22.2.2008 | 00:26
Æ ekki aftur snjór....
Oh það var frekar gremjulegt að koma út af þessum frábæra fundi hjá Vg í Árborg í kvöld með Þeim Steingrími J. Sigfússyni og Atla Gíslasyni og bara allt komið á kaf aftur, bíllinn eitt snjólag Mín í morgun vaknaði og sá þetta ljómandi góða veður úti, lá við að það væri bara vorveður. Skellti sér í leggings og pinnaskó og berfætt í þokkabót. Þannig leið dagurinn, mín bara í vorhugleiðingum, farin að huga að vorverkunum í hausnum og bara allt í góðu.
En nei Adam var ekki lengi í paradís, bara kominn snjór og hálka á ný og ég búin að skila jeppanum komin á minn eðalvagn á sínum "heilsárs" dekkjum (kannski voru þau einhvern tímann heilsárs) og berfætt á pinnahælum í þokkabót vaðandi snjóinn Ekki tók nú betra við þegar ég loks komst inn í bílinn, bíllinn ákvað að láta lítið sem ekkert af stjórn, sveigði og beygði allt annað en ég vildi láta hann fara og svo í beygju einni á heimleiðinni tók hann fullkomið vald yfir mér og bara BANG mín bara í tómu tjóni og klessti á. Þá kom sér nú vel að hafa verið í belti því það hélt mér í högginu En sem betur fer meiddist enginn og ég skemmdi ekkert, á reyndar eftir að skoða betur bílinn hjá mér
En fundurinn var rosa góður Atli og Steingrímur voru báðir með góðar umfjallanir um það sem er að gerast í stjórnmálum almennt í dag. Flottar umræður spunnust og fyrirspurnir á eftir. Frábær fundur og góð mæting.
jæja best að fara að sofa og reyna að ná úr sér pestinni
Sweet dreams og Guð blessi ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.