17.2.2008 | 01:56
Annríki og aftur annríki.
Stundum eru sumir dagar þess eðlis að þeir eru búnir áður en þeir byrja jafnvel, svo stíft er prógrammið stundum. Þessi vika var sannarlega þess eðlis. Samt var hún alveg frábær í alla staði. ÉG fór á skólaball með unglingadeildina í Aratungu sl. miðvkudag. Það var nú voða gaman að koma þangað því það vöknuðu sjálfkrafa upp margar minningar þaðan frá sveitarböllunum hér í denn Vá hvað maður gat skemmt sér vel þarna. Síðan var sálfur Valentínus á fimmtudaginn og mín bara fór út að borða í frábærum félagsskap og svo á samkomu á eftir Í gær fór ég á frábæra samkomu upp í Kærleika með Elínu vinkonu og fleiru góðu fólki. Var síðan á rosa fínum fundi í kvöld og eftir hann skelltum við Sigrún okkur á Kaffi krús í einn latte og spjall Er í fríi á morgun sem verður voða notalegt, geta verið að dúlla sér, þarf reyndar að læra eitthvað og svo er víst kominn tími á eitthvað sem heita "heimilisstörf"ég er alltaf að komast betur og betur að því að þau gera sig ekki sjálf eins og ég svo gjarnan vildi. Ég er nefnilega á þeirri skoðun að það er svo margt annað sem er svo holt og gott að gera, sem ég vil frekar eyða tímanum í. En það dugir ekki að síta það, láta sig bara hafa það og vaða í verkið.
Annars sé ég fram á mjög annríka viku í næstu viku aftur, námsmat og starfsdagur og foreldraviðöl í vinnunni, fundir, samkomur og svo fyrst og fremst börnin mín og sá elsti meira að segja að verða 14 ára næstu helgi sem reyndar gerir það að verkum að ég hlýt að vera að eldast líka, en það er líka nu bara gott ekki satt, aukinn aldur, aukinn þroski
Jæja ætti maður ekki að fara að sofa svo maður vakni fersk í fyrramálið
Guð blessi ykkur og gefi ykkur draumfagra nótt
Athugasemdir
það var gaman að lesa þetta þú er kjarnaíkona .
Það voru tónleika á Akureyri í gær fólk frá krossum en ég ættari að fara en var að gera annar en kom þá voru þeir búni og ég bara kaupi þá diskinn
Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 17.2.2008 kl. 09:41
Gulli ég mæli svo sannarlega með GIGG diskinum, ég á hann og hann er GUðdómlegur, ég get hlustað á hann aftur og aftur. Guð blessi þig
Sædís Ósk Harðardóttir, 17.2.2008 kl. 14:27
já TAKK þessi disku heiti Gospel invasion Group DRAFTING Hann er góður
Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 17.2.2008 kl. 15:35
Innlitskvitt og við sjáumst í næstu viku.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.