Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Þá eru ótalin þau heimili sem fá aðstoð frá kirkjum landsins

Það að 1100 heimili skulu þurfa leita á náðir hjálparstofnanna er afar sorgleg staða í þjóðfélagi sem kallar sig "velferðarþjóðfélag".  Hins vegar er þessi tala vanmetin því inn í þessari tölu er ekki sá fjöldi sem leitar til hjálparstofnun kirkjunnar, Hvítasunnukirkjunnar og Samhjálpar svo fáein dæmi séu tekin. Þannig að líklega eru þetta nærri 1500 heimilum.

Það er skömm og hneisa af þessu og að ríkisstjórnin ætli að láta þetta verða að "normi" að fólk skuli leita eftir aðstoð til hjálparstofnanna og fría sig þannig allri ábyrgð á þessu stóra vandamáli sem blasir við öllum.

Það er kominn tími til að þessi ríkisstjórn vakni af sínum Þyrnirósarsvefni, fari að spýta í lófa sína og koma hér atvinnulífinu í gang því atvinnuleysi er að festast í sessi líkt og fátækt,  og koma til móts við skuldavanda heimilanna svo bara séu tekin þessi dæmi.


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er ég sammála honum.

Ég sé ekki alveg hverju það er sem þarf að breyta í stjrórnarskránni. Finnst að Íslendingar þurfi fyrst og fremst að fara að fara eftir henni.

Þetta er svipað og þegar ég fæ kviðu hér heima hjá mér um að selja húsið og flytja í annað hús bara þegar þarf að taka til hendinni og framkvæma eitthvað, þá virðist oft vera auðveldari leið bara að selja og flytja í nýtt. En sem betur fer hef ég nú alltaf séð að mérCool

Þannig að kannski væri það bara góð byrjun að framfylgja þessari stjórnarskrá sem við eigum og sjá svo til. spara þannig þennan hálfa milljarð eða hvað það kostar að halda þetta þing.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræði?

Bara við það að lesa þessa frétt kemur upp í huga mér sú spurning hvort allir sitji við sama borð hvað varðar jafnræði á kynningu á sjálfum sér í þessu framboði.

Um 400 til 450 frambjóðendur bjóða sig fram til stjórnlagaþings, þeir frambjóðendur eru "misþekktir" einstaklingar fyrir augum landsmanna.

Hvers vegna þarf að nafngreina þessa einstaklinga hér að neðan bara vegna þess að þeir eru "þekktari" en aðrir? 

Það er strax byrjað að hamra á þeim sem ættu þá að þurfa minni kynningu en aðrir.


mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna...

... átti hann yfir höfuð að fá að kaupa þessar verslanir?  Væri ekki nær að hann væri látinn borga upp skuldir sínar?
mbl.is Hættir við kaup á verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan á laugardaginn í Árborg

Íbúafundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sveitarfélagið Árborg boðar til opins íbúafundar um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna tillagna í frumvarpi til fjárlaga um mikla lækkun á rekstrarframlögum til stofnunarinnar.
Fundurinn verður haldinn í Fjallasal í Sunnulækjarskóla laugardaginn 9. október n.k. kl. 14:00. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Sveitarfélagið Árborg

mbl.is Borgarafundir á fjórum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott.

Það er afar mikilvægt að allir þeir sem bera hag barna og fjölskyldna fyrir brjósti sér láti í sér heyra og mótmæli þessum sorglegu áformum um að skerða réttindi foreldra til fæðingarorlofs.
mbl.is Barnaheill mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að koma í veg fyrir þessa skerðingu.

Sú stefna sem tekin hefur verið í niðurskurði ríkisstjórnarinnar er til skammar. Það að skera enn frekar af fæðingarorlofssjóði er forkastanlegt.

Sú barátta sem átt hefur sér stað hér á landi um áratugabil um að lengja fæðingarorlofið og auka réttindi feðra til orlofs hefur tekið langan tíma og enn erum við hálfdrættingar á við nágrannáþjóðir okkar.

Mikilvægi samvinnu foreldis og barns fyrsta æviárið er mjög mikilvægt.

Mikilvægi brjóstagjafar fyrsta árið er afar mikilvæg fyrir barnið.

Það yrði afar stórt skref aftur á við að skerða fæðingarorlofstímann og það má ekki gerast. Fyrir utan þær félagslegu afleiðingar sem þetta getur haft.

Fjölskyldan þarf að vera í fyrirrúmi í forgangsröðuninni.


mbl.is Ljósmæður mótmæla skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt land sem við búum í..

þarna kemur það greinilega fram að við sem hér búum og erum svo kallaður "almenningur" við sem höldum landinu uppi, við sem greiðum háa vexti og verðbætur, við sem borgum hér skatta og skyldur.

Við eigum að éta það sem úti frýs.

" orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði nú felld úr gildi. Hins vegar koma einnig fram áhyggjur vegna þess að stjórnvöld hafa ekki haft hemil á væntingum almennings um frekari skuldaúrræði.

Stjórnvöld eigi þannig að senda út sterk skilaboð þess efnis að ekki verði frekar komið til móts við skuldara með lagasetningum eða öðru."

Hverjir eru það sem virkilega ráða hér á landi? Erum við gjörsamlega búin að selja sál okkar til AGS? Hvers vegna þessi viðsnúningur hjá VG varðandi AGS?

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á Austurvöll í kvöld og mótmæla!


mbl.is Engin fleiri úrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lágt getur þessi ríkisstjórn lagst?

Það er orðið ljóst að bætur til öryrkja og aldraða munu ekki hækka á nýju ári, þrátt fyrir himinháar hækkanir á matvælum, húsnæði, raforku og hita svo dæmi sé tekið.

Barnabætur og vaxtabætur verða skertar.

Og nú bætist þetta við að fæðingarorlof verður skert á næsta ári. Hversu langt á að seilast í vasa almennings til þess að borga fyrir hrunið? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að hér verði ólíft og óbú

Ég lít svo á að skilaboð ríkisstjórnarinnar til fólksins í landinu séu þau að

Ekki veikjast, ekki eignast börn, ekki verða gamalmenni, ekki slasast og verða óvinnufær og þurfa að fara á bætur, ekki gera kröfur um þá almennu þjónustu sem þú hefur hingað til borgað skatta og gjöld til að standa straum af.

Ekki vera til


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband