Mikilvægt að vel til takist

Það er mikilvægt að mínu mati að vel til takist í kjarasamningum sem verið er að gera og vinna að þessa dagana og vikurnar.  Á næstunni verða enn fleiri samningar lausir og fram á vor eru fleiri og fleiri samningar að losna. 

Launamismunur í þjóðfélaginu er orðinn sorglega mikill.  Vissulega er ánægjulegt að margir eru að fá góð laun fyrir sína vinnu.  En þegar lægstu launin rétt skríða yfir 100.þús þá er eitthvað mikið að.  Einnig eru meðallaun lika að dragast aftur úr.  Það að vera með rúm 200.000 á mánuði fyrir skatta teljast líklega ekki há laun.  Það er leitt að ríkisvaldið skuli ekki hafa viljað koma að þessum málum með einhverjum hætti. 

Lágmarkslaun verða að hækka talsvert.


mbl.is Kjaraviðræðum miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður getur víst lítið gert nema að vona það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband