Áramót....

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.

 Valdimar Bríem,

Já enn og aftur eru komin áramót,  ég held svei mér að tíminn líði hraðar núna en nokkru sinni fyrr.  Það þýðir að ég eldist hraðar en nokkru sinni fyrrCrying en aukinn aldur þýðir aukinn þroski ekki sattLoL og um áramót tilheyrir það að líta yfir árið og stæra sig af þvi sem vel eg gert, reyna að bæta fyrir það sem fór miður og læra af öllu saman.  Horfa fram á veginn, á ókomið ár með mikla eftirvæntingu í huga.  Horfa björtum augum fram á veginn.  Því lífið hefur upp á svo mikið að bjóða og ef við erum móttækileg þá öðlumst við það sem við þráum.  Guð sér um sína svo sannarlega.

En það er svo stutt síðan að ég var að gera upp árið 2006 og nú er komið að því að gera upp þetta blessaða ár sem nú er að hverfa á braut. 

En það var nú bara ansi margt sem ég baukaði á árinu, ég og mín börn. Við áttum að minnsta kosti gott ár saman.

  • Ég seldi Avensinn í janúar og keypti mér suparo impresu, rosa kúúl pæjubíl sem síðar reyndist aðeins of lítill fyrir mig og minn endalausa farangur þannig að ég seldi hann með vorinu og fékk mér skoda oktavía.
  • Ég náði að mála gluggana að mestu í sumar, þ.e. kláraði það frá sumrinu áður.  Keypti reyndar þakmálningu sem vonandi fer á í sumar bara í staðinn.
  • Djammaði mun minna á þessu ári en því síðasta, aukinn þroski væntanlega...
  • Leitaði að ástinni, fann hana af og til en týndi henni jafnóðum.
  • Ég fór í árlega ferð inn í Þórsmörk á þorra með frábæru fólki og naut þess að vera í náttúruundrunum þar.  ÉG ELSKA að ferðast eins og allir vita
  • Ég ferðaðist því sem aldrei fyrr á árinu, fór með Ingu vinkonu og Guðnýju til kóngsins Köben þar sem við áttum saman fráæbara helgi sem seint gleymist og ég sló svo rækilega í gegn á Samsbar í kareoki.
  • Ég fór nokkru síðar til Belgíu með BES í skólaheimsóknir í Brussel, þetta var frábær ferð og það kom mér á óvart hvað Brussel er falleg borg.
  • í lok sumars fór ég með börnum mínum og 2 systrum  og fjölskyldum þeirra til Portugal í tvær vikur, frábær tími og ég naut þess í botn að vera í sólinni með frábæru fólki.
  • Ég ferðaðist líka mikið innanlands, keypti mér tjaldvagn til að geta ferðast enn meira.  Fór í nokkrar stuttar útilegur og fór síðan í eina reisu um austfirði og að sjálfum Kárahnjúkum með góðum vini mínum.  Ég þarf samt að læra að bakka með vagninn næsta sumar, ekki alltaf hægt að finna nógu breið svæði til að keyra með hann í hring.
  • Ég skipti um vinnustað, þ.e ég tók mér ársleyfi í Sunnulækjarskóla og kom aftur heim í heimahagana og fór að kenna við Barnaskólann.
  • Agnes Halla byrjaði í skóla og er svo dugleg og farin að lesa á fullu, komin með margar fullorðins tennur og er bara svo frábær stelpa.
  • Jóhannes hóf að ganga til prests þar sem á að frema kallinn í vor, flottur strákur sem er búinn að vera að læra á trommur í vetur líka.
  • Hörður ákvað að fara aftur í Sunnulækjarskóla í haust, honum líkar það stórvel.  Hann er alltaf jafn duglegur að læra á píanóið og er bara rosa flottur á því.
  • Krakkarnir mínir eignuðust hálfsystur á árinu.
  • Kosningar voru í vor og eignaðsit VG þinmann hér í suðurkjördæmi, og var kosningabaráttan mjög skemmtileg og gefandi.
  • Ég tók við formennsku i leikskólanefnd í mars þegar urðu breytingar á fólki hjá okkur í VG, einnig varafomaður í ÍTÁ
  • Ég varð 35 ára á árinu, Alla systir varð 40, Hjöddý, Unnar og Steindi urðu 45 ára, mamma varð 65, Bjarki fermdist, Lilja Dögg varð skýrð, Eva Björg varð skýrð þannig að það voru endalaus boð og veislur.
  • Ég náði að bæta á mig slatta af aukakílóum fyrri hluta ársins og um sumarið, en í haust hóf ég átak bæði líkamlega og andlega þar sem ég hef síðan í september náð af mér 14 kílóum. Búin að vera í bootcamp sem er bara frábært.
  • Ég komst í gegnum 12 sporin í al-anon og hef verið nokkuð dugleg í að vinna í þeim málum.
  • Ég eignaðist litla systurdóttir hana Lilju Dögg.
  • Ég fann trúna og frelsaðist og tók skírn á árinu og tel ég það vera mikið gæfuspor fyrir mig og mína.  Fór á frábær mót og Alfanámskeið og margt fleira því tengt.

Þetta er það svona helsta sem ég man í augnablikinu eftir í persónulega lífinu mínu.  í daglega lífinu var heilmikið að gerast og standa þá stjornmálin upp úr.  En ég ætla ekki að fara út í þá sálma núna.

Ég veit að árið 2008 mun vera mjög gæfuríkt, hef miklar væntingar til þess og það er  mjög margt sem ég ætla mér að gera á komandi ári.

Elsku vinir og þið sem eruð lesa þetta blogg mitt.  Megi Guð gefa ykkur gleði- og gæfuríkt ár og færa blessun inn í líf ykkra allra á komandi ári.

Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, fyrir vináttu og hlýhug.

Finnst einstaklega vænt um ykkur

knús SædísHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gleðilegt ár og megi næsta ár verða þér og þínum enn betra takk fyrir líflegar bloggumræður og að lokum takk fyrir mig.

Eiríkur Harðarson, 31.12.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Ruth

Gleðilegt nýtt ár systir í Kristi nú áttu stóra fjölskyldu

Ruth, 2.1.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gott ár kvatt hjá þér ... og nýtt og spennandi tekur við.

Óska þér og þínum elsku frænka gleðilegs árs (aftur) 

Linda Lea Bogadóttir, 2.1.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband