31.1.2008 | 15:29
Norska leiðin
Ég tel þetta rétta ákvörðun hjá Björgvini. Í Noregi hefur tekist að jafna kynjahlutfallið það mikið að nú er um 42% stjórnarmeðlima í norskum hlutafélögum konur, sem er langhæsta hlutfall í heiminum. Ef að ekki verður hægt að hækka hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi án lagasetningu tel ég það mikilvæga leið hjá viðskiptaráðherra. Vissulega ber ætið að gæta þess að ráðið sé hæft fólk til starfa og þá skiptir litlu hvort það sé um að ræða konu eða karl.
Einnig er þessi niðurstaða af þessari rannsókn merkileg: Athygli var vakin á niðurstöðum CreditInfo sem sýnir að fyrirtæki með konur innan stjórnar lenda mun síður í vanskilum en fyrirtæki án kvenna í stjórn. Auk þess sé margviðurkennt óhagræði fólgið í því að útiloka konur, helming mannauðsins, frá viðskiptalífinu
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Góðar Síður
- Daglega lífið mitt gamalt og gott
- Árborg
- Eyrarbakki
- Stokkseyri
- Ingveldur hin frábæra:) flott síða
- Kirkjan mín Hvítasunnukirkjan á Selfossi
- Al-anon nauðsynlegt
- Agnes Halla dúllan mín krútt
- Regnboginn
Skemmtilegir bloggarara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Apríl 2013
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- lydur
- olafurfa
- aring
- hilmarb
- salvor
- arnith
- soley
- trukona
- dullari
- johannbj
- gamlageit
- hlynurh
- vglilja
- vefritid
- andreaolafs
- almal
- nonniblogg
- baldurkr
- bjarnihardar
- omarragnarsson
- gattin
- gudrunmagnea
- truno
- hugsadu
- kennari
- annabjo
- latur
- alit
- saradogg
- coke
- tommi
- konur
- jenfo
- domubod
- saumakonan
- svavaralfred
- jonhjartar
- bitill
- zeriaph
- ruthasdisar
- thelmaasdisar
- zunzilla
- jonaa
- ragnargests
- ellasprella
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- paul
- ktomm
- kristinast
- vonin
- hjolagarpur
- kiddikef
- valgerdurhalldorsdottir
- buddha
- frumoravek
- ruth777
- steinunnolina
- saethorhelgi
- sirrycoach
- eddabjo
- lindaasdisar
- gullvagninn
- icerock
- gtg
- irisasdisardottir
- lindalea
- thormar
- adalbjornleifsson
- sigvardur
- heida
- malacai
- brynja
- loi
- rannveigbj
- brynhildur
- brjann
- brandarar
- austurlandaegill
- ea
- gurryg
- rattati
- heimssyn
- drum
- ingibjorgelsa
- irma
- omarsdottirjohanna
- theeggertsson
- johannesgisli
- jonbjarnason
- jon-o-vilhjalmsson
- jonvalurjensson
- larahanna
- manisvans
- nhelgason
- brim
- rafng
- fullvalda
- siggifannar
- gonholl
- stebbifr
- tomasellert
- valgeirb
Af mbl.is
Nota bene
Gamla bloggið
hér er gamla bloggið mitt
Athugasemdir
Mér finnst nú slæmt ef að það er þannig komið fyrir konum að þær þurfa ölmusu.
Ef ég væri kvennmaður myndi ég skammast mín alveg rosalega fyrir aumingjaskapinn í kynsystrum mínum.
Ég hef fulla trú á kvennmönnum og veit full vel að þær geta verið í stjórn fyrirtækja.
Þessi tugga um að konum sé haldið niðri er úrellt og á ekkert sameiginlegt með því sem er að gerast í dag.
Þær verða bara einfaldlega að sanna sig eins og allir þeir sem sækja um starf.
Baldvin Mar Smárason, 31.1.2008 kl. 15:47
Nóg komið....
Gefum okkur 1- 2 ár á að sjá hverju kynjapólitík undanfarinna ára hefur skilað, það þarf fjandakornið ekki að halda endalaust áfram ota konum fram, ef við bara gefum þessu nokkur ár, munu þær gera það sjálfar....
konur eru fleiri í öllum deildum háskólans nema einni( og þar er unnið hörðum höndum að því að fjölga þeim), með svona menntunarhlutföllum milli kynjanna er klárlega þess ekki langt að bíða að konur ná sér í þessi störf ef þær kæra sig um.
Nóg komið að ívilnunum sem aumingjavæða konur, gefum þeim smá tíma til að gera þetta sjálfar......
Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:49
Ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem hásetar á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem skipstýrur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem stýrikonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem netakonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem baader kona á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem bátskonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem múrarar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem píparar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem rafvirkjar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem smiðir. Meðan sá listi kemur ekki fram þá er þetta ótrúverðugt og sýnir að sumar konur vilja bara fá rjómann af kökunni fyrir það eitt og sér að vera kona og það styð ég engan veginn.
Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 15:53
,,Vissulega ber ætið að gæta þess að ráðið sé hæft fólk til starfa og þá skiptir litlu hvort það sé um að ræða konu eða karl."
Mikið rétt! Því gerir norzka leiðin ekki ráð fyrir, athugaðu það.
Sigurjón, 31.1.2008 kl. 17:34
Baldvin, Ingvar, Sævar og Sigurjón!
Það er ekki verið að tala um STÖRF heldur stjórnarsetu. Þannig að umræða um að "ráða hæft fólk til starfa" eða störf iðnaðarmanna, störf á frystitogurum o.s.frv. koma málinu einfaldlega ekki við.
Svala Jónsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:43
Ahhh já ok Svala, stjórnarseta er ekki starf, i get it ... en hérna hvað er stjórnarseta þá ef það er ekki starf ? er það svona kaffidrykkjuklúbbur sem lið fær laun fyrir að sitja í stjórnum ?
Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 19:08
Það gilda önnur lög um stjórnir fyrirtækja heldur en um störf launþega. Það hefði ég haldið að allir vissu.
Svala Jónsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:52
Sædís því ertu svo hlynnt kynjakvóta?
Eiríkur Harðarson, 31.1.2008 kl. 21:19
Ég er algjörlega á móti kynjakvóta, fyrir mig er það niðurlægjandi hugsun. Ég sótti mín störf í gegnum tíðina á þeim forsendum að ég var klár í ákveðnum störfum og fékk stöður framyfir karlmenn því ég seldi mig vel. Mundi aldrei láta kvóta mig inn i nokkurn skapað hlut.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 22:59
Já há það eru bara viðbrögð
Það er ekki verið að aumingjavæða konur, langt því frá, bara að koma í veg fyrir að karlar einoki stjórnunarstöður.
Darhma ég er ekki sammála því að við séum að segja að konur séu þetta sem þú telur upp og ætla ég ekki einu sinni að endurtaka það.
Þetta kemur frá honum Björgvini sem nota bene er í Samfylkingunni.
Vissulega geta konur plummað sig, þessi hugmynd hans Björgvins er sett fram til að skoða ef ekki verður bragabót á hlutföllum kynja í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Sem vel á minnst að konur eru á við helming á við karla að greiða í, þannig að vissulega eiga þær lika rétt á að sitja í stjórn þeirra.
Voðalega finnst mér þið taka þessari hugmynd hans Björgvins illa upp strákar... eruð þið smeykir.....
Eiríkur minn, ég er ekki að segja að ég sé endilega hlynnt kynjakvóta en ef það er það eina sem kemur í veg fyrir einokun karla í stjórnun fyrirtækja og sjóða þá þarf eitthvað að gera til að grípa inn í.
Jamm og já
takk fyrir kmmentin
Sædís Ósk Harðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:02
Já auðvitað eiga konur að sækja um sín störf líkt og karlar en það er verið að tala um setu í stjórnum fyrirtækja og lífeyrisjóða svo eitthvað sé nefnt, ekki um atvinnu fyrir konur.
Sædís Ósk Harðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:16
Svala: Hvernig hljóma þessi lög sem þú vitnar í um setu í stjórnum fyrirtækja sem bannar konum að sitja í stjórn fyrirtækja ? mér þætti afar fróðlegt að sjá þessi lög. Ef ég væri hluthafi í fyrirtæki sem væri með slík lög myndi ég vera snöggur að selja mín hlutabréf vegna þess að fyrirtækið væri ekki að hugsa um minn hag heldur einhverrja útvaldra sem hafa ekki hundsvit á rekstri.
Sævar Einarsson, 1.2.2008 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.