Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Enda frábær kona þarna á ferð.

Svandís er vel að þessum titli komin enda hefur hún sannað það í sínum störfum.  Svandís sem borgarfulltrúi VG í Reykjvavík stóð sig einstaklega vel í OR málinu, svo og öðrum störfum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramót....

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.

 Valdimar Bríem,

Já enn og aftur eru komin áramót,  ég held svei mér að tíminn líði hraðar núna en nokkru sinni fyrr.  Það þýðir að ég eldist hraðar en nokkru sinni fyrrCrying en aukinn aldur þýðir aukinn þroski ekki sattLoL og um áramót tilheyrir það að líta yfir árið og stæra sig af þvi sem vel eg gert, reyna að bæta fyrir það sem fór miður og læra af öllu saman.  Horfa fram á veginn, á ókomið ár með mikla eftirvæntingu í huga.  Horfa björtum augum fram á veginn.  Því lífið hefur upp á svo mikið að bjóða og ef við erum móttækileg þá öðlumst við það sem við þráum.  Guð sér um sína svo sannarlega.

En það er svo stutt síðan að ég var að gera upp árið 2006 og nú er komið að því að gera upp þetta blessaða ár sem nú er að hverfa á braut. 

En það var nú bara ansi margt sem ég baukaði á árinu, ég og mín börn. Við áttum að minnsta kosti gott ár saman.

  • Ég seldi Avensinn í janúar og keypti mér suparo impresu, rosa kúúl pæjubíl sem síðar reyndist aðeins of lítill fyrir mig og minn endalausa farangur þannig að ég seldi hann með vorinu og fékk mér skoda oktavía.
  • Ég náði að mála gluggana að mestu í sumar, þ.e. kláraði það frá sumrinu áður.  Keypti reyndar þakmálningu sem vonandi fer á í sumar bara í staðinn.
  • Djammaði mun minna á þessu ári en því síðasta, aukinn þroski væntanlega...
  • Leitaði að ástinni, fann hana af og til en týndi henni jafnóðum.
  • Ég fór í árlega ferð inn í Þórsmörk á þorra með frábæru fólki og naut þess að vera í náttúruundrunum þar.  ÉG ELSKA að ferðast eins og allir vita
  • Ég ferðaðist því sem aldrei fyrr á árinu, fór með Ingu vinkonu og Guðnýju til kóngsins Köben þar sem við áttum saman fráæbara helgi sem seint gleymist og ég sló svo rækilega í gegn á Samsbar í kareoki.
  • Ég fór nokkru síðar til Belgíu með BES í skólaheimsóknir í Brussel, þetta var frábær ferð og það kom mér á óvart hvað Brussel er falleg borg.
  • í lok sumars fór ég með börnum mínum og 2 systrum  og fjölskyldum þeirra til Portugal í tvær vikur, frábær tími og ég naut þess í botn að vera í sólinni með frábæru fólki.
  • Ég ferðaðist líka mikið innanlands, keypti mér tjaldvagn til að geta ferðast enn meira.  Fór í nokkrar stuttar útilegur og fór síðan í eina reisu um austfirði og að sjálfum Kárahnjúkum með góðum vini mínum.  Ég þarf samt að læra að bakka með vagninn næsta sumar, ekki alltaf hægt að finna nógu breið svæði til að keyra með hann í hring.
  • Ég skipti um vinnustað, þ.e ég tók mér ársleyfi í Sunnulækjarskóla og kom aftur heim í heimahagana og fór að kenna við Barnaskólann.
  • Agnes Halla byrjaði í skóla og er svo dugleg og farin að lesa á fullu, komin með margar fullorðins tennur og er bara svo frábær stelpa.
  • Jóhannes hóf að ganga til prests þar sem á að frema kallinn í vor, flottur strákur sem er búinn að vera að læra á trommur í vetur líka.
  • Hörður ákvað að fara aftur í Sunnulækjarskóla í haust, honum líkar það stórvel.  Hann er alltaf jafn duglegur að læra á píanóið og er bara rosa flottur á því.
  • Krakkarnir mínir eignuðust hálfsystur á árinu.
  • Kosningar voru í vor og eignaðsit VG þinmann hér í suðurkjördæmi, og var kosningabaráttan mjög skemmtileg og gefandi.
  • Ég tók við formennsku i leikskólanefnd í mars þegar urðu breytingar á fólki hjá okkur í VG, einnig varafomaður í ÍTÁ
  • Ég varð 35 ára á árinu, Alla systir varð 40, Hjöddý, Unnar og Steindi urðu 45 ára, mamma varð 65, Bjarki fermdist, Lilja Dögg varð skýrð, Eva Björg varð skýrð þannig að það voru endalaus boð og veislur.
  • Ég náði að bæta á mig slatta af aukakílóum fyrri hluta ársins og um sumarið, en í haust hóf ég átak bæði líkamlega og andlega þar sem ég hef síðan í september náð af mér 14 kílóum. Búin að vera í bootcamp sem er bara frábært.
  • Ég komst í gegnum 12 sporin í al-anon og hef verið nokkuð dugleg í að vinna í þeim málum.
  • Ég eignaðist litla systurdóttir hana Lilju Dögg.
  • Ég fann trúna og frelsaðist og tók skírn á árinu og tel ég það vera mikið gæfuspor fyrir mig og mína.  Fór á frábær mót og Alfanámskeið og margt fleira því tengt.

Þetta er það svona helsta sem ég man í augnablikinu eftir í persónulega lífinu mínu.  í daglega lífinu var heilmikið að gerast og standa þá stjornmálin upp úr.  En ég ætla ekki að fara út í þá sálma núna.

Ég veit að árið 2008 mun vera mjög gæfuríkt, hef miklar væntingar til þess og það er  mjög margt sem ég ætla mér að gera á komandi ári.

Elsku vinir og þið sem eruð lesa þetta blogg mitt.  Megi Guð gefa ykkur gleði- og gæfuríkt ár og færa blessun inn í líf ykkra allra á komandi ári.

Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, fyrir vináttu og hlýhug.

Finnst einstaklega vænt um ykkur

knús SædísHeart


Tónlist....

musikMerkilegt hvað tónlist spilar mikinn þátt í lifi fólks.  Tónlist tengist tilfinningum, minningum, ýmsum gjörðum og margt fleira.  Oft á tíðum tengist tónlist sérstaklega ást og þeim þáttum sem henni fylgir, hvort sem það er gleði eða sorg.  Ákveðin lög tengjast oft ákvðnum minningum sem stundum er ljúft að heyra en stundum er það óbærilegt.  Þegar maður er ástfanginn þá vill maður helst bara hlusta á ljúfa rómantíska tónlist, í ástarsorg getur maður ekki hugsað sér að hlutsta á slíka tónlist, þegar maður er að þrífa þá er það rokkið sem gildir eða önnur stuðtónlist, í ræktinni er það stuðið sem gildir, þegar maður er íhuga og soaka þá er það lofgjörð sem gildir og þannig mætti lengi telja.

Tónlist inniheldur oft texta.  Textar eru oft misinnihaldsmiklir og snerta mismikið við manni.  Margir eru mjög fallegir og segja mjög margt.  Ég er þessa dagana heltekin af disknum með Katie Melua, vissi fyrst ekkert hver þessi söngkona væri en svo heyrði ég ákveðið lag og það snart mig svo sannarlega.  Textinn í því lagi er mjög svo réttur eitthvað og grípur mann.  Eins og segir í textanum: "I took the change of loving you"  Vissulega erum við alltaf að taka ákveðinn séns ef við ákveðum að elska einhvern.  Taka séns á því að ástin verði endurgoldin, taka séns á að fá ekki höfnum, taka sénsinn á svo mörgu.  Vissulega er ein ást sem við gefum sem alltaf er endurgoldin en það er ást okkar til Guðs, hann svo sannarlega elskar okkur skilyrðislaust og það er gott að lifa i þeirri fullvissu.  En veraldlega ástin er hverful, fólk verður ástfangið sí og æ, í mismunandi ástandi, aðstæðum og fl.   Endilega hlustið á lagið og sérstaklega á textann http://www.youtube.com/watch?v=x25F3-sR2Yo

love SædísHeart


Í blúndudressi að skjóta upp flugeldum....

kuldiÍ snjó, frosti og roki.... nei held ekki.  Hvað þá að arka á brennu, í snjó eða hvernig sem veðrið verður, æða yfir tún og moldarhauga í pallíettupilsi og pinnahælum og sokkabuxur auðvitað í stíl.......

Hvers vegna að vera að koma með svona yfirlýsingar.  Eins og segir í textanum: Við eigum allar að vera ofboðslega elegant, kvenlegar og fallegar á gamlárskvöld.  Vera fallegar á gamlárskvöld???  kemur fegurðin með klæðnaðinum???  Konur geta verið fallegar í kuldagalla frá 66, í sundfötum og bara hverju sem er.  Kallar lika nota bene.

Má fólk ekki bara klæðast hverju sem það vill.  Ef ég vil vera í gallabuxum og háskólabol þá geri ég það bara og ef ég vil vera í galakjól og pinnahælum þá geri ég það bara.  Ég skil ekki tilganginn i þvi að vera segja fólki hvað sé endilega inn um áramótin.  Og hvernig eiga konur að fara að því að skjóta upp flugeldum í pallíettukjólum, ofurfágaðar á 20 cm pinnahælum.

Hvers vegna er ekkert sagt um það að karlar eigi að vera fágaðir... æi þetta er svolítið oldtimes að mínu mati.

Ég ætla að fara í þau föt sem henta mér best á gamlárs, eða bara hvernig liggur á mér þáTounge


mbl.is Kvenlegar og fágaðar um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við björgunarsveitirnar mikilvægur

flugeldarFlugeldasala er aðal tekjulind björgunarsveitanna. Því er það mikilvægt að fólk sýni stuðning í verki og versli sína flugelda hjá þeim.  Í þessum sveitum starfar óeigingjarnt fólk sem er alltaf tilbúið að sjá af tíma sínum til að koma öðrum til bjargar.  Kostnaður við að reka slíka deildir er gríðarlega mikill og eins og gefur á að líta fylgir þessu starfi mikill tækjakostur sem kostar mikla peninga.

Ég ber mikla virðingu fyrir starfi þessa fólks og tel það eiga inni hjá okkur að við sýnum það í verki að við metum þeirra framlag í samfélagið og styðum þau með því að versla hjá þeim.


mbl.is Flugeldasalan komin í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur árangur.

Þetta er flottur árangur hjá Margréti og er hún vel að þessum titli komin.  Annars var hér í Árborg í kvöld uppskeruhátíð ÍTÁ þar sem meðal annars var tilkynnt um íþróttakonu og íþróttamann ársins.  það voru þau Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþróttakona og Sigursteinn Sumarliðason hestamaður sem hlutu titilinn að þessu sinni.   Einnig voru afhentir styrkir og mennigarverðlaun og hvatningarverðlaun voru afhent.  Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlaut knattspyrnudeild UMFS fyrir góðan árangur í sumar.
mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sambönd- hvenær er samband samband?

samband1Sambönd eru rosa mismunandi eins og þau eru mörg.  Ég hef verið að íhuga þetta hugtak svolitið líka í ljósi þess að ég er ein og er svolítið að skoða þetta form, þ.e sambandið.  Hvenær er samband orðið samband??  

Vinkona mín er nefnilega í þessum sporum.  Hún er nýbúin að kynnast mannig og er spennt fyrir honum.  Hún er hins vegar í þeim vanda stödd núna að þau eru búin að hittast í nokkur skipti en hún veit ekki hvort þetta sé orðið samband eða ekki?  Hún á líka mjög erfitt með að treysta fólki og er oft full af vantrú á karlmenn.  Er hrædd um að hann sé kannski í fleiri svona "vinasamböndum" Hrædd við höfnun og þess háttar.

 Þá er það stóra spurningin, hvenær verður samband að sambandi???   Þetta er áhugaverð pæling finnst mér.  Annar aðilinn vill kannski samband, hinn vill kannski bara vináttu eða vináttu og kynlíf.  Hver ákeður hvað, hver hefur frumkvæðið.  Er samband orðið samband eftir 1, 2 eða 3 stefnumót?  Eða þegar þau hafa sofið saman í 1, 2 eða 3 skipti?  Hún er að minnsta kosti ráðvilt og var að spyrja mig um þetta og þar sem að ég er voða græn i þessu eitthvað, komin úr allri þjálfun greinilega.  Ég sagði henni að vera þolinmóð og biðja Guð um ráð og að fylgja sér í þessu, en hún er óþolinmóð persóna og fer sínar leiðir oft þótt henni sé bent á annað.

Þannig að spurning dagsins er, hvenær er samband orðið að sambandi??  Hvenær hættir vinátta að vera vinátta og breytast i samband?

 


Stórsigur :)

ronaldoJá mínir menn voru sko sannarlega að taka Sunderland.  Unnu þá 4:0  og eru þar af leiðandi komnir á toppinn þar sem þeir eiga svo sannarlega heimaCool  Ronaldo stóð sig vissulega vel að vanda svo og Rooney auðvitað líka.  Eins og þið sjáið á myndinni þá er hann ekki bara flottur og sætur, heldur er hann líka afbragðs leikmaður hann RonaldoCool

 


mbl.is Man.Utd efst eftir stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahátíðin gengin í garð

kertaljosJá jólahátíðin er gengin í garð með allri sinni dýrð og því sem að henni fylgir. Það er svo mikilvægt að muna hvers vegna við höldum jólin, hverju við erum að fagna.  Við erum nefnilega ekki að fagna neinu smáræði, við erum að fagna fæðingu frelsarans, syni Guðs sem Hann gaf okkur.

Nú  við áttum saman yndislega stund í gær ég og krakkarnir mínir.  Tókum daginn snemma, fengum nokkra sveinka í heimsókn sem komu færandi hendi. Síðan vorum við með hinn árlega möndlugraut í hádeginu þar sem að mér tókst að þessu sinni að sjóða hann í gegn án þess að hann yrði brenndurTounge  Um miðjan daginn fórum við í að bera út jólakort þar sem Agnes Halla sá um það, henni fannst það svo gaman að fá að hlaupa í húsin.  Við fórum svo í kirkjugarðinn með kerti á leiðið hjá afa og ömmu og svo var farið heim að elda steikina.  Klukkan fimm fórum við á yndislega samkomu á Selfossi í Hvítasunnukirkjunni og þegar henni lauk var klukkan að verða sex og krakkarnir orðin voða spennt.  Maturinn var rosa vel heppnaður og eftir hann var farið í að ganga frá og svo í pakkana.  Við fengum margar góðar gjafir frá okkar fólki og hvort öðru.  Síðan var lagst upp í sófa að lesa og slaka á og borða konfekt.... ég er ekkert búin að borða smá mikið konfekt í dag og í gærShocking humm verð að taka á því eftir jól bara.  Um miðnætti fórum við í miðnæturmessu hér í kirkjunni og svo heim að lesa, spila og spjalla.  Í dag var svo jólaboð hjá mömmu og pabba þannig að það er ekkert lát á þessu áti held ég bara þannig að það verður extra tekið á því sem fyrst....

jæa gott að sinni, ætla að halda áfram að borða konfekt, drekka jólaöl, hlusta á góða tónlist og lesa.  Krakkarnir eru farin til pabba síns þannig að ég ligg því bara með tærnar upp í loft og geri ekki neitt....

Guð blessi ykkur og gefi ykkur áframhaldandi gleðileg jól


Gleðileg jól

Christmas_Jesus_birth_Pic 

Kæru bloggfélagar

Mínar bestu óskir um gleði og gæfurík jól.  Megi Guð færa ykkur farsæld og frið á komandi ári.

knús Sædís


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband