Ráðherra leggi sitt af mörkunum...

Það er ekki nóg fyrir heilbrigðisráðherra að koma fram og segja að mönnun verði með eðlilegum hætti, hann þarf frekar að koma fram með lausn í málinu og hætta að stinga hausnum í sandinn líkt og aðrir flokksbræður hans s.s forsætisráðherra um stöðuna í þjóðfélaginu.

Það á að semja strax við ljósmæður og það vel, þær eru með lægstu laun miðað við menntun.  Ljósmæður vinna mikilvæg verk og því er mikilvægt að þær fái laun við hæfi.

Dýralæknar eru með svipaðan námstíma að baki og ljósmæður og eru með mun hærri laun en þær.  Nú er ég ekki á móti því að dýr fái sína þjónustu en fæðing barna og öryggi við þær aðstæður er að mínu mati mjög mikilvægt.  Því segi ég: Semjið  strax og það vel.


mbl.is Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Je ræt  Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:49

2 identicon

Er það ekki frekja að ætlast til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson leggi eitthvað af mörkum?

Gummi (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:11

3 identicon

Innilega sammála þér Sædís - borga ljósmæðrum bara það sem þær biðja um - þær eiga það innilega skilið.

Ása (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:54

4 identicon

Laun á Íslandi eru almennt a.m.k. helmingi of lág, launþegar eru skattpíndir og fá ekkert til baka m.v. í öðrum löndum.  Launþegar dragast afturúr m.v. aðrar þjóðir og góðærið er horfið, krónan hrunin og erlend lán hafa tvöfaldast í stærð hjá fólki og verðtryggðu lánin eru ekki betri, vextir eru og stjarnfræðilega háir, enn eitt heimsmetið.  Það er alveg sama hvað verður samið um, verðbólgan hirðir það og niðurstaðan verðu sú sama eftir krónutöluhækkun. Afhverju eru launin ekki verðtryggð eða bundin við myntkörfu ? Sama endalausa sagan en samt eru alltaf til laun"þegar"- þiggjendur sem búnir eru að (of)mennta sig í mörg ár og fá ekkert fyrir.  Alveg magnað !  Kjörin mættu vera miklu betri hjá fólki almennt og vonandi rætist úr þessari neikvæðu lægð sem að nú er í gangi því að rík þjóð eins og við eigum að geta miklu betur !

Þetta reddast, eða eigum við ekki líka heimsmet í bjartsýni og hamingju :)

Með bestu kveðju, Eggert

Eggert (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband