn á þessum fundum er alveg frábært og að hlusta á þá sem töluðu var yndislegt og ég er bara allt önnur manneskja Tounge  En þegar leið á morguninn fann ég hvað ég versnaði og var orðin jafn slæm og áður þegar leið á daginn.  Þetta virðist því ekki vera orðið gottFrown ohh hvað þetta er fúlt.....

 

jæja gott i bili

knús SædísCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran pistil.  Það verður að vinna mikið í jákvæðninni þegar maður veikist líkamlega.  Mér sýnist þú hafa staðið þig vel.  Ein regla varðandi fataskápa er að gefa burt allt það sem þú hefur ekki notað s.l. 6 mánuði.  Þannig endurnýjar þú stöðugt og lætur gott af þér leiða í leiðinni.

P.s. Ég þarf að drífa mig á AA-fund

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Úff já ég ætti svo sannarlega að gera það, en mér finnst alltaf eins og ég eigi eftir að þurfa að nota það ef til vill einhvern tímann en svo þegar á reynir nota ég það ekkert þannig að það fer í poka og á góðan stað.

Góða skemmtun á fundi, þeir eru ómetanlegir og hjálpa þvílíkt

Sædís Ósk Harðardóttir, 15.4.2007 kl. 20:32

3 identicon

Sædís alltaf á blússandi siglingu hvað sem hún tekur sér fyrir hendur.

linda (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband