Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sumarfrí og málningarvinna

Well well well þá er ég formlega komin í sumarfríCool

Ég byrjaði sumarfríið á að fara með Agnesi Höllu á sundnámskeið sem hún er á, síðan lá leiðin á fund með leikskólafulltrúa til að skipuleggja næsta fund leikskólanefndar.  Þar á eftir skellti ég mér í blómaval og húsasmiðjuna því nú skyldi það gerastShocking

Ég byrjaði á að fara í málningadeildina og bað um græna gluggamálningu, ákvað að leika algjöra ljósku til að fá meiri vorkun og þá kannski biðist afgreiðslumaðurinn bara til að koma og gera þetta fyrir migTounge ég spurði fáranlegra spurninga eins og hvernig væri best að gera þetta og hvort ég þyrfti að gera eitthvað áður og fl. En hann virtist ekki skilja neitt hintið mitt þannig að ég spurði bara hvort hann fylgdi ekki með til að sjá um að þetta færi rétt á glugganaWink en hann horfði bara á mig steinhissa og hafði ekki neinn húmor fyrir þessuLoL jæja ég skyldi þá bara gera þetta sjálf.

Næst fór ég í blómaval og náði mér í nokkrar stjúpur og hekkhandvirkarklippur.  Þegar ég kom svo heim lenti ég í miklum vanda.  Á hverju átti ég að byrja? Ég vildi helst gera þetta allt strax,  þ.e koma niður sjtúpunum, klippa trén og mála gluggana en það er hægara sagt en gert þannig að ég ákvað að beita skynseminni sem ég á nú stundum til og sá að þar sem það var þurkur skyldi ég byrja á að mála glugganaTounge og þá tók við annað vandamál, hvaða glugga átti ég að byrja á???? ég vildi helst mála þá alla í einu til að sjá sem mest afköst STRAX ég þurfit því að  beita mig hörku við að mála bara EINN glugga í einu, sagði við sjálfa mig í gríð og erg, bara einn í einu, bara einn í einu, bara einn í einu og viti menn það tókst í lok dags var ég búin með eina umerð á alla gluggana Toungenema eldhúsgluggann, ætla í hann á morgun og byrja svo á seinni umferðinni og þá verð ég líklega enn pirraðari því þá sést minni munur og þá er það miklu erfiðara en ég verð bara að muna, bara einn í einu En á meðan ég var að mála gluggana var ég komin á flug með lagfæringar á þakskegginu, pallinum og miklu fleiru í í leiðinni.

Okkur Agnesi Höllu tókst að ná okkur í smá lit í dag, sólin var svoldið lúmsk og náði hún að brenna pínu á handleggnum, maður áttar sig ekki alltaf á sólinni hér á landi.

Annars var helgin alveg frabærLoL ég og krakkarnir skelltum okkur í útilegu með Sunnulækjarstaffinu í þrastarskóg, ég var svo heppin að fá lánaðan tjaldvagn hjá Olgu og Daða sem reddaði ölluSmile Reyndar lenti ég í smá veseni með að draga hann upp í skóginn, eða réttara sagt að þegar ég kom að beygjunni að þrastarskógi áttaði ég mig ekki að hún væri svona snemma0 keyrði því smá fram hjá henni.  Þá voru góð ráð dýrCrying Ég kann ekki að bakka með vagn eða kerru aftan í mér ég lagði því úti í kanti og hugsaði minn gang. Hvað átti ég að gera? Ég prófaði að bakka en lenti í sjálfheldu, vagninn beygði í ranga áttShocking Ég fór því út úr bílnum bara og losaði hann af og notaði handaflið við að snúa honum já neyðin kennir naktri konu að spinnaCool En ferðin var frábær og veðrið lék við okkur í alla staði

Í dag er ég búin að vera að reyna að gera eitthvað vitrænt ég er að verða búin að fara tvisvar yfir á nokkrum stöðum.  Merkilegt hvað næsti gluggi virkar alltaf meira spennandi en sá sem maður er að mála í augnablikinu.  Ég þarf að líma mig við gluggann til að fara ekki á næsta þannig að mér verði nú eitthað að verki.

Í fyrra þegar ég byrjaði á undirbúning á þessu öllu saman bar ég eitthvað glært undirlag á gluggna og rak í burtu alla köngulærnar.  En ótrúlegt en satt þá eru þær komnar aftur og þvílíkir vefir.  Ég tók því bara til þess ráðs að mála þær bara meðGrin nú hanga fallegir grænir köngulóarvefir niður úr gluggunum mínum Það er bara svoldið smart og á köntunum er ein og ein kramin græn köngulóCool Hugsið ykkur kannski eftir 100 ár þegar húsið mitt verður orðið antik þá mun fók fylkjast hingað til að skoða þessi stökkbreyttu grænu kvikindi, líklega halda að þetta séu steingerfingar  Annars sé ég að Hjálmar nágranni og málarameistari horfir fölur á mig mála gluggana.  Líklega hefur hann aldrei á allri sinni málaraævi klínt eins miklu á gluggana og ég geri bara í einni umferðErrm en mér finnst það svo smart með glugga að maður getur bara skafið af þeim það sem út af fer og þá þarf maður ekkert að setja teyp á þáTounge

Annars var ég í gær orðin svoldið leið á einhæfri vinnu þannig að ég og krakkarnir brugðum okkur í Hveragerði í blómaleiðangur.  Keypti rósir í garðinn og Dalíur sem nota bene eru uppáhaldsblómin mínCool  Síðan skelltum við okkur í Eden og fengum okkur löðrandi hamborgara

Jæja mér er ekki til setunnar boðið, gluggarnir mála sig ekki sjálfirCrying

knús Sædís


Mismunun í þjóðfélaginu

Þetta er farið að ganga út í algjörar öfgar.  Launamismunur er orðinn þvílíkur að það verður að gera eitthvað til að minnka þetta bil.  Á meðan t.d kennarar, leikskólakennarar, fólk (þá oftast konur) í umönnunarstörfum hafa varla í mánaðarlaun það sem þessir MENN (jú þetta eru karlar) eru að fá í launahækkun það sem nemur launum fólks.  Þetta er ekki í lagi og það verður að stoppa þetta.  Vonandi mun Samfylkingin beita sér fyrir breytingu á þessum málum.  Ekki er hægt að setja traust sitt á Sjálfstæðisflokkinn í þessum málum frekar en mörgum öðrum.  En ég vona að hægt sé að treysta á Jóhönnu og fl. þar innan dyra.

Mér finnst allt í góðu að fólk fái vel borgað fyrir sína vinnu, en það verður þá að meta fleiri störf að verðleikum heldur en bara karlæg störf, störf sem fela í sér að vinna með peninga.  Umönnunarstörf, kennsla og hjúkrun eru að mínu mati mun mikilvægari störf og þeim bera að borga betur. 


mbl.is Mánaðarlaun í 1,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt ákvörðun SÍA

Þetta er hárrétt ákvörðun og í anda þess sem bent var á hér á mbl bloggi hjá mörgum á þeim tíma þegar þessar auglýsingar voru að byrja að birtast.  Kvenfyrirlitning skein í gegn.
mbl.is Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí og fleira

Já það er nú ansi langt síðan að ég hef komið hingað inn.  Búin að vera í nokkurskonar bloggpásu, sem er bara gott likaWink

Annars var ég að koma heim í gær frá Belgiu þar sem ég var í skólaheimsóknum með Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem ég er að fara að kenna þar næsta vetur.  Rosalega fín ferð þar sem við skoðuðum 4 skóla, fórum í menntamálaráðuneytið þeirra og svo í sendiráð okkar Íslendninga.  Ég verð að segja að móttökur þeirra í ráðuneytinu voru ótrúlegar, fengum frábæra kynningu á þeirra flókna samfélagi og á þeirra góða skólakerfi.  Það var almannatengill hjá þeim og sérfræðingur í tungumálum sem tók á móti okkur og var með okkur i heila tvo daga og fór með okkur í skólana.  Það var einnig frábært að koma inn í þessa fjóra ólíku skóla.  Þrír þeirra voru í Brussel og einn var í Oostende, litlum bæ við ströndina.  Alveg frábær ferð í alla staði. Á kannski eftir að skrifa um hana meira síðarj þar sem ég er enn að melta hana og ég veit að við eigum svo sannarlega eftir að nýta okkur eitthvað úr henni í okkar skóla.

Annars er maður þá bara kominn í sumarfríCool Tek sumarnámskeiðin mín í ágúst áður en skólinn byrjar þannig að ég ætla að njóta lífsins þangað til.  Það er nú ansi langur aðgerðalistinn sem ég ætla mér að fara eftir í sumar en svo er bara að sjá hvað verður framkvæmt og hvað ekkiShocking Ég á það stundum til að ætla mér of mikið en verð svo að stoppa mig af sökum peninga.... eða af því að ég kemst ekki yfir allt einSick en ég ætla mér samt að reyna að mála gluggana á húsinu og þakið helst líka, reyna að rækta smá garðinn minn og ferðast og svo auðvitað fer í til Portugal með hluta af  systrum mínum og börnum okkar, það verður bara yndislegtTounge

jæja læt þetta duga að sinni

knús Sædís


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband