10.3.2008 | 20:57
Mishár draslþröskuldur...
Það er frábært að eiga börn, börn breytast síðan í unglinga sem er líka frábært. Þetta er skemmtilegur aldur og ég man nú bara sjálf þegar ég var unglingur hvað margt var skemmtilegt. En það var líka ýmislegt sem var ekki eins skemmtilegt en það var tiltekt. Núna er ég sem foreldri í þessum vandamálum, sonum mínum finnst hreint ekkert gaman að taka til Það er líka svolítið misjafnt hvað við köllum "drasl" minn draslstuðull er mun mun lægri en þeirra stuðull, það getur gert hlutina frekar flókna eins og gefur að skilja Ég kom heim úr vinnunni í dag, eftir langan dag þar sem ég var á fundi ég félagsmálanefnd eftir minn vinnudag. Leit inn í herbergið hjá yngri stráknum og fannst það nú ansi eitthvað ekki eins og það ætti að vera og benti þessari elsku á að nú væri kominn tími til að taka til þarna inni Það stóð ekki á svar hjá mínum, hann benti mér ansi einlægur á það að þetta væri ekki drasl, það bara sýndist vera það Sagði við mig: "Mamma þetta er ekki drasl, það litur bara út fyrir að vera drasl því herbergið er ekki svo stórt" Humm herbergið ekki svo stórt, ég held það sé einir já nokkrir fermetrar, nokkuð hefðbundn stærð á barnaherbergi
En mín varð skák og mát, það rifjaðist upp fyrir mér orð Hugó Þórissonar sálfræðings á námskeiði sem ég var á hjá honum um árið um að við ættum ekki að kalla það sem er á gólfi barna okkar drasl því þau kæmu alltaf með skotheld svör, bentu á að þetta væru fötin þeirra en ekki drasl og svo framvegis
Ég hugsa að ég verði annað hvort að hækka minn stuðul eða loka bara alltaf augunum þegar ég geng fram hjá herbergjum þeirra.
Jæja best að fara að gera eitthvað að viti hér
Guð blessi ykkur
Athugasemdir
Já, þau grípa allt bókstaflega. Kann margar skemmtilegar sögur af unglingum og drasli. Been there done that and loved it.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 22:42
Ha Ha LOKAÐU bara hurðinni, þetta er ekki DRASL bara hlutir á RÖNGUM stöðum.
Ég fékk einu sinni að heyra þetta í einu af mínum "taktu til"kasti þá kom hjá mínum: mamma þetta er MITT herbergi, ég RÆÐ alveg HVERNIG ÉG hef það,en þú mátt alveg láta dótið á betri stað, ef þú vilt endilega Haha þá bara lokaði ég hurðinni... þetta kemur hjá strákunum þegar þeir fara að búa
Arnheiður Björg Harðardóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 00:16
Þegar strákurinn minn var lítill bauðst föðuramma hans til að hjálpa honum að taka til í herberginu hans, ekki veitti af. Andlitið varð aðeins langleitt og hann sagði: Já, en þá finn ég aldrei neitt aftur, núna sé ég svo vel yfir hlutina.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:47
hahahah já þau eru fræbær þessir krakkar, ætli ég verði ekki bara að þrauka í nokkur ár
Sædís Ósk Harðardóttir, 11.3.2008 kl. 07:18
Sædís ég man líka þegar þú varst unglingur Þá var nú ýmislegt brallað haha. Hvernig var þetta aftur með Sam Fox? Ha ha ha ha...
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:43
http://www.youtube.com/watch?v=MiuimDNlyuQ
Rifjast eitthvað upp?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:49
hahah já ég man Rannveig, úff manstu lagið "touch me" heheehhe við Elín katrín fylltum heila 60 mín kasettu af því lagi og það var eina lagið sem við leyfðum að yrði spilaði í tímum
Sædís Ósk Harðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:31
Haha bara skák og mát strax
Linda Lea Bogadóttir, 17.3.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.