23.3.2008 | 19:37
Gleðilega páska
Vá hvað þetta eru búnir að vera notalegir dagar, slökun og át og dúllast eitthvað.
Ég byrjaði daginn á að skreppa á rosa góðan fund kl. 9 í morgun með Elínu Katrínu vinkonu sem er hér í orlofi, fór síðan aftur á bakkann og sótti Hörð sem reyndar hafði verið með ælupest í nótt, við sóttum síðan Hallgrím og Einar Hall og skelltum okkur á samkomu sem var yndisleg á páskadag, þar sem var verið að lofa Guð og fagna uprrisu Jesús Eftir samkomuna var mér gefið risa Nóa páskaegg sem er mitt uppáhalds svo sætt, mín sem ætlaði ekki að borða neitt súkkulaði þessa páskana, og nú er staðan þannig að það vellur súkkulaði út úr eyrum og fleiri stöðum svo til En þá er bara að fara að hreyfa sig á morgun, ganga eða skella sér í ræktina þegar hún opnar Skondið annars með þessa hátíðardaga, þeir snúast svo mikið um að borða mat og vera að stússast í mat og kræsingum svolítið erfiðir dagar fyrir suma en þá er bara að biðja um styrk og æðruleysi til að takast á við hverja stund fyrir sig, allt byggist þetta á prógramminu. Á meðan sumir geta átt eðlilegt samband við mat þá eru margir sem engan veginn geta það.
Annars held ég svei mér þá að það sé að koma vor, það styttist óðum i London með skvísunum í klúbbnum mínum og svo er bústaður næstu helgi þannig að það er svo sem nóg um að vera auk þess sem ég þarf nú að fara að halda áfram að undirbúa ferminguna frumburðarins, ég er nú að verða svolítið spennt, boðskortin að verða tilbúin og þá er bara að senda þau eftir helgi.
Vá hvað lífið er skemmtilegt og hefur upp á margt að bjóða Já Guð er bara góður
Knús knús og Guð blessi ykkur
luv Sædís
Athugasemdir
það er þetta með súkkulaðiástina sem getur farið svo grimmilega með mann en ég hafði það líka mjög gott um páskana skellti mér á gospeltónleika í Njarðvík og sá myndir Baltasar í Hallgrímskirkju, þær eru stórkostlegar!
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.