Frábær helgi að baki...

Vá hvað það er frábær helgi að baki.  ÉG er búin að vera uppi í Kirkjulækjarkoti frá því á fimmtudagskvöld, fór reyndar að vinna á föstudeginum en svo beint upp í kot aftur.  Frábært mót eða skóli réttara sagt, þar sem komu kennarar frá Toronto í Kanada að kenna um föðurhjarta Guðs, sjá www.eldurinn.is  Síðan voru æðislegar samkomur á kvöldin og á laugardagskvöldið var virkilega mögnuð samkoma þar sem að fjölmargir fengu lækningu á líkamlegum og andlegum meinum.  Vá hvað ég er upptendruð efitir þetta.  Þarna voru á milli 350 til 400 manns þegar að mest var.

Núna er það svo skólinn sem ég þarf að sinna núna, innilota í Kennó í dag og á morgun.  Síðan eru líka heilmiklar breytingar á mínum högum þar sem ég er að hætta að kenna og taka við sem forstöðumaður á sambýli á SelfossiSmile 

Guð blessi ykkur

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Gaman væri að heyra meira frá þessu móti, hefði vilja vera þarna enn komst ekki. Hafðu það sem best og megi Guð blessa þig ríkulega í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 3.3.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Til hamingju með vinnuna Sædís.  Það verður samt eftirsjá af þér úr kennarastarfinu.

Eyjólfur Sturlaugsson, 3.3.2008 kl. 18:53

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk fyrir það Eyjólfur, það verður lika voða mikil eftirsjá af kennslunni en það er líka gaman að takast á við ný verkefni.

Já þú hefðir haft gaman að því að vera þarna Aðalbjörn, ég set kannski inn meira af mótinu við tækifæri.

Sædís Ósk Harðardóttir, 3.3.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband