Sumarfrí og fleira

Já það er nú ansi langt síðan að ég hef komið hingað inn.  Búin að vera í nokkurskonar bloggpásu, sem er bara gott likaWink

Annars var ég að koma heim í gær frá Belgiu þar sem ég var í skólaheimsóknum með Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem ég er að fara að kenna þar næsta vetur.  Rosalega fín ferð þar sem við skoðuðum 4 skóla, fórum í menntamálaráðuneytið þeirra og svo í sendiráð okkar Íslendninga.  Ég verð að segja að móttökur þeirra í ráðuneytinu voru ótrúlegar, fengum frábæra kynningu á þeirra flókna samfélagi og á þeirra góða skólakerfi.  Það var almannatengill hjá þeim og sérfræðingur í tungumálum sem tók á móti okkur og var með okkur i heila tvo daga og fór með okkur í skólana.  Það var einnig frábært að koma inn í þessa fjóra ólíku skóla.  Þrír þeirra voru í Brussel og einn var í Oostende, litlum bæ við ströndina.  Alveg frábær ferð í alla staði. Á kannski eftir að skrifa um hana meira síðarj þar sem ég er enn að melta hana og ég veit að við eigum svo sannarlega eftir að nýta okkur eitthvað úr henni í okkar skóla.

Annars er maður þá bara kominn í sumarfríCool Tek sumarnámskeiðin mín í ágúst áður en skólinn byrjar þannig að ég ætla að njóta lífsins þangað til.  Það er nú ansi langur aðgerðalistinn sem ég ætla mér að fara eftir í sumar en svo er bara að sjá hvað verður framkvæmt og hvað ekkiShocking Ég á það stundum til að ætla mér of mikið en verð svo að stoppa mig af sökum peninga.... eða af því að ég kemst ekki yfir allt einSick en ég ætla mér samt að reyna að mála gluggana á húsinu og þakið helst líka, reyna að rækta smá garðinn minn og ferðast og svo auðvitað fer í til Portugal með hluta af  systrum mínum og börnum okkar, það verður bara yndislegtTounge

jæja læt þetta duga að sinni

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband