Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
1.12.2007 | 23:09
Tuð og puð
Hvað er það með okkur konur og tuð. Reyndar geta kallar líka alveg verið voða miklir tuðaðar. Það er að mínu mati eitthvað í röddinni, túð hjá okkur konum verður oft eins og svona hálfgert suð. Ég held að hjá köllunum sé það frekar að þeir hljómi reiðir en við verðum svona ssssssss. Síðan er það þetta með túlkunaratriði á hugtakinu DRASL. Ég á tvo syni sem eru að komast og eru unglingar. Og þá koma þessi hugtök mín upp í huga minn, tuð og drasl..... Ég kíki inn til þeirra, sé föt á gólfinu, tölvuleiki út um allt og alls ekki í hulstrinu, glös og diska á gólfi og borði, bréf, sælgætisbréf og bara name it. Þá byrja ég, raddstyrkurinn á einhverju furðulegu róli, svona tíðnihljóð sem á það til að smjúga inn um eyrun á strákum á þessum aldri og upp úr öllum aldri og út um hitt eyrað. Þeir nema eitt og eitt orð og koma strax með mótleik: Það er ekkert drasl, þetta er bara föt og svona. Skák og mát. Föt eru ekki drasl. Ég fór einu sinni á námskeiði hjá Húgó og félaga hans um samskipti foreldra og barna, ég er kennari, ég er uppeldismenntuð.... en samt fæ ég ekki syni mína til að viðurkenna að þetta sé drasl Minn þröskuldur og þeirra þröskuldur er ekki á sama leveli Og mín byrjar að tuða og tuða og tuða og það skilar engu alls ekki neinu. Og þar sem þetta eru nú synir mínir finnst mér ég nú verða að koma þeim til manns og sjá til þess að þeir kunni að taka til og hætti ekkert að tuða fyrr en þeir hafa sig í verkið, ótrúlegalangur tími oft í að koma sér í gang. Fór einmitt að hugsa að ef ég ætti mann þá gæti ég tuðað yfir þvi að hann gerði ekki neitt og ég yrði að gera ALLT og oft er það þannig hjá hjónum hef ég tekið eftir því mér finnst voða gaman að fylgjast með samksiptum kynja í þessum málum að þau geta verið að eyða löngum tíma í að rökræða hver á að gera hitt og þetta í stað þess að ganga bar beint í verkin og þá gengur það miklu betur og hraðar fyrir sig.
En tuð skilar litlu því hef ég komist að undanfarin misseri, samt dettur maður í þetta aftur og aftur. En það er frekar þetta með þennan þröskuld, þ.e að þeim finnist vera drasl þegar okkur finnst það kannski er þetta ekkert skárra með unglingsstelpur, þekki það ekki enn þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 22:49
1. desember
Já þá er kominn 1. desember. Litla prinsessan mín er 6 ára í dag. Hér var haldin heljarinnar afmælisveisla í dag fyrir skólafélaga og var um það bil 25 krakkar hér í pizzuáti, leikjum og húllum hæ í dag. Rosa stuð og fékk ég sem betur fer aðstoð hjá góðu fólki Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt, 6 ár frá því að þessi unga dama kom í heiminn. Hún átti reyndar að koma skv. mælingum um miðjan nóvember en eitthvað hefur desember freistað betur og kom hún rétt eftir miðnætti þann 1. Hún er líka ferlega ánægð með það að hún og Jesús eigi sama mánuð sem afmælismánuð.
Ég gerði mér svo lítið fyrir og fór að jólast aðeins í gær. Fór inn í Húsasmiðju og þá var ég næstum fallin fyrir öllu þessu æðislega fallega jóladóti sem þar er komin, ljósin vá og vá og eg var næstum búin að kaupa fullt Ég kíkti aðeins á mitt og sá þar yndislega hamingjuamar STÓRAR flækjur ofan í poka í kassa. Hvenær ætla ég að læra að ganga betur frá þessum seríum??? þær enda alltaf í einni flækju eftir hver jól kannski hefur þetta eitthvað með mig og mitt skipulag að gera.
En mín fór í vigtun í danska á fimmtudaginn, nú eru farin 12,3 kíló. Ég hélt svo sannarlega upp á það með því að fara með strolluna á MCdonalds. í dag var svo pizzuveisla í afmælnu þannig að ég er ekki viss um að vigtin verði svona jákvæð næst en það er bara að taka á því á mánudaginn.
Á morgun er nefnilega kökuboð fyrir dömuna, þá verður fjölskylduboðið með öllu því tilheyrandi..... nóg að gera svo sem.
jæja best að fara að kíkja smá á jóladótið, lesa og hugleiða smá kannski fyrir svefninn
Guð gefi ykkur góða nótt
knús Sædís flækjufótur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)