Höfnun.....

Hvers vegna er það með svo marga að þeir eru hræddir við höfnun?  Vissulega er höfnun alltaf sár, en sumir virðast sífellt lifa í ótta við höfnun og haga sínu lífi þannig að þeir lendi sem sjaldnast í því að verða hafnað. 

 Ein góð vinkona mín er haldin þessari áráttu.  Í hvert skipti sem hún verður ástfangin nær hún yfirleitt að enda sambandið áður en það er hafið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að henni verði hafnað.  Hún er oftast búin að ákveða það í huga sínum að þessi maður sem hún verður ástfangin af muni hafna henni á þeim forsendum að hún sé ekki nægilega góð.  Þar sem hún er haldin afar lágu sjálfsmati.   Sem er hinn mesti misskilningur þar sem þessi yndæla vinkona mín er frábær manneskja af Guðs náð.  Hún á virkilega erfitt með að leyfa sjálfri sér að verða ástfangin og er sí hrædd við þessa "höfnun" sem hún býst við.  Þannig að þessi frábæra tilfinning sem ástin á að vera breytist í andhverfu sína og verður að kvíða og óöryggi og vanlíðan.

Hræðsla við höfnun er oft andlegur ótti, býr oft í meðvirklum þeim sem óttast að flagga sínum skoðunum, þeim sem óttast að segja eitthvað rangt og gera sig þar af leiðandi að "fíflum"  Þetta er oft hugrænn sjúkdómur sem býr í huga hvers og eins.  Í bókinn aldri aftur meðvirkni er tekið mjög skemmtilega á þessum málum.

Á einni vefsíðu sem heitir www.medferd.is er fjallað um hugtakið höfnun:

Höfnun fylgir önnur tilfinning sem oft reynist erfitt að hrista af sér, en það er skömm. Skömm  er sú tilfinning að það sé eitthvað að okkur sem manneskju. Tilfinningin af því að við séum ekki eins og aðrir, að við séum ekki eftirsókarverð. Það er athyglisvert að lítil sjálfsvirðing stafar oft af skömm sem við erum svo vön að finna fyrir að við erum hætt að taka eftir henni, en tölum þess í stað um að við séum feimin eða óörugg. Þegar við verðum fyrir reglubundinni höfnun er hætt við að skömmin setjist að og sjálfsvirðing okkar beri skaða af.

Ein af ástæðunum fyrir því að við erum misjafnlega viðkvæm fyrir höfnun er hvernig sjálfstrausti okkar er háttað. Að alast upp í fjölskyldu þar sem við erum elskuð og tilfinngaþörfum okkar er fullnægt skapar grunn fyrir sterku sjálfi. Einstaklingur sem fær þannig uppeldi á mun auðveldara með að hrista höfnun af sér seinna meir á lífsleiðinni. Ef það var lítið um náin samskipti í fjölskyldunni í æsku er hætt við að viðkomandi sé viðkvæmur fyrir höfnun, upplifi hana sterkt og eigi erfitt með að vinna úr henni.

Þegar höfnun í ástarsambandi á sér stað getur ferlið staðið yfir í langan tíma og í sumum tilvikum nokkur ár. Það sem gerist oft í slíkum tilvikum er að gömul sár, jafnvel úr barnæsku, ýfast upp og gamlar neikvæðar hugmyndir um eigið sjálf taka yfir. Þá er mikið undir því komið að rétt sé á málum haldið. Hættan er sú ef viðkomandi er í eðli sínu ekki mikið fyrir að tala um eigin tilfinningar að hann loki sig af og hleypi ekki öðrum að sér. Það gæti síðan meir orðið erfitt að leyfa sér að elska aftur vegna ótta við að verða særður og hafnað.

Höfnunarferlið er oft mjög líkamlegt, sem lýsir sér í því að viðkomandi á erfitt með að borða eða halda niðri mat. Tilfinningar eins og kvíði, þunglyndi, ótti og skömm eru algengar og í vissum tilfellum löngun til að taka eigið líf. Skammtímaminnið verður oft brigðult þar sem spenna og angist fylgir oft höfnunini.

Já það er margt sem getur búið í huga fólks og oft erfitt að vinna sig út úr vanlíðan. En ein er sú fullvissa sem alltaf er góð er sú að Guð mun aldrei hafna okkur, hvernig sem við erum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm ert þú kannski eins og þessi " vinkona þín" og ert hrædd við höfnun???

maltex (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er góð pæling Sædís mín og mikið satt í þessu. Fólk hafnar sjálfu sér og það er slæmt. Maður verður að elska sjálfan sig og þá fyrst elskar maður aðra af heilum hug.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Þörfin fyrir viðurkenningu er manneskjunni mikilvæg, það er nú einu sinni svo að þegar að fólk fer að vinna í sínum málum þá bregst umhverfið oft illa við.  Þeir aðilar sem að hafa getað stýrt viðkomandi eru hreint ekki sáttir með að missa sín völd sem þeir höfðu með því að skammta viðurkenninguna í réttu hlutfalli við það hversu vel fórnarlambið lét að stjórn. Ég er á því að vinkona þín búi við meðvirkni dagsdaglega, sem að þarf að vinna á til þess að hún öðlist nægt sjálfstraust til að geta átt í heilbrigðum samböndum við hitt kynið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu nokkuð kominn í tilhugalífið Sædís? ekki seinna vænna að ná þér í einn svo þú getir keypt þér jeppa.

Eiríkur Harðarson, 11.2.2008 kl. 22:41

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

ha ha ha Eiríkur minn, ég ætla ekki að ná mér í mann bara svo ég geti keypt mér jeppa En með tilhugalífið, jú ég væri alveg til í slíkt með réttum aðila á réttum tíma

Já Guðrún, þetta er svo sannarlega meðvirkni sem hún á í höggi við að stríða, hef rætt það við hana og hún er sem betur fer að vinna í sér.

Rétt Ásdís, maður þarf vissulega að elska sjálfan sig líka, því ef maður hugsar ekki um sig sjálfan þá er maður ófær um að sinna öðrum.

no name (finnst að fólk eigi að hafa kjark til að koma undir eigin nafni) þá eru allir að vissu leiti hræddir við höfnun, það er eins með mig og aðra geri ég ráð fyrir.

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband