Hvað mun Villi gera??

Vilhjálmur mun ekki eiga sjö dagana sæla þessa dagana, hvort heldur sem er innan síns flokks né á meðal almennings í Reykjavík.  Vilhjálmur hlýtur að þurfa að eiga það við sína samvisku hvort hann yfir höfuð muni geta starfað áfram sem oddviti listans eða hvort hann segi af sér.  Traust á hann er rúið og þar með talið líka af hans flokksbræðrum og systrum.  En er hann sá eini sem er "sekur" hvað með aðra úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau vilja fæst tjá sig nokkuð um málið,  láta ýmist ekki ná í sig eða eru með slökkt á símum.    Segi bara eins og stendur í biblíunni að sá sem er saklaus kasti fyrsta steininum.  Ég held nefnilega að það sé maðkur í mysunni og ekki allt komið á yfirborðið enn þá. 

En ég tel eins og ég hef tekið fram áður hér á þessu bloggi að þarf að fara að komast sátt á um þetta og lausn.  Niðurstaða sem er í takt við hagi íbúa borgarinnar.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband